Fótbolti

Beckham líklega með á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að David Beckham verði í leikmannahópi enska landsliðsins á HM svo framarlega sem hann sé að spila reglulega og verði í góðu formi.

„Auðvitað tek ég hann með ef hann fær að spila og er í góðu líkamlegu ástandi," sagði Capello.

„Ég lít ekkert á aldur leikmanna. Ég lít á hæfileika manna og Beckham hefur nóg af þeim. Hann tekur fótboltann sinn alvarlega og er staðráðinn í að komast til Afríku."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×