Fleiri fréttir

Veigar Páll: Ekkert öruggt að ég fari í Stjörnuna

Veigar Páll Gunnarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Stabæk og er á heimleið eftir farsælan níu ára feril sem atvinnumaður. Veigar var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum í morgun þar sem fram kom að ekkert væri ákveðið hvar hann léki á næsta tímabili. Líklegasti áfangastaðurinn væri Stjarnan en þó kæmu önnur lið til greina líka.

Heldur ævintýri Celtic áfram í Meistaradeildinnni?

Skoska meistaraliðið Celtic hefur komið gríðarlega á óvart í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu það sem af er. Celtic lagði spænska stórliðið Barcelona 2-1 á heimavelli í síðustu umferð og í kvöld mætir Celtic liði Benfica í Portúgal. Celti getur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Benfica og jafntefli gæti einnig dugað fyrir skoska liðið.

Khedira: Manchester City eitt af bestu liðum heims

Sami Khedira, miðjumaður Real Madrid, talaði vel um Manchester City þrátt fyrir að lítið hafi gengið hjá ensku meisturunum í Meistaradeildinni. City tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun og þarf nauðsynlega á sigri að halda.

Barcelona og Valencia í 16-liða úrslitin

Spænsku liðin Barcelona og Valencia tryggðu sér í dag öruggt sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Börsungar unnu 3-0 sigur á Spartak Moskvu í Rússlandi en Valencia á enn eftir að spila í kvöld.

Meistaradeildin: Hvað er um að vera á sportstöðvunum?

Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi.

Milliriðill 19 ára stelpnanna fer fram í Portúgal

Íslenska 19 ára landsliðið fær í apríl tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM en liðið komst í milliriðilinn á dögunum. Í dag var dregið í riðla í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.

Stelpuliðin til Moldavíu og Búlgaríu

Íslensku kvennaliðin þurfa að ferðast langt til að taka þátt í undankeppni EM á næsta ári. Í dag var dregið í undankeppnir EM U19 kvenna og EM U17 kvenna í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.

Beckham hættir í bandaríska boltanum

David Beckham og félagar í Los Angeles Galaxy eru annað árið í röð komnir í úrslitaleikinn í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta en Beckham tilkynnti í gær að úrslitaleikurinn yrði síðasti leikur hans fyrir Galaxy-liðið.

Helgin í enska gerð upp á Sjónvarpsvef Vísis

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helst aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Chelsea má ekki misstíga sig

Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram.

Kagawa frá í fjórar vikur til viðbótar

Shinji Kagawa, leikmaður Manchester United, verður frá keppni enn lengur en talið var. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti það í dag.

Andrea Pirlo: AC Milan leyfði mér ekki að fara til Chelsea

Andrea Pirlo, miðjumaður Juventus, verður í sviðsljósinu annað kvöld þegar Juve tekur á móti Chelsea í gríðarlega mikilvægum leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Pirlo sagði frá því í viðtali í Daily Mail að litlu hefði munað að hann hefði orðið leikmaður Chelsea fyrir nokkrum árum.

Shevchenko sagði nei

Andriy Shevchenko sagði nei við því að taka við úkraínska landsliðinu í fótbolta en honum var boðið þjálfarastaðan þrátt fyrir að hafa enga reynslu af þjálfun. Oleg Blokhin hætti óvænt með landsliðið á dögunum og tók þess í stað við Dynamo Kyiv.

Raheem Sterling mun gera langtímasamning við Liverpool

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er fullviss um það að hinn 17 ára gamli Raheem Sterling muni skrifa undir langtímasamning við félagið á næstunni. Sterling hefur slegið í gegn á tímabilinu og enskir miðlar hafa birt fréttir af áhuga annarra liða.

Jesper Jensen sleit aftur krossband

Danski miðjumaðurinn Jesper Jensen verður ekki með Skagamönnum í Pepsi-deild karla næsta sumar en í ljós hefur komið að hann er með slitið krossband. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Veigar Páll yfirgefur Stabæk og er á heimleið til Íslands

Veigar Páll Gunnarsson mun leika fótbolta á Íslandi á næsta keppnistímabil en hinn 32 ára gamli framherji hefur ákveðið að snúa heim úr atvinnumennsku. Veigar staðfestir þetta í samtali við TV2 í Noregi. "Þetta var mjög erfið ákvörðun en ég hef ákveðið að flytja heim til Íslands,“ sagði Veigar en hann á eitt ár eftir að samningi sínum við Stabæk sem endaði í neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Jafnt hjá West Ham og Stoke

West Ham náði ekki að komast upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þar sem að liðið mátti sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Stoke City.

Frimpong lánaður til Charlton eins og Eggert Gunnþór

Emmanuel Frimpong, miðjumaður Arsenal, mun spila með Charlton út árið 2012 en hann hefur verið lánaður til enska b-deildarfélagsins fram í janúar. Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson kom til Charlton á láni frá Úlfunum á dögunum.

Rio Ferdinand gæti elt Anelka og Drogba til Kína

Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, er að renna út á samningi næsta sumar og er enn ekki viss hvað hann ætlar að gera. Guardian hefur þó heimildir fyrir því að hann sé alvarlega að hugsa um að yfirgefa Old Trafford í sumar.

Carragher: Liverpool getur náð Meistaradeildarsæti

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, hefur fulla trú á því að liðið geti náð Meistaradeildarsæti í vor þrátt fyrir slaka byrjun í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann 3-0 sigur á Wigan um helgina og er nú átta stigum frá Meistaradeildarsæti.

Eins og svart og hvítt

Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum.

Sundbolti í Japan | Myndband

Það virðist vera sama mottó í japönsku fótboltadeildinni og í ameríska fótboltanum. Leikjum er ekki frestað. Sama hvernig veðrið er sem og aðstæðurnar.

Ragnar skoraði í sigri FCK

Ragnar Sigurðsson skoraði annað marka FC Kaupmannahafnar sem vann 2-1 heimasigur á Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rúrik Gíslason lék einnig allan leikinn með FCK.

Hönefoss bjargaði sér en Úlfarnir í umspil

Hönefoss, lið Arnórs Sveins Aðalsteinssonar og Kristjáns Arnar Sigurðssonar, verður áfram meðal liða í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta ári. Íslendingaliðið Sandnes Ulf þarf að leika tvo umspilsleiki gegn b-deildarliðinu Ullensaker/Kisa.

Vilanova: Messi vinnur ekki leiki einn síns liðs

Þjálfari Barcelona, Tito Vilanova, var afar ánægður með liðið sitt í gær og hélt því einnig fram að liðið væri ekki háð Lionel Messi sem skoraði tvö mörk í 3-1 sigri.

Millwall lagði tíu leikmenn Leeds

Chris Wood, lánsmaður frá West Brom, tryggði Millwall 1-0 sigur á tíu leikmönnum Leeds í viðureign liðanna í Championship-deildinni í dag.

Allardyce hefur áhuga á Anelka

Sam Allardyce, stjóri West Ham, hefur greint frá því að hann sé mjög áhugasamur um að semja við framherjann Nicolas Anelka sem leikur með Shanghai Shenhua í Kína.

QPR eitt án sigurs en Hughes neitar að hætta

Mark Hughes, knattspyrnustjóri QPR, segist ekki ætla að hætta sem knattspyrnustjóri félagsins. QPR er eina liðið í fjórum efstu deildunum á Englandi sem á enn eftir að landa sigri.

Sunderland vann góðan útisigur á Fulham

Sunderland gerði góða ferð til Lundúna í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Fulham á Craven Cottage. Vendipunktur leiksins var þegar Brede Hangeland var vikið af velli eftir hálftímaleik.

Glæsimark Eiðs Smára | Myndband

Eiður Smári Guðjohnsen var enn eina ferðina á skotskónum fyrir Cercle Brugge er liðið vann sjaldséðan sigur, 3-1, á Genk. Þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í vetur. Eiður var að skora sitt fimmta mark fyrir félagið.

Jóhann Berg fór meiddur af velli

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í leik AZ Alkmaar og Groningen í kvöld. Leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1.

Alfreð og félagar töpuðu á heimavelli

Alfreð Finnbogason og félagar í Heerenveen töpuðu sínum öðrum leik í röð í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá kom Waalwijk í heimsókn og vann 0-2 sigur.

Íslensku strákarnir ekki á skotskónum í Englandi

Íslendingaliðið Cardiff City komst upp í annað sæti ensku B-deildarinnar er liðið vann góðan sigur á Middlesbrough. Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson voru báðir í byrjunarliði Cardiff. Fyrsti leikur Arons í byrjunarliðinu í nokkurn tíma. Hann fór af velli á 61. mínútu fyrir Craig Bellamy. Heiðar lék allan leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir