Fleiri fréttir Helgi framlengir við Val Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Val og gildir sá samningur til 2010. Helgi gekk til liðs við Hlíðarendapilta fyrir þetta tímabil og hefur gengið vel í sumar, en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar að svo stöddu. Helgi verður 35 ára þegar samningurinn rennur út. 9.8.2007 15:20 Nicolau Casaus látinn Nicolau Casaus, fyrrverandi varaforseti Barcelona er látinn, 94 ára að aldri. Í virðingarskyni fyrir Casaus verður öllum fánum liðsins flaggað í hálfa stöng í dag. Minningarathöfn þessa sterka persónuleika verður haldin á hádegi á morgun við Tanatorio de Les Corts í Barcelona. 9.8.2007 15:03 Liverpool á eftir markverði Lens Liverpool er í viðræðum við franska lið Lens um kaup á markverðinum Charles Itandje, og þar með greiða leið Scott Carson sem vill fara á lánssamning hjá Aston Villa út tímabilið. Liverpool ætlar að reyna að fá hinn 24 ára Itandje áður en liðið leikur við Toulouse í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. 9.8.2007 14:38 Barton gæti átt von á allt að fimm ára fangelsi Joey Barton, miðjumaður Newcastle, lýsti sig saklausan í réttarsal í dag, en hann er ákærður fyrir að berja Ousmane Dabo, fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá Manchester City á æfingu. Barton var kærður fyrir líkamsárás og gæti átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Atvikið átti sér stað þann 1. maí síðasliðinn og var Barton sektaður af félaginu og að lokum seldur til Newcastle. 9.8.2007 14:32 Aston Villa ætlar að fá Scott Carson Aston Villa er nú við það að klófesta enska landsliðsmarkvörðinn Scott Carson út tímabilið á lánssamning frá Liverpool. Aston Villa hefur verið að leita að markverði, en aðalmarkvörður liðsins, Thomas Sörensen, er meiddur og hefur ekki ennþá skrifað undir nýjan samning við félagið. 9.8.2007 14:20 Real kaupir Robben Arjen Robben er genginn til liðs við Real Madrid. Þessu halda spænskir fjölmiðlar fram í dag. Þeir greina einnig frá því að Robben verði kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins seinna í dag ásamt Hollendingnum Royston Drenthe sem Real keypti á dögunum. 9.8.2007 13:33 Chelsea missir af undrabarni AC Milan hefur klófest brasilíska undrabarnið Alexandre Pato sem um langt skeið hefur verið eitt eftirsóttasta ungstirnið í knattspyrnuheiminum. Chelsea var lengi á höttunum eftir piltinum sem er 17 ára gamall og kemur frá Internacional Porto Alegre. 9.8.2007 13:13 Rooney með tvö í gær Manchester United lék í tvo vináttuleiki í gærkvöld. Ellefu leikmönnum var stillt upp gegn Norður-Írska liðinu Glentoran, sem faðir Alex Ferguson lék eitt sinn með, og öðrum ellefu var stillt upp gegn skoska liðinu Dunfermline. United vann báða leikina. 9.8.2007 11:35 Björgólfur spurður um Hafskip og Rússland Blaðamaður breska vikublaðsins The Observer er staddur á landinu þessa stundina vegna ítarlegrar úttektar sem blaðið vinnur nú að um Björgólf Guðmundsson, aðaleiganda West Ham. 9.8.2007 10:14 Undir smásjá Viking í Noregi Norska liðið Viking í Stavangri hefur vakandi auga á Sverri Garðarssyni, leikmanni FH. Egil Østenstad, yfirmaður knattspyrnumála, vildi sem minnst segja um málið við norska fjölmiðla í gær. „Ég veit hver hann er en það er ekki þar með sagt að við höfum áhuga á honum,“ sagði Østenstad. 9.8.2007 06:00 Markalausir í 341 mínútu Víkingar vonast til þess að finna loksins leið framhjá Fylkisvörninni í leik liðanna í 12. umferð Landsbankadeildar karla í kvöld. Víkingar hafa leikið þrjá deildarleiki í röð og samtals í 341 mínútu án þess að ná að skora hjá Árbæingum. 9.8.2007 05:00 Þægilegir heimasigrar Breiðablik og Keflavík unnu heimasigra í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi. Blikastúlkur sendu leikmenn Þórs/KA stigalausa heim norður á Akureyri eftir 2-0 sigur. Greta Mjöll Samúelsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu fyrir Blika. 9.8.2007 04:30 Höfuðkúpubrotnaði í Danmörku Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson í Keflavík verður ekki með sínum mönnum í kvöld er liðið tekur á móti Breiðabliki í Landsbankadeild karla. Hann höfuðkúpubrotnaði á tveimur stöðum í Evrópuleiknum gegn Midtjylland ytra í síðustu viku. Læknar segja að hann verði frá í um fjórar vikur en hann vonast til að komast fyrr af stað. 9.8.2007 03:15 Skelfilegt gengi suður með sjó Blikar sækja í kvöld Keflvíkinga heim í 12. umferð Landsbankadeildar karla en þeir hafa ekki sótt þrjú stig suður með sjó síðan 15. júní 1983 eða í rúmlega 24 ár. 9.8.2007 03:00 Tryggvi orðinn markahæstur Fótbolti Tryggvi Guðmundsson varð í gær markahæsti leikmaður íslensks liðs í Evrópukeppnum frá upphafi. Markið sem Tryggvi skoraði í gær var hans sjötta í Evrópukeppni en fyrir leikinn höfðu hann og fjórir aðrir skorað fimm mörk í Evrópu. 9.8.2007 02:15 Eins og þrír erfiðir landsleikir Í dag klukkan 13 mæta Íslandsmeistarar Vals finnska liðinu FC Honka Espoo í fyrstu umferð Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Riðill Vals verður leikinn í Færeyjum og klárast á þriðjudaginn kemur. 9.8.2007 01:15 Útlitið dökkt í Vesturbænum Valur vann í gær þrjú dýrmæt stig á KR-vellinum og hélt þar með pressu á FH á toppi Landsbankadeildarinnar. KR situr enn á botni deildarinnar og virðast þjálfaraskiptin lítinn árangur hafa borið. 9.8.2007 01:00 Í heildina erum við með jafn gott lið Evrópuævintýri Íslandsmeistara FH er lokið í ár eftir 4-2 tap samanlagt gegn hvítrússneska liðinu BATE. Síðari leiknum í gær lyktaði með 1-1 jafntefli þar sem Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir úr víti í fyrri hálfleik sem hann fékk sjálfur, en BATE jafnaði metin á lokamínútunni þegar FH freistaði þess að sækja annað mark. 9.8.2007 00:45 Veigar lagði upp eitt mark í 3-0 sigri Stabæk Veigar Páll Gunnarsson lagði upp fyrsta mark Stabæk sem bar sigurorð af Tromsö, 3-0, á heimavelli í fjórðu umferð norsku bikarkeppninnar í kvöld. Daniel Nanneskog skoraði tvö mörk fyrir Stabæk og Somen Tchoyi eitt. 8.8.2007 19:39 Ronaldo verður tilbúinn þegar tímabilið byrjar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, segir að brasilíski snillingurinn Ronaldo verði búinn að ná sér af meiðslum áður en tímabilið byrjar á Ítalíu. Ronaldo hefur verið meiddur síðan í lok síðasta tímabils og hefur ekki tekið þátt í neinum leikjum á undirbúningstímabili liðsins. 8.8.2007 18:56 Valencia að tryggja sér Zigic? Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur spænska liðið Valencia náð samkomulagi um kaup á hávaxna framherjanum Nikola Zigic frá Racing Santander. Talið er að umsamið verð á leikmanninum sé um 10,1 milljón punda. Fleiri félög hafa sýnt þessum serbneska landsliðsmanni áhuga, þ.á.m. Manchester City, Werder Bermen og Fenerbache. 8.8.2007 18:40 FH dottið úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu FH féll í dag úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa gert 1-1 jafntefli FC Bate í Hvíta-Rússlandi í dag. FH-ingar töpuðu fyrri leiknum í Kaplakrika 3-1 og samanleg staða því 4-2 fyrir FC Bate. Tryggvi Guðmundsson skoraði mark FH úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Platonov jafnaði fyrir heimamenn undir lok leiksins. Auðun Helgason fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. 8.8.2007 18:02 Gunnlaugur: Eyðileggjum titilvonir Valsmanna í kvöld Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði KR, segir í samtali við Vísi að gott andrúmsloft sé í herbúðum liðsins fyrir komandi átök í fallbaráttu Landsbankadeildarinnar. KR-ingar mæta Valsmönnum á heimavelli í kvöld og greinilegt að leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið þar sem Valsmenn eru í harðri toppbaráttu í deildinni, en KR situr á botni deildarinnar. 8.8.2007 16:56 Campbell tilbúinn ef að kallið kemur frá McClaren Sol Campbell, varnarmaður Portsmouth, greindi frá því í gær að hann muni glaður svara kallinu ef að Steve McClaren muni óska eftir þjónustu hans í enska landsliðinu aftur. Campbell var sár eftir að honum var tilkynnt fyrir ári að hann væri dottinn úr landsliðshópnum, en McClaren las skilaboðin inn á talhólfið hans. 8.8.2007 16:11 Eiður Smári og Messi æfðu í gær - Eiður aðeins í 15 mínútur Eiður Smári Guðjohnsen æfði í gær á æfingasvæði Barcelona með Lionel Messi en þetta var fyrsta æfing Messi eftir þáttöku hans í Suður-Ameríkubikarnum í sumar. Þeir tóku létta æfingu þar sem þeir hlupu með bolta, æfðu sendingar og gerðu stuttar þolæfingar. Eiður Smári æfði þó aðeins í 15 mínútur þar sem hann er að jafna sig af hnémeiðslum, en Messi æfði einn í kjölfarið. 8.8.2007 15:39 Shay Given missir af byrjun tímabilsins Shay Given, markvörður Newcastle, mun missa af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar vegna meiðsla. Given meiddist í vináttuleik við Sampdoria um síðustu helgi en ekki er enn vitað hversu slæm meiðslin eru, en talið er að meiðslin séu svipuð og hann átti í erfiðleikum með á síðustu leiktíð. 8.8.2007 14:51 Keane keypti dýrasta markvörð Bretlands Skotinn Craig Gordon varð í gær dýrasti markmaður Bretlandseyja og þriðji dýrasti markmaður í heimi þegar hann gekk til liðs við Sunderland frá Hearts í Skotlandi. 8.8.2007 13:30 Mikið í húfi fyrir KR og Val Tólfta umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með sannkölluðum stórleik. Þá tekur KR á móti Val en gríðarlega mikið er í húfi fyrir bæði lið. 8.8.2007 13:21 Fótboltamenn fluttir á sjúkrahús með niðurgang Fjórir leikmenn Norwich voru fluttir á sjúkrahús í gær eftir að fengið heiftarlega matareitrun í grillveislu sem eigandi liðsins, stjörnukokkurinn Delia Smith, stóð fyrir. 8.8.2007 11:43 Liverpool á eftir Brassa Spænskir fjölmiðlar segja frá því í dag að Liverpool hafi bæst í kapphlaupið um að klófesta brasilíska bakvörðinn Cicinho 8.8.2007 10:08 Robben færist nær Real Svo virðist sem félagaskipti Arjen Robben frá Chelsea til Real Madrid gangi í gegn eftir allt saman. Samkvæmt The Daily Telegraph hefur Real nú lagt 22.5 milljón punda tilboð á borðið. 8.8.2007 09:26 Sunderland kaupir markvörð fyrir metfé Sunderland hefur náð samkomulagi við skoska landsliðsmarkvörðinn Craig Gordon. Sunderland borgar Hearts níu milljónir punda fyrir leikmanninn sem er hæsta upphæð sem að lið á Bretlandseyjum hefur borgað fyrir markvörð. Þetta er einnig hæsta upphæð sem að Sunderland hefur borgað fyrir leikmann í sögu félagsins. 7.8.2007 21:49 Playboystúlka á Anfield Búlgarski U21 landsliðsmaðurinn Nikolay Mihaylov sem gekk til liðs við Liverpool í síðasta mánuði er kannski ekki þekktur fyrir að skora hjá andstæðingunum enda er hann markvörður. Hann er hins vegar mest þekktur fyrir að skora hjá kærustu sinni, Nikoleta Lozanova, enda var hún Leikfélagi ársins hjá Playboy í Búlgaríu árið 2006. 7.8.2007 21:25 Pesic hættur hjá Fram Stjórn Fram og Igor Pesic hafa komist að þeirri niðurstöðu að rifta samningi leikmannsins. Pesic hefur því lokið leik með Fram en hann kom til liðsins frá ÍA fyrir þetta leiktímabil. Hann lék níu leiki fyrir Fram í sumar og klúðraði meðal annars tveimur vítaspyrnum. Fram er í næstneðsta sæti Landsbankadeildarinnar með átta stig eftir 11 leiki. Félagið hefur fengið til sín tvo útlendinga á síðustu dögum, Nígeríumann og Dana. 7.8.2007 20:14 Solskjær ánægður með að fá Tevez til United Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, framherji Manchester United, segir að leikmenn liðsins séu mjög spenntir fyrir að fá Argentínumanninn Carlos Tevez til liðsins. Tevez bíður nú eftir að hann verði löglegur með liðinu og vonast er til að hann geti spilað gegn Reading á sunnudaginn. 7.8.2007 19:53 Aston Villa hefur viðræður við Gordon á morgun Skoska liðið Hearts hefur samþykkt tilboð frá Aston Villa í markvörðinn Craig Gordon og mun leikmaðurinn hefja samningsviðræður við Martin O´Neill, framkvæmdastjóra Aston Villa á morgun. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda. 7.8.2007 16:40 Mido: Þrjú lið á eftir mér Framherjinn sterki hjá Tottenham, Mido, segir í viðtali við The Daily Mail í dag að þrjú lið séu á höttunum eftir honum. 7.8.2007 16:37 Biðlar til stuðningsmanna um að hætta að syngja níðvísur Þjálfari skoska liðsins Glagow Rangers, Ally McCoist, biðlaði í dag til stuðningsmanna liðsins um að hætta að syngja níðvísur um kaþólikka. 7.8.2007 16:12 Erikson setur Mills, Dabo og Dickov á sölulista Sven-Göran Eriksson, framkvæmdastjóri Manchester City, segist vera tilbúinn að skoða tilboð sem berast í leikmennina Danny Mills, Ousmane Dabo og Paul Dickov. Erikson hefur fengið átta leikmenn til liðsins síðan hann tók við stjórn liðsins í júlí og ætlar losa sig við þremenningana þar sem hann telur þá ekki hafa það sem þarf til að koma liðinu í fremstu röð. 7.8.2007 16:09 Settu þitt mark á 4 4 2 4 4 2 með Guðna Bergs er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Íslandi. Þátturinn verður á dagskrá öll laugardagskvöld og hefst skömmu eftir að flautað er til leiksloka í síðasta laugardagsleiknum. 7.8.2007 16:00 Máli Tevez seinkar enn Enn dragast félagaskipti Carlos Tevez í Manchester United á langinn. Talið var að frá þeim yrði gengið í dag og að Tevez gæti leikið með sínu nýja liði gegn Reading í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag. Sky Sports greindi frá því rétt í þessu að af því verði ekki og Tevez verði ekki löglegur með United um næstu helgi. 7.8.2007 15:07 Heinze ákveðinn í að komast frá United - Fer fyrir úrskurðarnefnd Argentínski bakvörðurinn Gabriel Heinze hefur farið fram á það að hann fái að flytja mál sitt frammi fyrir úrskurðarnefnd ensku úrvalsdeildarinnar, en Heinze vill komast frá Manchester United og ganga til liðs við Liverpool. 7.8.2007 14:38 Leroy Lita meiddist í rúminu Leroy Lita, framherji Reading, er nú í kapphlaupi við tímann svo að hann geti spilað fyrsta leik félagsins á tímabilinu gegn Manchester United á sunnudaginn. Lita er meiddur á fæti, en það er ekki vitað hvað er að honum. Hann vaknaði í rúminu sínu á sunnudaginn og var þá sárkvalinn. 7.8.2007 14:29 West Bromwich Albion kaupir Morrison frá Middlesbrough West Bromwich Albion hefur keypt miðjumanninn James Morrison frá Middlesbrough á 1,5 milljónir punda, en kaupverðið gæti hækkað í 2,2 milljónir punda. Morrison, sem er 21 árs gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning við West Bromwich. 7.8.2007 14:18 Eggert Magnússon í viðtali við Guardian Eggert Magnússon, stjórnarformaður knattspyrnuliðsins West Ham, segir að þær tölur sem hafi verið nefndar varðandi launagreiðslur liðsins til leikmanna hafi verið slitnar úr öllu samhengi. Í viðtali við breska blaðið Gurdian hafnar hann þeirri gagnrýni að leikmenn fái of mikið greitt. 7.8.2007 11:04 Sjá næstu 50 fréttir
Helgi framlengir við Val Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Val og gildir sá samningur til 2010. Helgi gekk til liðs við Hlíðarendapilta fyrir þetta tímabil og hefur gengið vel í sumar, en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar að svo stöddu. Helgi verður 35 ára þegar samningurinn rennur út. 9.8.2007 15:20
Nicolau Casaus látinn Nicolau Casaus, fyrrverandi varaforseti Barcelona er látinn, 94 ára að aldri. Í virðingarskyni fyrir Casaus verður öllum fánum liðsins flaggað í hálfa stöng í dag. Minningarathöfn þessa sterka persónuleika verður haldin á hádegi á morgun við Tanatorio de Les Corts í Barcelona. 9.8.2007 15:03
Liverpool á eftir markverði Lens Liverpool er í viðræðum við franska lið Lens um kaup á markverðinum Charles Itandje, og þar með greiða leið Scott Carson sem vill fara á lánssamning hjá Aston Villa út tímabilið. Liverpool ætlar að reyna að fá hinn 24 ára Itandje áður en liðið leikur við Toulouse í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. 9.8.2007 14:38
Barton gæti átt von á allt að fimm ára fangelsi Joey Barton, miðjumaður Newcastle, lýsti sig saklausan í réttarsal í dag, en hann er ákærður fyrir að berja Ousmane Dabo, fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá Manchester City á æfingu. Barton var kærður fyrir líkamsárás og gæti átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Atvikið átti sér stað þann 1. maí síðasliðinn og var Barton sektaður af félaginu og að lokum seldur til Newcastle. 9.8.2007 14:32
Aston Villa ætlar að fá Scott Carson Aston Villa er nú við það að klófesta enska landsliðsmarkvörðinn Scott Carson út tímabilið á lánssamning frá Liverpool. Aston Villa hefur verið að leita að markverði, en aðalmarkvörður liðsins, Thomas Sörensen, er meiddur og hefur ekki ennþá skrifað undir nýjan samning við félagið. 9.8.2007 14:20
Real kaupir Robben Arjen Robben er genginn til liðs við Real Madrid. Þessu halda spænskir fjölmiðlar fram í dag. Þeir greina einnig frá því að Robben verði kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins seinna í dag ásamt Hollendingnum Royston Drenthe sem Real keypti á dögunum. 9.8.2007 13:33
Chelsea missir af undrabarni AC Milan hefur klófest brasilíska undrabarnið Alexandre Pato sem um langt skeið hefur verið eitt eftirsóttasta ungstirnið í knattspyrnuheiminum. Chelsea var lengi á höttunum eftir piltinum sem er 17 ára gamall og kemur frá Internacional Porto Alegre. 9.8.2007 13:13
Rooney með tvö í gær Manchester United lék í tvo vináttuleiki í gærkvöld. Ellefu leikmönnum var stillt upp gegn Norður-Írska liðinu Glentoran, sem faðir Alex Ferguson lék eitt sinn með, og öðrum ellefu var stillt upp gegn skoska liðinu Dunfermline. United vann báða leikina. 9.8.2007 11:35
Björgólfur spurður um Hafskip og Rússland Blaðamaður breska vikublaðsins The Observer er staddur á landinu þessa stundina vegna ítarlegrar úttektar sem blaðið vinnur nú að um Björgólf Guðmundsson, aðaleiganda West Ham. 9.8.2007 10:14
Undir smásjá Viking í Noregi Norska liðið Viking í Stavangri hefur vakandi auga á Sverri Garðarssyni, leikmanni FH. Egil Østenstad, yfirmaður knattspyrnumála, vildi sem minnst segja um málið við norska fjölmiðla í gær. „Ég veit hver hann er en það er ekki þar með sagt að við höfum áhuga á honum,“ sagði Østenstad. 9.8.2007 06:00
Markalausir í 341 mínútu Víkingar vonast til þess að finna loksins leið framhjá Fylkisvörninni í leik liðanna í 12. umferð Landsbankadeildar karla í kvöld. Víkingar hafa leikið þrjá deildarleiki í röð og samtals í 341 mínútu án þess að ná að skora hjá Árbæingum. 9.8.2007 05:00
Þægilegir heimasigrar Breiðablik og Keflavík unnu heimasigra í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi. Blikastúlkur sendu leikmenn Þórs/KA stigalausa heim norður á Akureyri eftir 2-0 sigur. Greta Mjöll Samúelsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu fyrir Blika. 9.8.2007 04:30
Höfuðkúpubrotnaði í Danmörku Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson í Keflavík verður ekki með sínum mönnum í kvöld er liðið tekur á móti Breiðabliki í Landsbankadeild karla. Hann höfuðkúpubrotnaði á tveimur stöðum í Evrópuleiknum gegn Midtjylland ytra í síðustu viku. Læknar segja að hann verði frá í um fjórar vikur en hann vonast til að komast fyrr af stað. 9.8.2007 03:15
Skelfilegt gengi suður með sjó Blikar sækja í kvöld Keflvíkinga heim í 12. umferð Landsbankadeildar karla en þeir hafa ekki sótt þrjú stig suður með sjó síðan 15. júní 1983 eða í rúmlega 24 ár. 9.8.2007 03:00
Tryggvi orðinn markahæstur Fótbolti Tryggvi Guðmundsson varð í gær markahæsti leikmaður íslensks liðs í Evrópukeppnum frá upphafi. Markið sem Tryggvi skoraði í gær var hans sjötta í Evrópukeppni en fyrir leikinn höfðu hann og fjórir aðrir skorað fimm mörk í Evrópu. 9.8.2007 02:15
Eins og þrír erfiðir landsleikir Í dag klukkan 13 mæta Íslandsmeistarar Vals finnska liðinu FC Honka Espoo í fyrstu umferð Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Riðill Vals verður leikinn í Færeyjum og klárast á þriðjudaginn kemur. 9.8.2007 01:15
Útlitið dökkt í Vesturbænum Valur vann í gær þrjú dýrmæt stig á KR-vellinum og hélt þar með pressu á FH á toppi Landsbankadeildarinnar. KR situr enn á botni deildarinnar og virðast þjálfaraskiptin lítinn árangur hafa borið. 9.8.2007 01:00
Í heildina erum við með jafn gott lið Evrópuævintýri Íslandsmeistara FH er lokið í ár eftir 4-2 tap samanlagt gegn hvítrússneska liðinu BATE. Síðari leiknum í gær lyktaði með 1-1 jafntefli þar sem Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir úr víti í fyrri hálfleik sem hann fékk sjálfur, en BATE jafnaði metin á lokamínútunni þegar FH freistaði þess að sækja annað mark. 9.8.2007 00:45
Veigar lagði upp eitt mark í 3-0 sigri Stabæk Veigar Páll Gunnarsson lagði upp fyrsta mark Stabæk sem bar sigurorð af Tromsö, 3-0, á heimavelli í fjórðu umferð norsku bikarkeppninnar í kvöld. Daniel Nanneskog skoraði tvö mörk fyrir Stabæk og Somen Tchoyi eitt. 8.8.2007 19:39
Ronaldo verður tilbúinn þegar tímabilið byrjar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, segir að brasilíski snillingurinn Ronaldo verði búinn að ná sér af meiðslum áður en tímabilið byrjar á Ítalíu. Ronaldo hefur verið meiddur síðan í lok síðasta tímabils og hefur ekki tekið þátt í neinum leikjum á undirbúningstímabili liðsins. 8.8.2007 18:56
Valencia að tryggja sér Zigic? Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur spænska liðið Valencia náð samkomulagi um kaup á hávaxna framherjanum Nikola Zigic frá Racing Santander. Talið er að umsamið verð á leikmanninum sé um 10,1 milljón punda. Fleiri félög hafa sýnt þessum serbneska landsliðsmanni áhuga, þ.á.m. Manchester City, Werder Bermen og Fenerbache. 8.8.2007 18:40
FH dottið úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu FH féll í dag úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa gert 1-1 jafntefli FC Bate í Hvíta-Rússlandi í dag. FH-ingar töpuðu fyrri leiknum í Kaplakrika 3-1 og samanleg staða því 4-2 fyrir FC Bate. Tryggvi Guðmundsson skoraði mark FH úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Platonov jafnaði fyrir heimamenn undir lok leiksins. Auðun Helgason fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. 8.8.2007 18:02
Gunnlaugur: Eyðileggjum titilvonir Valsmanna í kvöld Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði KR, segir í samtali við Vísi að gott andrúmsloft sé í herbúðum liðsins fyrir komandi átök í fallbaráttu Landsbankadeildarinnar. KR-ingar mæta Valsmönnum á heimavelli í kvöld og greinilegt að leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið þar sem Valsmenn eru í harðri toppbaráttu í deildinni, en KR situr á botni deildarinnar. 8.8.2007 16:56
Campbell tilbúinn ef að kallið kemur frá McClaren Sol Campbell, varnarmaður Portsmouth, greindi frá því í gær að hann muni glaður svara kallinu ef að Steve McClaren muni óska eftir þjónustu hans í enska landsliðinu aftur. Campbell var sár eftir að honum var tilkynnt fyrir ári að hann væri dottinn úr landsliðshópnum, en McClaren las skilaboðin inn á talhólfið hans. 8.8.2007 16:11
Eiður Smári og Messi æfðu í gær - Eiður aðeins í 15 mínútur Eiður Smári Guðjohnsen æfði í gær á æfingasvæði Barcelona með Lionel Messi en þetta var fyrsta æfing Messi eftir þáttöku hans í Suður-Ameríkubikarnum í sumar. Þeir tóku létta æfingu þar sem þeir hlupu með bolta, æfðu sendingar og gerðu stuttar þolæfingar. Eiður Smári æfði þó aðeins í 15 mínútur þar sem hann er að jafna sig af hnémeiðslum, en Messi æfði einn í kjölfarið. 8.8.2007 15:39
Shay Given missir af byrjun tímabilsins Shay Given, markvörður Newcastle, mun missa af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar vegna meiðsla. Given meiddist í vináttuleik við Sampdoria um síðustu helgi en ekki er enn vitað hversu slæm meiðslin eru, en talið er að meiðslin séu svipuð og hann átti í erfiðleikum með á síðustu leiktíð. 8.8.2007 14:51
Keane keypti dýrasta markvörð Bretlands Skotinn Craig Gordon varð í gær dýrasti markmaður Bretlandseyja og þriðji dýrasti markmaður í heimi þegar hann gekk til liðs við Sunderland frá Hearts í Skotlandi. 8.8.2007 13:30
Mikið í húfi fyrir KR og Val Tólfta umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með sannkölluðum stórleik. Þá tekur KR á móti Val en gríðarlega mikið er í húfi fyrir bæði lið. 8.8.2007 13:21
Fótboltamenn fluttir á sjúkrahús með niðurgang Fjórir leikmenn Norwich voru fluttir á sjúkrahús í gær eftir að fengið heiftarlega matareitrun í grillveislu sem eigandi liðsins, stjörnukokkurinn Delia Smith, stóð fyrir. 8.8.2007 11:43
Liverpool á eftir Brassa Spænskir fjölmiðlar segja frá því í dag að Liverpool hafi bæst í kapphlaupið um að klófesta brasilíska bakvörðinn Cicinho 8.8.2007 10:08
Robben færist nær Real Svo virðist sem félagaskipti Arjen Robben frá Chelsea til Real Madrid gangi í gegn eftir allt saman. Samkvæmt The Daily Telegraph hefur Real nú lagt 22.5 milljón punda tilboð á borðið. 8.8.2007 09:26
Sunderland kaupir markvörð fyrir metfé Sunderland hefur náð samkomulagi við skoska landsliðsmarkvörðinn Craig Gordon. Sunderland borgar Hearts níu milljónir punda fyrir leikmanninn sem er hæsta upphæð sem að lið á Bretlandseyjum hefur borgað fyrir markvörð. Þetta er einnig hæsta upphæð sem að Sunderland hefur borgað fyrir leikmann í sögu félagsins. 7.8.2007 21:49
Playboystúlka á Anfield Búlgarski U21 landsliðsmaðurinn Nikolay Mihaylov sem gekk til liðs við Liverpool í síðasta mánuði er kannski ekki þekktur fyrir að skora hjá andstæðingunum enda er hann markvörður. Hann er hins vegar mest þekktur fyrir að skora hjá kærustu sinni, Nikoleta Lozanova, enda var hún Leikfélagi ársins hjá Playboy í Búlgaríu árið 2006. 7.8.2007 21:25
Pesic hættur hjá Fram Stjórn Fram og Igor Pesic hafa komist að þeirri niðurstöðu að rifta samningi leikmannsins. Pesic hefur því lokið leik með Fram en hann kom til liðsins frá ÍA fyrir þetta leiktímabil. Hann lék níu leiki fyrir Fram í sumar og klúðraði meðal annars tveimur vítaspyrnum. Fram er í næstneðsta sæti Landsbankadeildarinnar með átta stig eftir 11 leiki. Félagið hefur fengið til sín tvo útlendinga á síðustu dögum, Nígeríumann og Dana. 7.8.2007 20:14
Solskjær ánægður með að fá Tevez til United Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, framherji Manchester United, segir að leikmenn liðsins séu mjög spenntir fyrir að fá Argentínumanninn Carlos Tevez til liðsins. Tevez bíður nú eftir að hann verði löglegur með liðinu og vonast er til að hann geti spilað gegn Reading á sunnudaginn. 7.8.2007 19:53
Aston Villa hefur viðræður við Gordon á morgun Skoska liðið Hearts hefur samþykkt tilboð frá Aston Villa í markvörðinn Craig Gordon og mun leikmaðurinn hefja samningsviðræður við Martin O´Neill, framkvæmdastjóra Aston Villa á morgun. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda. 7.8.2007 16:40
Mido: Þrjú lið á eftir mér Framherjinn sterki hjá Tottenham, Mido, segir í viðtali við The Daily Mail í dag að þrjú lið séu á höttunum eftir honum. 7.8.2007 16:37
Biðlar til stuðningsmanna um að hætta að syngja níðvísur Þjálfari skoska liðsins Glagow Rangers, Ally McCoist, biðlaði í dag til stuðningsmanna liðsins um að hætta að syngja níðvísur um kaþólikka. 7.8.2007 16:12
Erikson setur Mills, Dabo og Dickov á sölulista Sven-Göran Eriksson, framkvæmdastjóri Manchester City, segist vera tilbúinn að skoða tilboð sem berast í leikmennina Danny Mills, Ousmane Dabo og Paul Dickov. Erikson hefur fengið átta leikmenn til liðsins síðan hann tók við stjórn liðsins í júlí og ætlar losa sig við þremenningana þar sem hann telur þá ekki hafa það sem þarf til að koma liðinu í fremstu röð. 7.8.2007 16:09
Settu þitt mark á 4 4 2 4 4 2 með Guðna Bergs er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Íslandi. Þátturinn verður á dagskrá öll laugardagskvöld og hefst skömmu eftir að flautað er til leiksloka í síðasta laugardagsleiknum. 7.8.2007 16:00
Máli Tevez seinkar enn Enn dragast félagaskipti Carlos Tevez í Manchester United á langinn. Talið var að frá þeim yrði gengið í dag og að Tevez gæti leikið með sínu nýja liði gegn Reading í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag. Sky Sports greindi frá því rétt í þessu að af því verði ekki og Tevez verði ekki löglegur með United um næstu helgi. 7.8.2007 15:07
Heinze ákveðinn í að komast frá United - Fer fyrir úrskurðarnefnd Argentínski bakvörðurinn Gabriel Heinze hefur farið fram á það að hann fái að flytja mál sitt frammi fyrir úrskurðarnefnd ensku úrvalsdeildarinnar, en Heinze vill komast frá Manchester United og ganga til liðs við Liverpool. 7.8.2007 14:38
Leroy Lita meiddist í rúminu Leroy Lita, framherji Reading, er nú í kapphlaupi við tímann svo að hann geti spilað fyrsta leik félagsins á tímabilinu gegn Manchester United á sunnudaginn. Lita er meiddur á fæti, en það er ekki vitað hvað er að honum. Hann vaknaði í rúminu sínu á sunnudaginn og var þá sárkvalinn. 7.8.2007 14:29
West Bromwich Albion kaupir Morrison frá Middlesbrough West Bromwich Albion hefur keypt miðjumanninn James Morrison frá Middlesbrough á 1,5 milljónir punda, en kaupverðið gæti hækkað í 2,2 milljónir punda. Morrison, sem er 21 árs gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning við West Bromwich. 7.8.2007 14:18
Eggert Magnússon í viðtali við Guardian Eggert Magnússon, stjórnarformaður knattspyrnuliðsins West Ham, segir að þær tölur sem hafi verið nefndar varðandi launagreiðslur liðsins til leikmanna hafi verið slitnar úr öllu samhengi. Í viðtali við breska blaðið Gurdian hafnar hann þeirri gagnrýni að leikmenn fái of mikið greitt. 7.8.2007 11:04