Íslenski boltinn

Helgi framlengir við Val

Mynd/Daníel R.

Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Val og gildir sá samningur til 2010. Helgi gekk til liðs við Hlíðarendapilta fyrir þetta tímabil og hefur gengið vel í sumar, en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar að svo stöddu. Helgi verður 35 ára þegar samningurinn rennur út.

„Já ég hef engar áhyggjur af því. Ég fíla mig mjög vel og er jafnvel í betra formi nú en fyrir nokkrum árum. Ef ég slepp þokkalega við meiðsli á ég alveg nokkur góð ár eftir, maður veit samt aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Helgi.

„Ég er mjög ánægður með að hafa farið í Val. Ég vissi náttúrulega að Valur er lið sem vill vera í toppbaráttunni og mun gera atlögu að titlum, það hefur gengið vel síðan ég kom og því er þetta fín niðurstaða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×