Fleiri fréttir

Hiddink sagður vera á leið til Juventus

Þær fréttir láku út á Ítalíu í dag að Guus Hiddink yrði kynntur til leiks sem nýr þjálfari Juventus þann 2. janúar næstkomandi. Aðeins er vika síðan forráðamenn Juve sögðust aldrei hafa rætt við Hiddink.

Real Madrid sagt ætla að bjóða í Vidic

Real Madrid er með allar klær úti þessa dagana til að finna mann til leysa Portúgalann Pepe af en hann spilar ekki meir á þessari leiktíð vegna meiðsla.

Aquilani: Villa-leikurinn skiptir öllu

Það er afar áhugaverður leikur á dagskránni í enska boltanum í kvöld er Liverpool og Aston Villa mætast. Liverpool er fimm stigum á eftir Villa og þarf því sárlega á sigri að halda.

Eiginkona Van der Sar á spítala

Hollenski markvörðurinn hjá Man. Utd, Edwin van der Sar, er kominn í ótímabundið frí til þess að vera með eiginkonu sinni sem veiktist alvarlega um jólin.

Munum lifa af án Drogba

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, óttast ekki að Chelsea muni lenda í vandræðum þegar liðið spilar án Didier Drogba í næstu leikjum en hann er á leið í Afríkukeppnina.

Mourinho: Fann ástina frá stuðningsmönnum Chelsea

Jose Mourinho sagði að það hefði verið afar gaman að koma aftur á Stamford Bridge í gær og hann ítrekaði við komuna að hann hefði enn hug á að snúa í enska boltann á ný. Hann sagði þó ekki koma til greina að yfirgefa Inter á þessari leiktíð.

Aftur stýrði Mancini City til sigurs

Roberto Mancini byrjar vel með Manchester City en aftur vann liðið vann sinn annan leik í röð undir hans stjórn og hélt þar að auki hreinu.

Inter á eftir Marek Hamsik

Slóvakíski landsliðsmaðurinn Marek Hamsik er afar eftirsóttur þessa dagana en Inter, Juventus og Man. Utd hafa öll verið orðuð við þennan 22 ára strák.

Stefnt að undirskrift á miðvikudaginn

Enn hefur ekki verið gengið frá samningum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar við enska B-deildarliðið Reading en stefnt er að því að gera það á miðvikudaginn.

Man. City með Cordoba í sigtinu

Hinn nýráðni stjóri Man. City, Roberto Mancini, er þegar farinn að líta í kringum sig eftir nýjum leikmönnum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Jovetic dreymir ekki um Real Madrid

Framherjinn eftirsótti hjá Fiorentina, Stevan Jovetic, segist ekki hafa neinn áhuga á að yfirgefa herbúðir ítalska félagsins þó svo fjöldamörg stórlið séu að gefa honum auga þessa dagana.

Chelsea vann á sjálfsmarki

Chelsea slapp með skrekkinn er liðið tók á móti Fulham í dag þar sem Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, var á meðal áhorfenda.

Kári og Gylfi skoruðu

Kári Árnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru báðir á skotskónum með sínum liðum er Plymouth og Reading mættust í ensku B-deildinni í dag.

Dossena fórnað fyrir Huseklepp?

The Daily Mail greinir frá því í dag að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, ætli sér að selja bakvörðinn Andrea Dossena til Zenit St. Petersburg svo hann geti keypt norska framherjann Erik Huseklepp frá Íslendingaliðinu Brann.

Beckham lentur í Mílanó - forðað frá fjölmiðlum

Það varð uppi fótur og fit í Mílanóborg þegar David Beckham lenti á flugvellinum í Mílanó í dag en hann byrjar að spila með AC Milan eftir áramót. Fjöldi aðdáenda og fjölmiðla mættu á flugvöllinn en gripu í tómt.

Benitez ætlar að standa við loforðið

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er enn á því að það hafi verið rétt af sér að lofa því að Liverpool myndi enda í einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni í ár.

Tottenham lagði West Ham

Tottenham stökk upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið lagði West Ham, 2-0.

Pique mun framlengja við Barcelona

Það er aðeins tímaspursmál hvenær Gerard Pique skrifar undir nýjan samning við Barcelona. Nýi samningurinn verður til ársins 2014.

Beckham líklega með á HM

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að David Beckham verði í leikmannahópi enska landsliðsins á HM svo framarlega sem hann sé að spila reglulega og verði í góðu formi.

Frey fer ekki til Man. Utd

Umboðsmaður franska markvarðarins Sebastien Frey hefur fullvissað stuðningsmenn Fiorentina um að félagið sé ekki við það að missa markvörðinn sinn til Man. Utd.

Chelsea ekki búið að gleyma Ribery

Forráðamenn Chelsea fá að eyða í janúar og í enskum fjölmiðlum í dag er því haldið fram að félagið ætli sér að bjóða 45 milljónir punda í Franck Ribery, leikmann FC Bayern.

Siðareglur KSÍ klárar

Í kjölfar fjaðrafoksins í kringum ferð fjármálastjóra KSÍ, Pálma Jónssonar, á nektarstað í Sviss, þar sem hann varð uppvís að því að nota kreditkort sambandsins, boðaði formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, að samdar yrðu siðareglur hjá KSÍ.

Iniesta vill vinna sexuna aftur

Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona, segir að leikmenn liðsins verði að njóta þess að hafa unnið sexuna ótrúlegu í ár en eftir að það komi ekkert annað til greina en að endurtaka leikinn.

Bellamy ekki á förum frá City

Craig Bellamy segir að það sé ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann vilji fara frá Man. City í kjölfar þess að félagið ákvað að reka Mark Hughes og ráða Roberto Mancini í staðinn.

Ferguson um Rooney: Hann er fæddur sigurvegari

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United var sáttur með frammistöðu Wayne Rooney í 3-1 sigri á Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Rooney bætti fyrir slæm mistök með því að leggja upp tvö síðustu mörk United í leiknum.

Mörkin hans Cesc Fábregas voru áhættunar virði

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, sér ekki eftir því að hafa sett Cesc Fábregas inn á völlinn á móti Aston Villa í dag þó svo að Spánverjinn væri ekki orðinn hundrað prósent góður af meiðslunum. Fábregas skoraði tvö glæsileg mörk og lagði grunninn að 3-0 sigri á Aston Villa en hann þurfti líka að yfirgefa völlinn vegna tognunar aftan í læri og gæti verið frá í allt að þrjár vikur til viðbótar.

Rooney bætti fyrir mistökin með því að leggja upp tvö mörk

Manchester United komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á Hull á útivelli. Wayne Rooney lagði upp tvö mörk á síðustu 17 mínútunum og sá til þess að mistök sín kostuðu ekki Manchester United stig. Rooney skoraði fyrsta markið og átti því þátt í öllum mörkum sinna manna í leiknum.

Ferguson: Verðum að bæta sóknarleikinn til að vinna Hull

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, kallar eftir betri sóknarleik sinna manna þegar ensku meistararnir mæta Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta verður fyrsti leikur liðsins eftir 3-0 tap á móti Fulham um síðustu helgi.

Fabregas kom inn á sem varamaður og skoraði tvö

Arsenal vann 3-0 sigur á Aston Villa í baráttu liðanna í 3. og 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal-liðsins, byrjaði á varamannabekknum en kom inn á og skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum.

United mun líklega lána Macheda til Spánar

Það eru líkur á því að Manchester United láni Federico Macheda til Spánar þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði. Macheda átti stóran þátt í því að Manchester United vann enska meistaratitilinn í fyrra en hefur hinsvegar fengið fá tækifæri með liðinu á þessu tímabili.

Aston Villa getur náð risa-fernunni á móti Arsenal í dag

Aston Villa getur náð merkilegri fernu þegar liðið sækir Arsenal heim á Emirates-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lærisveinar Martin O’Neill hafa þegar unnið Liverpool, Chelsea og Manchester United á þessu tímabili og eiga því möguleika á að loka hringnum og ná því að vinna öll fjögur risafélögin í einum rykk.

The Sunday Mirror: Arsenal hefur áhuga á að fá Bellamy

Arsenal hefur áhuga á því að kaupa framherjann Craig Bellamy frá Manchester City ef marka má frétt í The Sunday Mirror í morgun. Bellamy var ósáttur við brottvikningu Mark Hughes og var síðan á bekknum í fyrsta leiknum undir stjórn Roberto Mancini í gær.

Roberto Mancini: Bellamy er vinur minn

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var spurður út í samband sitt og Craig Bellamy eftir að Bellamy var ekki í byrjunarliði City í 2-0 sigrinum á Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Mótherjar Liverpool skipta um þjálfara - Dan Petrescu hættur

Dan Petrescu mun ekki stýra liði Unirea Urziceni þegar það mætir Liverpool í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á næsta ári. Mihai Stoica, framkvæmdastjóri Unirea Urziceni, tilkynnti þetta í gær og sagði að félagið væri að leita að nýjum þjálfara.

Sjá næstu 50 fréttir