Fleiri fréttir

Hicks: Parry er hrokafullur og vanhæfur

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, hefur nú útskýrt af hverju hann ritaði Rick Parry framkvæmdastjóra félagsins bréf á dögunum og bað hann að segja af sér.

Öruggt hjá Liverpool

Liverpool vann öruggan 3-1 sigur á Blackburn á Anfield í fyrri leik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu. Steven Gerrard skoraði fyrsta mark Liverpool og lagði upp það næsta fyrir Fernando Torres og það var svo Andriy Voronin sem innsiglaði sigur heimamanna skömmu fyrir leikslok. Roque Santa Cruz klóraði í bakkann fyrir Blackburn í uppbótartíma með 19. marki sínu á leiktíðinni.

Markalaust á Old Trafford í hálfleik

Fyrri hálfleiknum í risaslag Manchester United og Arsenal er lokið og ekkert mark hefur litið dagsins ljós enn sem komið er. Þó hefur ekki vantað marktækifærin í leikinn, en Jens Lehmann hefur varið vel í marki Arsenal eftir að hafa endurheimt sæti sitt.

Jafnt á Anfield í hálfleik

Ekkert mark er komið þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign Liverpool og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn hafa verið sterkari aðilinn í leiknum sem þó hefur alls ekki verið mikið fyrir augað.

Barcelona gerði jafntefli við Recreativo - Eiður spilaði

Barcelona varð að gera sér að góðu 2-2 jafntefli við Recreativo á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto´o gerði bæði mörk Barcelona. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld en var skipt af velli eftir rúmlega klukkutíma.

Tímabilið hjá Arsenal klárast á morgun

Arsenal-goðsögnin Ian Wright spáir því að draumur Arsenal um titla í vetur muni fjara út á Old Trafford á morgun þegar það sækir Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni.

Kanu í vandræðum með skattinn

Framherjinn Kanu hjá Portsmouth er í fjármálavandræðum ef marka má frétt í The Sun í dag þar sem segir að þrír af bílum hans hafi verið settir á uppboð vegna skattaskulda.

Wenger: Dómararnir hafa refsað okkur ítrekað

Arsene Wenger segist aldrei hafa séð lið lenda í öðru eins mótlæti og hans menn á undanförnum vikum. Hann segir leikmenn sína fórnarlömb dómgæslu og segir allar lykilákvarðanir dómara hafa gengið gegn liði sínu.

Stefán skoraði í sigri Bröndby

Stefán Gíslason skoraði annað marka Bröndby í dag þegar liðið vann nauman 2-1 sigur á Esjberg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar.

Markalaust hjá Portsmouth og Newcastle

Portsmouth og Newcastle skildu jöfn 0-0 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Michael Owen fékk besta færi Newcastle í leiknum en David James í marki Portsmouth sá við honum og var líklega maður leiksins í dag. Hermann Hreiðarsson var á sínum stað í byrjunarliði Portsmouth, sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Meistararnir á toppnum

Meistarar Gautaborgar unnu í dag 4-0 sigur á Norrköping í upphafsleik 4. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar. Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Gautaborgar í leiknum. Gunnar Þór Gunnarsson kom inn sem varamaður hjá Norrköping þegar skammt var til leiksloka en Garðar Gunnlaugsson sat allan tímann á bekknum.

Valur burstaði NSÍ

Valsmenn unnu í dag sannfærandi 5-2 sigur á færeyska liðinu NSÍ í hinum árlega leik um Atlantic bikarinn í knattspyrnu. Valsmenn höfðu yfir 2-1 í hálfleik og komust í 5-1 í síðari hálfleik áður en gestirnir minnkuðu muninn.

Wenger: Ronaldo er bestur í heimi

Arsene Wenger segir að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United sé besti leikmaður heims í dag því hann sameini þá tvo lykilþætti sem einkenni leikmenn á heimsklassa.

Wenger ætlar ekki í verslunarleiðangur í sumar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekki að fara út að versla í sumar þó lið hans gæti staðið uppi tómhent í sumar eftir fína leiktíð. Tímabilið verður undir hjá mönnum Wenger á morgun þegar þeir sækja Manchester United heim í úrvalsdeildinni.

Mexíkóar vilja Mourinho

Mexíkóska knattspyrnusambandið hefur mikinn metnað fyrir því að ná sér í heimsklassa landsliðsþjálfara ef marka má frétt Sky í dag. Sagt er að sambandið ætli sér að ræða við menn eins og Marcello Lippi, Felipe Luiz Scolari og Jose Mourinho um að taka við liðinu.

Ronaldinho á leið til AC Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur samþykkt að ganga í raðir AC Milan á næstu leiktíð. Þetta segir bróðir hans og umboðsmaður Roberto de Assis. Ekki er búið að ganga formlega frá samningum, en munnlegt samkomulag mun liggja fyrir.

Mikilvægur leikur fyrir Bolton

Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton eiga fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni og hefst leikurinn nú klukkan 14. Alls eru sex leikir að hefjast í deildinni og hægt er að fylgjast með þeim á rásum Stöðvar 2 Sport.

Ronaldo fær 20 milljónir á viku

Portúgalinn Cristiano Ronaldo mun á næstu vikum skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United sem færir honum tæplega 20 milljónir í vikulaun. Hann verður launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Lítið skorað í fyrri hálfleik

Aðeins fimm mörk eru komin í leikjunum sex sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni. Þar af hefur Aston Villa skorað þrjú þeirra gegn Derby á Pride Park.

Opið fyrir Shevchenko

Í ítölskum fjölmiðlum síðustu daga hefur mikið verið fjallað um hugsanlega endurkomu úkraínska sóknarmannsins Andriy Shevchenko til AC Milan.

Sir Alex og Ronaldo bestir í mars

Sir Alex Ferguson er knattspyrnustjóri mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Cristiano Ronaldo leikmaður mánaðarsins.

Guti framlengir við Real Madrid

Miðjumaðurinn Guti hefur skrifað undir nýjan samning við Spánarmeistara Real Madrid og hér er um svokallaðan "lífstíðarsamning" að ræða. Guti verður formlega samningsbundinn Real til 2011, en fær framlengingu á hverju ári eftir það ef hann nær að spila 30 leiki á tímabili.

Tímabilið verður undir á sunnudaginn

Arsene Wenger viðurkennir að allt verði undir á sunnudaginn þegar hans menn í Arsenal sækja Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni. Tapi Arsenal leiknum er það tæknilega úr leik í baráttunni um meistaratitilinn.

King ætlar ekki að hætta

Miðvörðurinn Ledley King segir ekkert til þeim þráláta orðrómi sem verið hefur á kreiki í bresku blöðunum að hann sé að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla.

Messi klár um helgina

Barcelona hefur fengið góðar fréttir fyrir deildarleikinn gegn Recreativo um helgina. Argentínumaðurinn Leo Messi hefur fengið grænt ljós á að leika með liðinu á ný eftir langvarandi meiðsli.

Raul fer ekki á EM

Markahrókurinn Raul hjá Real Madrid mun ekki leika með landsliði Spánverja á EM í sumar. Luis Aragones landsliðsþjálfari tilkynnti í dag fyrsta landsliðshóp sinn fyrir verkefnið sem skipaður er 31 leikmanni.

Gylfi framlengir við Reading

Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Reading. Gylfi gekk í raðir félagsins árið 2005 og er 18 ára gamall. Hann hefur átt fast sæti í varaliði Reading.

Capello er hrifinn af Walcott

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, var mjög hrifinn af framlagi Theo Walcott í síðari leik Arsenal og Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum. Hinn ungi Walcott lagði þar upp síðara mark Arsenal með eftirminnilegum hætti.

Sex tilnefndir sem leikmaður ársins

Leikmannasamtökin í ensku úrvalsdeildinni hafa tilnefnt sex leikmenn í kjörinu á leikmanni ársins. Þrír af þeim sem tilnefndir hafa verið eru líka tilnefndir í flokknum besti ungliðinn.

"Reddari" bjargaði Gerrard frá glæpamanni

Faðir Steven Gerrard hefur gefið það upp að forhertur glæpamaður hafi ofsótt son sinn árið 2001. Gerrard leitaði til lögreglu og fékk aukna öryggisgæslu frá Liverpool í kjölfarið, en það var ekki fyrr en hann leitaði til "reddara" sem hann fékk frið frá glæpamanninum.

Þetta er móðgun við stuðningsmenn Liverpool

Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur látið eiganda félagsins Tom Hicks heyra það eftir það lak í fjölmiðla í gær að eigandinn hefði ritað Parry bréf og krafist afsagnar hans.

Valur mætir NSÍ á morgun

Á morgun mæta Íslandsmeistarar Vals færeysku meisturunum í NSÍ í árlegum leik um Atlantic bikarinn í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi og hefst klukkan 14:30. Aðgangur verður ókeypis.

Nýr bolti í Landsbankadeildinni

Öll lið í Landsbankadeild karla og kvenna fá þessa dagana afhentan vandaðan bolta sérmerktan Landsbankadeildinni.

Eiður Smári Guðjohnsen

Á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands (með yngri landsliðum), yngsti leikmaður efstu deildar á Íslandi og yngsti atvinnumaður Íslands er hann samdi við PSV Eindhoven sextán ára gamall og lék síðar með Ronaldo í framlínu liðsins.

Bayern München áfram eftir ótrúlegan leik

Getafe og Bayern München gerðu 3-3 jafntefli í framlengdum leik í átta liða úrslitum í UEFA bikarsins. Bayern kemst því áfram í undanúrslit á fleiri mörkum á útivallarmörkum eftir ótrúlega spennandi og dramatískan leik.

Amauri á leið til Juventus

Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að Juventus hafi komist að heiðursmannasamkomulagi um kaup á Amauri, leikmanni Palermo, í sumar.

Chelsea ekki nægilega skemmtilegt

Peter Kenyon segir að leikstíll Chelsea sé ekki nægilega áhorfendavænn. Kenyon hrósar Avram Grant fyrir að hafa náð að koma Chelsea í undanúrslit Meistaradeildarinnar en segir að enn sé mikið verk óunnið.

GIF Sundsvall tapaði aftur

Leikið var í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni.

Voronin vill vera áfram

Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Voronin segist ekki vera ósáttur hjá Liverpool. Hann kom til félagsins frá þýska liðinu Bayer Leverkusen síðasta sumar á frjálsri sölu en hefur ekki unnið sér fast sæti hjá liðinu.

Ballotta er ekki hættur

Markvörðurinn Marco Ballotta hjá Lazio er ekkert á þeim buxunum að hætta knattspyrnuiðkun þó hann sé orðinn 44 ára gamall.

Mascherano tekur út þriggja leikja bann

Argentínumaðurinn Javier Mascherano spilar ekki með Liverpool gegn Blackburn um helgina eftir að aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði áfrýjun félagsins frá.

Sjá næstu 50 fréttir