Fleiri fréttir

Eiður Smári skoraði á móti gömlu félögunum

Eiður Smári Guðjohnsen opnaði markareikninginn sinn hjá Club Brugge í kvöld þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-0 sigri á hans gömlu félögum í Cercle Brugge í leik liðanna í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Viðar Örn samdi við Fylkismenn

Viðar Örn Kjartansson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Fylki og mun því spila áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar. Viðar hefur verið að leita sér að liði í efstu deild eftir að Selfoss féll úr deildinni síðasta haust. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

WBA vill halda Lukaku

Belginn ungi Romelu Lukaku hefur staðið sig afar vel með WBA í vetur en hann er þar í láni frá Chelsea. Þessi 19 ára strákur er þegar búinn að skora 12 mörk í vetur.

Beckham: Líður eins og heima hjá mér

David Beckham spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði PSG í gær er liðið lagði Marseille, 2-0, í frönsku bikarkeppninni. Beckham spilaði 85 mínútur í leiknum og stóð sig vel.

Lewandowski á förum frá Dortmund

Þýska félagið Borussia Dortmund hefur staðfest að pólski framherjinn sé á förum frá Dortmund. Hann mun líklegast yfirgefa félagið í sumar.

Drogba var löglegur

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að Didier Drogba hafi verið löglegur í leiknum gegn Schalke í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Huth dæmdur í þriggja leikja bann

Robert Huth, varnarmaður Stoke, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að slá Philippe Senderos, leikmann Fulham, í andlitið.

Reyndi að fótbrjóta Ronaldinho | Myndband

Brasilíski töframaðurinn Ronaldinho var heppinn að fótbrotna ekki þegar argentínski leikmaðurinn Biego Braghieri tæklaði hann með báðum fótum í leik Atletico Mineiro og Arsenal í brasilíska boltanum.

Benitez: Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af mér

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Chelsea, stýrði liði sínu inn í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í kvöld en Chelsea vann þá 2-0 sigur á b-deildarliði Middlesbrough og tryggði sér leik á móti Manchester United í næstu umferð enska bikarsins.

Ólafur Ingi og félagar unnu toppslaginn

Ólafur Ingi Skúlason spilaði allan leikinn þegar Zulte-Waregem vann 1-0 útisigur á Anderlecht í toppslag belgísku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld en með þessum sigri minnkaði Zulte-Waregem forskot Anderlecht í sex stig.

Beckham lagði upp mark fyrir Zlatan

Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk Paris Saint-Germain þegar liðið komst í átta liða úrslit frönsku bikarkeppninnar í kvöld eftir 2-0 sigur á Marseille á Parc des Princes.

Jóhann Berg skoraði þegar AZ sló út Ajax

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar eru komnir í úrslitaleik hollensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Ajax í Íslendingaslag í undanúrslitum keppninnar í kvöld. Jóhann Berg skoraði annað mark AZ í leiknum.

Robben tryggði Bayern sæti í undanúrslitunum

Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í þýska bikarnum í kvöld þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Borussia Dortmund í uppgjöri tveggja efstu liða þýsku deildarinnar í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Chelsea tryggði sér leik á móti Manchester United

Chelsea tryggði sér sæti í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með því að vinna 2-0 heimasigur á b-deildarliði Middlesbrough í leik liðanna á Riverside Stadium í Middlesbrough í kvöld.

Stuðningsmenn West Ham særðu Parker

Scott Parker, leikmaður Tottenham, fékk heldur óblíðar móttökur á sínum gamla heimavelli, Upton Park, er hann spilaði gegn West Ham á mánudag.

Bergkamp fær styttu fyrir utan Emirates

Hollenska goðsögnin Dennis Bergkamp mun fá styttu af sér fyrir utan heimavöll Arsenal, Emirates-völlinn, í sumar. Hann verður þar við hlið Thierry Henry, Tony Adams og Herbert Chapman.

John Carew fær ekki samning hjá Internazionale

John Carew, fyrrum leikmaður Aston Villa, Stoke City og West Ham United, fær eftir allt saman ekki tækifæri til að spila með ítalska félaginu Internazionale á þessu tímabili. Carew hefur ekki spilað fótbolta í tíu mánuði en var til reynslu hjá félaginu síðustu daga.

Xavi: Þessi bikar skiptir minnstu máli

Real Madrid fór illa með Barcelona á Camp Nou í gær er Madridingar tryggðu sér sæti í úrslitum spænska Konungsbikarsins. Lið Barcelona var heillum horfið í leiknum.

Balotelli reisir styttu af sjálfum sér

Mario Balotelli, framherji AC Milan, er engum líkur. Þessi skrautlegi Ítali hefur nú ákveðið að reisa styttu af sjálfum sér fyrir utan heimili sitt í Brescia.

Man. City til í að selja Nasri

Svo virðist vera sem Samir Nasri eigi ekki neina framtíð fyrir sér hjá Man. City. Hann hefur ekki staðið sig vel í vetur og stjóri liðsins, Roberto Mancini, efast um viðhorf leikmannsins til liðsins.

Walcott segir að leikmenn verði að axla ábyrgð

Það eru fáir stjórar undir meiri pressu en Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Hann hefur ekki unnið titil í átta ár með liðið og margir stuðningsmanna liðsins eru að gefast upp á honum.

Benitez: Við vorum ekkert að rífast

Í gær bárust fréttir af því að Rafa Benitez, stjóri Chelsea, hefði lent í harkalegu rifrildi við leikmenn félagsins eftir tapið gegn Man. City um síðustu helgi.

Swansea ætlar ekki að missa Laudrup

Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea, segir að félagið sé nálægt því að ganga frá nýjum samningi við stjóra félagsins, Danann Michael Laudrup.

Íslenskt mark fjórtánda árið í röð

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Tottenham þegar hann jafnaði metin í 2-2 í 3-2 sigri á West Ham á Upton Park í fyrrakvöld.

Múgæsing er Maradona kom til Napoli | Myndband

Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona er mættur aftur til Ítalíu. Hans fyrsta heimsókn í átta ár og er óhætt að segja að fólkið í Napoli hafi tekið vel á móti honum.

Rennibrautir á St. James's Park?

Ef áætlanir ganga eftir verður ekki bara gaman á St. James's Park, heimavelli Newcastle, heldur verður heilmikið fjör að fara af vellinum.

Sir Alex sá Real Madrid fara illa með Barca í kvöld

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United og aðstoðarmaður hans Mike Phelan voru mættir á Nou Camp í Barcelona í kvöld og sáu Real Madrid vinna 3-1 sigur á erkifjendum sínum í Barcelona í átta liða úrslitum spænska bikarsins.

Real sló Barcelona út á Nývangi - Ronaldo með tvö

Barcelona vinnur ekki þrennuna í ár því liðið féll í kvöld út úr spænska bikarnum eftir 1-3 tap á heimavelli á móti erkifjendunum í Real Madrid. Real Madrid vann því 4-2 samanlagt og er komið áfram í undanúrslit keppninnar.

Bikarævintýri Oldham endaði á Goodison Park

Everton tryggði sér sæti í sjöttu umferð enska bikarsins og leik á móti Wigan Athletic með því að vinna öruggan 3-1 sigur á C-deildarliði Oldham á Goodison Park í kvöld í endurteknum leik úr sextán liða úrslitum keppninnar.

Real Madrid sættir sig ekki lengur við svona hegðun

Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, er ekki í neinum vafa um það að Jose Mourinho sé á sínu síðasta tímabili með liðið. Það hefur gengið á ýmsu í vetur og Real-liðið er fyrir löngu búið að missa af spænska meistaratitlinum.

Inter, Balotelli og AC Milan fengu öll sektir

Forráðamenn ítalska úrvalsdeildarinnar í fótbolta sektuðu í dag ítölsku félögin Internazionale og AC Milan sem og Mario Balotelli, leikmann AC Milan, fyrir framkomu í Milan-slagnum á Giuseppe Meazza leikvanginum um síðustu helgi.

Er Bale orðinn einn sá besti í heimi? - mörkin tala sínu máli

Gareth Bale hefur farið á kostum með Tottenham í síðustu leikjum og skoraði stórkostlegt sigurmark á Upton Park í gær. Menn hafa verið duglegir að hrósa velska landsliðsmanninum eftir hvern leik upp á síðkastið og ekki að ástæðulausu.

Fabregas svarar ásökunum Mourinho

Það er alvöru fótboltakvöld á Spáni en Barcelona og Real Madrid mætast þá í seinni leik liðanna í undanúrslitum spænska konungsbikarsins. Fyrri leik liðanna lyktaði með jafntefli, 1-1.

Benitez lenti í rifrildi við leikmenn sína

Stuðningsmenn Chelsea neita að samþykkja Rafa Benitez sem stjóra Chelsea og nú virðist hann vera að missa klefann. Samkvæmt fréttum lenti hann í harkalegu rifrildi við leikmenn sína í gær.

Vidic segist vera á góðum batavegi

Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, segist enn vera að glíma við hnémeiðslin sem hann hlaut í desember árið 2011. Hann hefur aðeins verið í byrjunarliði Man. Utd í fjórtán leikjum síðan þá.

Inter ætlar að semja við Carew

Norðmaðurinn stóri og stæðilegi, John Carew, gæti verið á leið í ítalska boltann á nýjan leik en hann er nú orðaður við Inter.

Dómarinn í sviðsljósinu fyrir El Clásico

Dómarinn í El Clásico í kvöld, Alberto Undiano Mallenco, hefur verið mikið malla tannanna á fólki fyrir leik kvöldsins. Það þykir ekki hafa verið góð ákvörðun að setja Mallenco á stórleikinn.

James þeytti skífum á skemmtistaðnum Austur

Markvörðurinn David James vakti mikla athygli um síðustu helgi er hann var hér á landi í boði Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara ÍBV. Hermann er að reyna að fá félaga sinn til þess að semja við ÍBV og spila með félaginu í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir