Fleiri fréttir

Mascherano fer bara fyrir rétt verð

Javier Mascherano má fara frá Liverpool, en bara fyrir rétt verð. Þetta segir Roy Hodgson, stjóri félagsins, um miðjumanninn. Hann byrjaði gegn Arsenal og stóð sig frábærlega.

Orðrómarnir trufla einbeitingu Almunia

The Guardian greinir frá því í dag að Arsenal muni hækka boð sitt í markmanninn Mark Schwarzer hjá Fulham. Manuel Almunia er ósáttur með orðrómana.

Sir Alex hrósar Scholes í hástert

Hinn 35 ára gamli Paul Scholes stal senunni í 3-0 sigri Manchester United á Newcastle í gær. Hann var hreint magnaður í sigrinum en Dimitar Berbatov, Ryan Giggs og Darren Fletcher skoruðu mörkin.

Milner gefur City frest þar til á fmmtudag

James Milner er orðinn þreyttur á að bíða eftir Manchester City og ætlar að spila í Evrópuleik Aston Villa á fimmtudaginn ef City gengur ekki frá kaupunum fyrir þann tíma.

Eyjamenn fengu stig í Kópavogi

ÍBV er enn á toppnum í Pepsi-deild karla eftir að hafa gert 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í Kópavogi í gær.

Langþráður sigur Vals

Lærisveinar Gunnlaugs Jónssonar hjá Val keyrðu glaðir heim úr Árbænum í gærkvöldi eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í háa herrans tíð.

FC Bayern vill fá Kakuta

Frakkanum Gael Kakuta skaut upp á stjörnuhimininn síðasta vetur þegar félagaskipti hans frá Lens til Chelsea lentu inn á borði FIFA.

Haukur Páll. Vildum sigurinn meira

,,Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Við unnum leik síðast 14. júní og því var heldur betur komin tími á sigur,“sagði Haukur Páll, leikmaður Vals, ánægður eftir sigurinn gegn Fylki í kvöld.

Gunnlaugur: Áttum sigurinn skilinn

,,Þetta er gríðarlegur léttir fyrir okkur Valsara,“ sagði Gunnlaugur Jónsson , þjálfari Vals,eftir sigurinn í kvöld. Valsmenn unnu 0-1 sigur á Fylki í Árbænum í 16.umferð Pepsi-deildar karla.

Halldór Orri: Bjuggumst ekki við því að Óli myndi skora svona mörg

„Þetta gerist varla betra," sagði Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson eftir 5-0 sigur á Haukum í kvöld. Halldór Orri kom Stjörnunni í 2-0 og bauð í kjölfarið upp á sund- og róðrarfagn en Stjörnumenn áttu engin fögn á lager fyrir þrjú síðustu mörkin sín í leiknum.

Þórarinn: Blikarnir náðu ekki að spila sinn leik

„Maður er nokkuð sáttur við stigið en það er samt svekkjandi að fá þetta mark á okkur. Það var misskilningur í vörninni. Annars náðu Blikarnir ekki að spila sinn leik, við lokuðum vel á þá,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson sem átti virkilega góðan leik fyrir ÍBV í kvöld.

Heimir: Það ber að virða þetta stig

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, er býsna sáttur við að hafa náð stigi á Kópavogsvelli í kvöld. Toppslagur Breiðabliks og ÍBV endaði með jafntefli 1-1 og halda Eyjamenn tveggja stiga forystu á Blikana.

Man. Utd byrjar deildina á sigri

Manchester United hóf leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni vel í kvöld er liðið fékk nýliða Newcastle í heimsókn.

Forlan vill ekki fara frá Atletico

Diego Forlan hefur heldur betur verið eftirsóttur eftir stórkostlega frammistöðu með Úrúgvæ á HM en hann var valinn besti leikmaður mótsins.

Benzema lofar mörkum í vetur

Franski framherjinn Karim Benzema náði sér engan veginn á strik með Real Madrid í fyrra og spilaði það illa að hann var ekki valinn í franska landsliðið fyrir HM. Hann var samt líklega feginn að hafa ekki verið valinn eftir mótið.

Sigurður Ragnar: Helmingurinn af venjulegu byrjunarliði er meiddur

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið.

Landsliðslæknirinn skoðar Katrínu milli fjögur og fimm

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi í dag, að það væri tæpt að landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir gæti spilað á móti Frökkum á laugardaginn eftir að hún meiddist illa á ökkla í bikarúrslitaleiknum í gær.

Umfjöllun: Fyrsti sigur Vals í rúma tvo mánuði

Valsmenn unnu langþráðan sigur, 0-1, á Fylkismönnum í Árbænum í kvöldi í 16.umferð Pepsi-deildar karla. Haukur Páll Sigurðsson skoraði eina mark leiksins og tryggði Valsmönnum sinn fyrsta sigur í rúmlega tvo mánauði.

Umfjöllun: Stjarnan í fjórða sætið með stórsigri

Stjörnumenn komust upp í fjórða sætið í Pepsi-deild karla eftir 5-0 sigur á Haukum á Vodafone-vellinum í kvöld. Þetta var aðeins aðeins annars sigur Stjörnumanna á grasi í sumar en Haukar hafa nú leikið fyrstu sextán deildarleiki sína í sumar án þess að ná að vinna og sitja fyrir vikið einir á botninum.

Landsliðshópur Sigurðar: Kristín Ýr valin

Kristín Ýr Bjarnadóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Frakklandi í úrslitaleik um laust sæti á HM á laugardaginn. Kristín hefur gagnrýnt landsliðsþjálfarann Sigurð Ragnar Eyjólfsson opinberlega fyrir að velja sig ekki í hópinn, síðast í gær.

FH og Valur urðu bikarmeistarar um helgina

Íslandsmeistarar FH og Vals bættu bikarmeistaratitlinum við í safnið sitt um helgina en hér eru á ferðinni langsigursælustu liðin í íslenskum fótbolta undanfarin ár.

Maradona til í að taka við Aston Villa

Diego Maradona er atvinnulaus þessa stundina enda hættur þjálfun argentínska landsliðsins. Hann er þó að líta í kringum sig að sögn umboðsmanns hans.

Baulið mun ekki hafa áhrif á Rooney

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að Wayne Rooney muni ekki láta það hafa áhrif á sig þó áhorfendur bauli á hann vegna daprar frammistöðu Englands á HM í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir