Útlitið dökkt í Vesturbænum 9. ágúst 2007 01:00 Baldur Aðalsteinsson átti frábæran leik í gær og fer hér framhjá Gunnlaugi Jónssyni án þess að hafa mikið fyrir því. MYND/valli KR-ingum mistókst að lyfta sér af botni Landsbankadeildarinnar er þeir töpuðu illa á heimavelli fyrir Val, 3-0. Ekki bar mikið á því að Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari KR, hafi náð að kalla fram miklar breytingar á leik KR-inga. Fyrstu fimmtán mínúturnar í leiknum voru afar fjörlegar þótt ekkert mark hafi komið. Björgólfur Takefusa átti tvö góð skot að marki áður en Valsmenn tóku öll völd á vellinum. Þá sér í lagi Baldur Aðalsteinsson sem lék varnarmenn KR grátt og átti nokkur góð skot að marki. Eftir eina stórsókn var Guðmundur Benediktsson felldur í teig heimamanna en ekkert var dæmt. Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari KR, hafði ekkert til að brosa fyrir í leikslok. Leikurinn róaðist eftir þetta og jafnræði var á liðunum þó Valsmenn hafi fengið betri færi. Gestirnir voru einfaldlega duglegri að spila boltanum á milli sín og skapa þannig færi á meðan sóknaraðgerðir KR-inga byggðust upp á einstaklingsframtaki og vonlitlum skottilraunum. Björgólfur var einnig áberandi í upphafi síðari hálfleiks en hann fékk afar gott skallafæri strax á 48. mínútu sem hann nýtti illa. Eftir það gerðist fátt markvert, leikurinn einkenndist af mikilli baráttu án þess að leikmenn sköpuðu sér almennilegt færi. Á 67. mínútu brotnaði ísinn loksins eftir vel útfærða hornspyrnu Valsmanna. Boltanum var rennt á Rene Carlsen sem skaut föstu skoti að marki. Baldur Aðalsteinsson breytti svo stefnu boltans og stýrði honum í markið. Baldur var aftur á ferð örskömmu síðar er hann skallaði í mark KR eftir góða aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar. Helgi Sigurðsson gerði svo endanlega út um leikinn á 82. mínútu er hann nýtti sér mistök Gunnlaugs Jónssonar. Hann ætlaði að senda boltann aftur á markvörðinn en Helgi komst inn í lausa sendinguna og lyfti boltanum í markið. Þar með voru úrslit leiksins ráðin og ljóst að Valsmenn halda spennu í toppbaráttunni og KR-ingar sitja sem fastast á botni deildarinnar. "Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, þannig lögðum við hann upp," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir leik. "Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en vantaði grimmd í teiginn og vorum við ákveðnir í að bæta úr því í síðari hálfleik. Það kom, þó seint hefði verið. En ég var annars mjög ánægður með okkar leik. Ég bjóst við að KR-ingar yrðu kraftmeiri og sókndjarfari leiknum. Þeir reyndu það en það gaf okkur vissa möguleika líka." Logi var vitanlega óánægður með frumraun sína með KR í deildinni. Hann skrifaði tapið á einbeitingarleysi sinna manna. "Einbeitingin hefur ekkert með sjálfstraustið að gera. Valsmenn skora úr tveimur föstum leikatriðum sem fer með leikinn fyrir okkur. Liðið stenst illa það mótlæti að fá á sig mark og verðum við að vinna með það." Hann vildi lítið segja um stöðu liðsins í deildinni og þess í stað einbeita sér að næsta leik. "Nú taka við æfingar og svo næsti leikur gegn Víkingi. Nú þurfum við að taka okkur saman í andlitinu og einbeita okkur að honum. En ég viðurkenni það fúslega að staðan er erfið." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
KR-ingum mistókst að lyfta sér af botni Landsbankadeildarinnar er þeir töpuðu illa á heimavelli fyrir Val, 3-0. Ekki bar mikið á því að Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari KR, hafi náð að kalla fram miklar breytingar á leik KR-inga. Fyrstu fimmtán mínúturnar í leiknum voru afar fjörlegar þótt ekkert mark hafi komið. Björgólfur Takefusa átti tvö góð skot að marki áður en Valsmenn tóku öll völd á vellinum. Þá sér í lagi Baldur Aðalsteinsson sem lék varnarmenn KR grátt og átti nokkur góð skot að marki. Eftir eina stórsókn var Guðmundur Benediktsson felldur í teig heimamanna en ekkert var dæmt. Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari KR, hafði ekkert til að brosa fyrir í leikslok. Leikurinn róaðist eftir þetta og jafnræði var á liðunum þó Valsmenn hafi fengið betri færi. Gestirnir voru einfaldlega duglegri að spila boltanum á milli sín og skapa þannig færi á meðan sóknaraðgerðir KR-inga byggðust upp á einstaklingsframtaki og vonlitlum skottilraunum. Björgólfur var einnig áberandi í upphafi síðari hálfleiks en hann fékk afar gott skallafæri strax á 48. mínútu sem hann nýtti illa. Eftir það gerðist fátt markvert, leikurinn einkenndist af mikilli baráttu án þess að leikmenn sköpuðu sér almennilegt færi. Á 67. mínútu brotnaði ísinn loksins eftir vel útfærða hornspyrnu Valsmanna. Boltanum var rennt á Rene Carlsen sem skaut föstu skoti að marki. Baldur Aðalsteinsson breytti svo stefnu boltans og stýrði honum í markið. Baldur var aftur á ferð örskömmu síðar er hann skallaði í mark KR eftir góða aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar. Helgi Sigurðsson gerði svo endanlega út um leikinn á 82. mínútu er hann nýtti sér mistök Gunnlaugs Jónssonar. Hann ætlaði að senda boltann aftur á markvörðinn en Helgi komst inn í lausa sendinguna og lyfti boltanum í markið. Þar með voru úrslit leiksins ráðin og ljóst að Valsmenn halda spennu í toppbaráttunni og KR-ingar sitja sem fastast á botni deildarinnar. "Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, þannig lögðum við hann upp," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir leik. "Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en vantaði grimmd í teiginn og vorum við ákveðnir í að bæta úr því í síðari hálfleik. Það kom, þó seint hefði verið. En ég var annars mjög ánægður með okkar leik. Ég bjóst við að KR-ingar yrðu kraftmeiri og sókndjarfari leiknum. Þeir reyndu það en það gaf okkur vissa möguleika líka." Logi var vitanlega óánægður með frumraun sína með KR í deildinni. Hann skrifaði tapið á einbeitingarleysi sinna manna. "Einbeitingin hefur ekkert með sjálfstraustið að gera. Valsmenn skora úr tveimur föstum leikatriðum sem fer með leikinn fyrir okkur. Liðið stenst illa það mótlæti að fá á sig mark og verðum við að vinna með það." Hann vildi lítið segja um stöðu liðsins í deildinni og þess í stað einbeita sér að næsta leik. "Nú taka við æfingar og svo næsti leikur gegn Víkingi. Nú þurfum við að taka okkur saman í andlitinu og einbeita okkur að honum. En ég viðurkenni það fúslega að staðan er erfið."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira