Fleiri fréttir Dudek myndi sætta sig við tréverkið hjá Real Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool segir að tilhugsunin um að sitja á varamannabekk myndi ekki aftra sér í að ganga í raðir Real Madrid á Spáni ef svo færi að félagið vildi fá sig í sínar raðir. Það var einmitt seta hans á varamannabekknum sem gerði það að verkum að hann vildi fara frá Liverpool. 19.6.2007 18:08 Langt í land í Suður-Afríku Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, segir að þó vel gangi að reisa knattspyrnuleikvanga fyrir HM 2010 í Suður-Afríku, sé enn mjög langt í land með að landið nái að uppfylla kröfur sambandsins varðandi gistingu og samgöngur til að fá að halda keppnina. 19.6.2007 16:59 Sheffield United þarf að bíða eftir úrskurði Sheffield United þarf að bíða þar til í lok júní eftir niðurstöðu frá úrskurðarnefnd, en eins og kunnugt er vill klúbburinn að dregin verði stig af West Ham fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Argentínumönnunum Javier Mascherano og Carlos Tevez. 19.6.2007 16:01 Aliadiere skrifar undir hjá Boro Samkvæmt Skysports hefur Frakkinn Jeremie Aliadiere skrifað undir samning hjá Middlesbrough. Middlesbrough náði samkomulagi við Arsenal um kaupverð á kappanum fyrr í sumar. 19.6.2007 15:39 Slúðrið á Englandi í dag Ensku slúðurblöðin eru full af góðum fréttum í dag eins og endranær og þar er m.a. að finna slúður um enska landsliðsmanninn Darren Bent hjá Charlton og að Chelsea og Arsenal séu að berjast um leikmann Valencia. Þá er sagt frá því að ensku landsliðsmennirnir sem giftu sig um helgina hafi allir tekið hlé frá hátíðarhöldunum til að sinna ákveðnu máli. 19.6.2007 12:54 Real Madrid - Þrír leikmenn á leiðinni Forráðamenn Real Madrid tilkynntu í dag að félagið væri búið að ganga frá kaupum á þýska landsliðsmanninum Christoph Metzelder frá Dortmund þar sem hann er með lausa samninga í sumar. Þá segir forseti spænska félagsins að þrír aðrir leikmenn séu á leið til Real í sumar. 19.6.2007 12:04 Suazo snerist hugur - Eto´o út úr myndinni Framherjinn David Suazo skipti heldur betur um skoðun í gær þegar hann gerði samning við AC Milan. Suazo, sem er landsliðsmaður Hondúras, var fyrir helgina sagður hafa gengið í raðir Inter Milan frá Cagliari eftir frábært tímabil í vetur þar sem hann skoraði 14 mörk. Forráðamenn Cagliari tilkynntu fyrir helgi að Inter væri þegar búið að kaupa hann, en nú hefur hann gengið í raðir erkifjendanna. 19.6.2007 11:55 Totti sáttur við sjálfan sig Francesco Totti hjá Roma var að vonum ánægður þegar hann var sæmdur gullskónum um helgina, en það eru verðlaun sem veitt eru markaskorara ársins í Evrópuknattspyrnunni. Totti gleymdi ekki að þakka sjálfum sér þegar hann var spurður út í heiðurinn. 19.6.2007 11:37 AC Milan: Eto´o er fyrsti kostur Varaformaður AC Milan, Adriano Galliani, hefur nú tilkynnt að framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona sé fyrsti kostur félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Þetta sagði hann á heimasíðu félagsins. Hann var spurður út í ummæli forseta félagsins á dögunum þar sem hann sagði að félagið ætlaði að næla aftur í Andriy Shevchenko og saðgði þá; "Við forsetinn höfum aldrei verið ósammála á síðustu 30 árum. Hver veit hvað gerist?" 19.6.2007 11:30 Koller hefur ekki áhuga á Englandi Tékkneski framherjinn Jan Koller hjá Mónakó í Frakklandi segist ekki hafa áhuga á að ganga til liðs við félag í enska boltanum, en hann hefur verið orðaður við Reading í breskum fjölmiðlum. Hinn hávaxni Koller lék lengst af ferlinum með Dortmund í Þýskalandi en er samningsbundinn Mónakó út næstu leiktíð. "Mig langaði einu sinni að leika á Englandi, en svo er ekki lengur. Ég ætla að virða samninginn við Mónakó," sagði hinn 34 ára gamli Koller. 19.6.2007 11:24 Quagliarella vill ólmur fara til Englands Framherjinn Fabio Quagliarella hjá Sampdoria segist ákafur vilja ganga í raðir Manchester United nú þegar sögusagnir ganga um að félagið hafi hækkað kauptilboð sitt í leikmanninn upp í 10 milljónir punda. "United er stórt félag og ég færi glaður til Englands ef af því yrði," sagði ítalski landsliðsmaðurinn í samtali við Gazzetta dello Sport dag. 19.6.2007 11:16 Mourinho: Chelsea mun eyða litlu í sumar Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að félagið verði sannarlega ekki á meðal þeirra sem eyða mestu fé til leikmannakaupa í sumar. Hann vill meina að þetta muni aðeins hjálpa liðinu í baráttunni um titilinn á næstu leiktíð, því þá verði minni pressa á liðinu. 19.6.2007 10:37 Reyes grátbiður um að fá að vera áfram í Madrid Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hefur nú enn á ný farið þess á leit við forráðamenn Real Madrid að þeir geri lánssamning hans að varanlegum samningi. Reyes var á lánssamningi hjá spænsku meisturunum í vetur frá Arsenal á Englandi, en vill alls ekki snúa aftur til Englands. Hann gegndi lykilhlutverki í leik liðsins um helgina þar sem það tryggði sér meistaratitilinn. 19.6.2007 10:33 Réttarhöldum vegna Tevez lýkur í dag Enska knattspyrnufélagið Sheffield United mun væntanlega komast að því í dag hvort áfrýjun félagsins á úrskurði ensku úrvalsdeildarinnar standi og félagið falli úr deildinni. Í dag fer fram síðari dagur réttarhalda vegna Argentínumannsins Carlos Tevez hjá West Ham. Forráðamenn Sheffield United heimta að liðið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni á þeim forsendum að West Ham hafi teflt fram ólöglegum leikmanni. 19.6.2007 10:29 Amerískur auðjöfur í viðræðum við Blackburn Ameríski auðjöfurinn Daniel Williams hefur staðfest að hann sé í viðræðum við forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn með hugsanlega yfirtöku í huga. Williams segir þó viðræður allar á frumstigi og allt of snemmt sé að tala um að verið sé að taka yfir félagið að svo stöddu - viðræður séu ekki komnar á það alvarlegt stig enn. Williams fer fyrir hópi fjárfesta sem hafa verið inni í myndinni með að taka yfir félagið síðan í mars sl. 19.6.2007 10:25 Jafnt í hálfleik á Skaganum Staðan í leik ÍA og Vals á Skaganum er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Valsmenn hafa verið heldur sterkari fyrstu 45 mínúturnar og Dennis Bo Mortensen kom liðinu yfir eftir aðeins fimm mínútur. Króatinn Dario Cingel jafnaði hinsvegar metin fyrir heimamenn skömmu fyrir leikhlé með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Áður höfðu Valsmenn átt stangarskot að marki heimamanna. 19.6.2007 20:46 ÍA - Valur í beinni á Sýn í kvöld Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þar sem Skagamenn taka á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar með 12 stig eftir 6 leiki en Skagamenn hafa 6 stig í 8. sætinu. 19.6.2007 18:15 Fram vinnur sinn fyrsta leik í Landsbankadeildinni Fram sigraði Fylki í kvöld í fyrsta leik 7. umferðar Landsbankadeildarinnar, 3-1. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Þetta var fyrsti sigur Framara í deildinni. 18.6.2007 21:12 Markalaust í hálfleik Það er kominn hálfleikur í leik Fram og Fylkis. Staðan er 0-0. Fram fékk vítaspyrnu fimm mínútum fyrir hlé, en Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Igor Pesic. Víðir Leifsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir um stundarfjórðungs leik vegna meiðsla, og var það Albert Brynjar Ingason sem tók hans stað. 18.6.2007 20:06 Eyjólfur skoraði fyrir GAIS Eyjólfur Héðinsson skoraði fyrir GAIS í 1-1 jafnteflisleik við Helsingborg í dag í efstu deild Svíþjóðar í dag. Jóhann Guðmundsson var einnig í byrjunarliði GAIS en var skipt út af í seinni hálfleik. 18.6.2007 18:54 McCabe bjartsýnn Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United, segir málið gegn West Ham gangi vel. Fyrsti dagurinn fyrir úrskurðarnefnd úrvalsdeildarinnar hefur gert hann mjög bjartsýnan og er hann viss um að Sheffield United verði í úrvalsdeildinni að ári. 18.6.2007 17:51 Totti fær gullskó Evrópu Ítalinn Francesco Totti hlaut gullskó Evrópu fyrir nýafstaðið tímabil. Totti skoraði 26 mörk fyrir Roma á tímabilinu, einu marki meira en Ruud Van Nistelrooy skoraði fyrir Real Madrid. 18.6.2007 16:59 Capello óviss með framtíð sína Fabio Capello veit ekki ennþá hvort að hann verði áfram hjá Real Madrid á næsta tímabili, þrátt fyrri að hafa unnið deildina með liðinu í gær. Það var í fyrsta sinn sem sem stórveldið frá Madrid vinnur deildina í fjögur ár. 18.6.2007 16:03 West Ham hafnar tilboði í Harewood West Ham hefur hafnað 3,5 milljón punda boði Birmingham í framherjann Marlon Harewood. West Ham er talið vilja fá 5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er eftirsóttur af öðrum liðum í úrvalsdeildinni. 18.6.2007 14:58 Enska knattspyrnusambandið kvartar vegna kynþáttahaturs Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér formlega kvörtun til UEFA, þar sem fram kemur að sambandið sé óánægt með framkomu áhorfenda Serbíu í leik Englands og Serbíu á EM U21. Áhorfendur öskruðu að varnarmanni Englands, Nedum Onuoha, með niðrandi hætti um hörundslit hans. 18.6.2007 14:29 Einn leikur í Landsbankadeild karla í kvöld Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Fram tekur á móti Fylki á Laugardalsvellinum klukkan 19:15, í fyrsta leik 7. umferðar Íslandsmótsins. 18.6.2007 14:09 Slúðrið í enska í dag Oft sem áður er ýmislegt á seyði í enska boltanum í dag. Benni McCarthy, Suður-afríski framherji Blackburn er á óskalista Chelsea, Shearer segir Allardyce þurfa nýja varnarmenn og Craig Bellamy gæti farið til Roma í skiptum fyrir Mancini. Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið sem BBC tók saman í morgun. 18.6.2007 10:12 Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Henry verði seldur Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Thierry Henry verði seldur frá félaginu fari það svo að Arsene Wenger ákveði að selja hann. Sterkur orðrómur hefur verið um að Wenger hafi hitt menn frá Barcelona á fundi í Paris í síðustu viku. 18.6.2007 10:00 Þrír efstir og jafnir með 7 Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri. 18.6.2007 03:30 Tölurnar tala Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Íslandsmeistarar FH hafa hæstu meðaleinkunn liða í deildinni, FH er með 6,22 í meðaleinkunn en aðeins FH og Keflavík er með yfir 6 í einkunn. Valur og Keflavík hafa sætaskipti sé einkunnagjöfin miðuð við stöðuna í deildinni. 18.6.2007 02:00 Real Madrid Spánarmeistari Real Madrid tryggði sér Spánartitilinn í kvöld með góðum sigri á Mallorca 3-1. José Antonio Reyes skoraði tvö mörk fyrir meistarana og Diarra eitt. Í hálfleik var staðan 0-1 fyrir Mallorca. 17.6.2007 20:48 Barcelona með aðra höndina á titlinum Eins og staðan er í hálfleik í síðustu umferð La Liga, verður það Barcelona sem hampar Spánartiltlinum í kvöld. Barcelona er að vinna Gimnastic 3-0 á meðan Real Madrid er að tapa gegn Mallorca 1-0. Carlos Pyuol, Lionel Messi og Ronaldinho skoruðu mörk Barcelona. Staðan í leik Sevilla og Villareal er 0-0. 17.6.2007 19:45 Spánn: Síðustu leikirnir að hefjast Síðustu leikir La Liga á Spáni eru að hefjast. Þrjú lið eiga möguleika á titlinum þetta árið. Real Madrid nægir að sigra Mallorca á heimavelli til að hreppa titilinn. Barcelona þarf að treysta á að Madrid tapi stigum á meðan þeir vinna Gimastic á útilvelli. 17.6.2007 18:59 Garðar með þrennu í stórsigri Norrköping Garðar B. Gunnlaugsson skoraði í dag þrennu fyrir lið sitt, Norrköping, í 6-2 sigri á Bunkeflo IF í næstefstu deild í Svíþjóð. Garðar skorað mörkin á 15 mínútna kafla, það fyrsta á 39. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Bunkeflo IF. 17.6.2007 17:20 Real Sociedad og Celta Vigo falla ásamt Gimnastic Real Sociedad og Celta Vigo eru fallin úr efstu deild á Spáni. Mikil spenna var á botninum og voru fimm lið sem gátu fallið í dag. Real Sociedad gerði 3-3 jafntefli við Valencia á útivelli en það dugði ekki til. 17.6.2007 16:56 Vieira segir vanta stöðugleika hjá Arsenal Patrick Vieira, leikmaður Inter og fyrrverandi leikmaður Arsenal segir að Arsenal vanti stöðugleika og að leikmenn liðsins þurfi að vita hver framtíð liðsins er. Mikið hefur verið rætt og skrifað um að Aresene Wenger hætti með liðið, en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum. 17.6.2007 16:07 Tevez áfram hjá West Ham? Talið er að Carlos Tevez sé alveg við það að skrifa undir nýjan samning við West Ham. Sagt er á erlendum netmiðlum að Eggert Magnússon ætli sér að gera allt til að halda Argentínumanninum hjá West Ham. 17.6.2007 15:00 Kanoute til Newcastle? Sam Allardyce er sagður vera að undirbúa tilboð í framherjann Fredi Kanoute hjá Sevilla. Með kaupunum er talið að Allardyce sé að finna staðgengil fyrir Michael Owen en Allardyce býst við að Owen yfirgefi félagið í sumar. 17.6.2007 14:37 Real meistari vinni það í kvöld Real Madrid og Barcelona eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina í La Liga á Spáni í kvöld. Vinni Real leikinn gegn Mallorca tryggja þeir sér titilinn þar sem það hefur betri innbyrðisviðureignir gegn Barcelona sem mætir botnliði Gimnastic. Ef bæði lið tapa getur Sevilla tryggt sér titilinn. 17.6.2007 12:00 Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum,“ sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. 17.6.2007 11:30 Spenntur fyrir Djurgården Rúrik Gíslason býst við því að sænska félagið Djurgården bjóði honum samning. Rúrik hefur verið á æfingum undir stjórn Sigurðar Jónssonar alla vikuna og lýst vel á félagið. 17.6.2007 09:45 Stefán með þrennu Stefán Gíslason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Lyn sem rótburstaði Brann 6-0 í gær. Brann situr á toppi deildarinnar en Lyn er komið upp í fimmta sæti. Stefán skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum en Indriði Sigurðsson lék einnig allan leikinn fyrir Lyn. 17.6.2007 08:45 Þetta var ótrúlegt „Mér líður mjög vel, þetta var ótrúlegt. Við höfðum reyndar allan tímann trú á því að við gætum unnið þetta lið,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Íslands eftir sigurinn gegn Frökkum í gær. 17.6.2007 08:30 Erum að skrá okkur í sögubækurnar Greta Mjöll Samúelsdóttir var brosmild eftir sigurinn gegn Frakklandi í gær. „Ég er í nettu sjokki, þetta er eitt besta afrek sem Ísland hefur unnið og ég held að við séum að skrá okkur í sögubækurnar,“ sagði Greta Mjöll. 17.6.2007 08:15 Eiður hefur ekkert sagt um United „Eiður hefur ekkert kvótað eitt eða neitt. Ég efast stórlega um að hann hafi sagt þetta,“ sagði Arnór Guðjohnsen um meint ummæli Eiðs Smára Guðjohnsen í enskum fjölmiðlum í gær. 17.6.2007 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Dudek myndi sætta sig við tréverkið hjá Real Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool segir að tilhugsunin um að sitja á varamannabekk myndi ekki aftra sér í að ganga í raðir Real Madrid á Spáni ef svo færi að félagið vildi fá sig í sínar raðir. Það var einmitt seta hans á varamannabekknum sem gerði það að verkum að hann vildi fara frá Liverpool. 19.6.2007 18:08
Langt í land í Suður-Afríku Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, segir að þó vel gangi að reisa knattspyrnuleikvanga fyrir HM 2010 í Suður-Afríku, sé enn mjög langt í land með að landið nái að uppfylla kröfur sambandsins varðandi gistingu og samgöngur til að fá að halda keppnina. 19.6.2007 16:59
Sheffield United þarf að bíða eftir úrskurði Sheffield United þarf að bíða þar til í lok júní eftir niðurstöðu frá úrskurðarnefnd, en eins og kunnugt er vill klúbburinn að dregin verði stig af West Ham fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Argentínumönnunum Javier Mascherano og Carlos Tevez. 19.6.2007 16:01
Aliadiere skrifar undir hjá Boro Samkvæmt Skysports hefur Frakkinn Jeremie Aliadiere skrifað undir samning hjá Middlesbrough. Middlesbrough náði samkomulagi við Arsenal um kaupverð á kappanum fyrr í sumar. 19.6.2007 15:39
Slúðrið á Englandi í dag Ensku slúðurblöðin eru full af góðum fréttum í dag eins og endranær og þar er m.a. að finna slúður um enska landsliðsmanninn Darren Bent hjá Charlton og að Chelsea og Arsenal séu að berjast um leikmann Valencia. Þá er sagt frá því að ensku landsliðsmennirnir sem giftu sig um helgina hafi allir tekið hlé frá hátíðarhöldunum til að sinna ákveðnu máli. 19.6.2007 12:54
Real Madrid - Þrír leikmenn á leiðinni Forráðamenn Real Madrid tilkynntu í dag að félagið væri búið að ganga frá kaupum á þýska landsliðsmanninum Christoph Metzelder frá Dortmund þar sem hann er með lausa samninga í sumar. Þá segir forseti spænska félagsins að þrír aðrir leikmenn séu á leið til Real í sumar. 19.6.2007 12:04
Suazo snerist hugur - Eto´o út úr myndinni Framherjinn David Suazo skipti heldur betur um skoðun í gær þegar hann gerði samning við AC Milan. Suazo, sem er landsliðsmaður Hondúras, var fyrir helgina sagður hafa gengið í raðir Inter Milan frá Cagliari eftir frábært tímabil í vetur þar sem hann skoraði 14 mörk. Forráðamenn Cagliari tilkynntu fyrir helgi að Inter væri þegar búið að kaupa hann, en nú hefur hann gengið í raðir erkifjendanna. 19.6.2007 11:55
Totti sáttur við sjálfan sig Francesco Totti hjá Roma var að vonum ánægður þegar hann var sæmdur gullskónum um helgina, en það eru verðlaun sem veitt eru markaskorara ársins í Evrópuknattspyrnunni. Totti gleymdi ekki að þakka sjálfum sér þegar hann var spurður út í heiðurinn. 19.6.2007 11:37
AC Milan: Eto´o er fyrsti kostur Varaformaður AC Milan, Adriano Galliani, hefur nú tilkynnt að framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona sé fyrsti kostur félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Þetta sagði hann á heimasíðu félagsins. Hann var spurður út í ummæli forseta félagsins á dögunum þar sem hann sagði að félagið ætlaði að næla aftur í Andriy Shevchenko og saðgði þá; "Við forsetinn höfum aldrei verið ósammála á síðustu 30 árum. Hver veit hvað gerist?" 19.6.2007 11:30
Koller hefur ekki áhuga á Englandi Tékkneski framherjinn Jan Koller hjá Mónakó í Frakklandi segist ekki hafa áhuga á að ganga til liðs við félag í enska boltanum, en hann hefur verið orðaður við Reading í breskum fjölmiðlum. Hinn hávaxni Koller lék lengst af ferlinum með Dortmund í Þýskalandi en er samningsbundinn Mónakó út næstu leiktíð. "Mig langaði einu sinni að leika á Englandi, en svo er ekki lengur. Ég ætla að virða samninginn við Mónakó," sagði hinn 34 ára gamli Koller. 19.6.2007 11:24
Quagliarella vill ólmur fara til Englands Framherjinn Fabio Quagliarella hjá Sampdoria segist ákafur vilja ganga í raðir Manchester United nú þegar sögusagnir ganga um að félagið hafi hækkað kauptilboð sitt í leikmanninn upp í 10 milljónir punda. "United er stórt félag og ég færi glaður til Englands ef af því yrði," sagði ítalski landsliðsmaðurinn í samtali við Gazzetta dello Sport dag. 19.6.2007 11:16
Mourinho: Chelsea mun eyða litlu í sumar Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að félagið verði sannarlega ekki á meðal þeirra sem eyða mestu fé til leikmannakaupa í sumar. Hann vill meina að þetta muni aðeins hjálpa liðinu í baráttunni um titilinn á næstu leiktíð, því þá verði minni pressa á liðinu. 19.6.2007 10:37
Reyes grátbiður um að fá að vera áfram í Madrid Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hefur nú enn á ný farið þess á leit við forráðamenn Real Madrid að þeir geri lánssamning hans að varanlegum samningi. Reyes var á lánssamningi hjá spænsku meisturunum í vetur frá Arsenal á Englandi, en vill alls ekki snúa aftur til Englands. Hann gegndi lykilhlutverki í leik liðsins um helgina þar sem það tryggði sér meistaratitilinn. 19.6.2007 10:33
Réttarhöldum vegna Tevez lýkur í dag Enska knattspyrnufélagið Sheffield United mun væntanlega komast að því í dag hvort áfrýjun félagsins á úrskurði ensku úrvalsdeildarinnar standi og félagið falli úr deildinni. Í dag fer fram síðari dagur réttarhalda vegna Argentínumannsins Carlos Tevez hjá West Ham. Forráðamenn Sheffield United heimta að liðið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni á þeim forsendum að West Ham hafi teflt fram ólöglegum leikmanni. 19.6.2007 10:29
Amerískur auðjöfur í viðræðum við Blackburn Ameríski auðjöfurinn Daniel Williams hefur staðfest að hann sé í viðræðum við forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn með hugsanlega yfirtöku í huga. Williams segir þó viðræður allar á frumstigi og allt of snemmt sé að tala um að verið sé að taka yfir félagið að svo stöddu - viðræður séu ekki komnar á það alvarlegt stig enn. Williams fer fyrir hópi fjárfesta sem hafa verið inni í myndinni með að taka yfir félagið síðan í mars sl. 19.6.2007 10:25
Jafnt í hálfleik á Skaganum Staðan í leik ÍA og Vals á Skaganum er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Valsmenn hafa verið heldur sterkari fyrstu 45 mínúturnar og Dennis Bo Mortensen kom liðinu yfir eftir aðeins fimm mínútur. Króatinn Dario Cingel jafnaði hinsvegar metin fyrir heimamenn skömmu fyrir leikhlé með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Áður höfðu Valsmenn átt stangarskot að marki heimamanna. 19.6.2007 20:46
ÍA - Valur í beinni á Sýn í kvöld Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þar sem Skagamenn taka á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar með 12 stig eftir 6 leiki en Skagamenn hafa 6 stig í 8. sætinu. 19.6.2007 18:15
Fram vinnur sinn fyrsta leik í Landsbankadeildinni Fram sigraði Fylki í kvöld í fyrsta leik 7. umferðar Landsbankadeildarinnar, 3-1. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Þetta var fyrsti sigur Framara í deildinni. 18.6.2007 21:12
Markalaust í hálfleik Það er kominn hálfleikur í leik Fram og Fylkis. Staðan er 0-0. Fram fékk vítaspyrnu fimm mínútum fyrir hlé, en Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Igor Pesic. Víðir Leifsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir um stundarfjórðungs leik vegna meiðsla, og var það Albert Brynjar Ingason sem tók hans stað. 18.6.2007 20:06
Eyjólfur skoraði fyrir GAIS Eyjólfur Héðinsson skoraði fyrir GAIS í 1-1 jafnteflisleik við Helsingborg í dag í efstu deild Svíþjóðar í dag. Jóhann Guðmundsson var einnig í byrjunarliði GAIS en var skipt út af í seinni hálfleik. 18.6.2007 18:54
McCabe bjartsýnn Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United, segir málið gegn West Ham gangi vel. Fyrsti dagurinn fyrir úrskurðarnefnd úrvalsdeildarinnar hefur gert hann mjög bjartsýnan og er hann viss um að Sheffield United verði í úrvalsdeildinni að ári. 18.6.2007 17:51
Totti fær gullskó Evrópu Ítalinn Francesco Totti hlaut gullskó Evrópu fyrir nýafstaðið tímabil. Totti skoraði 26 mörk fyrir Roma á tímabilinu, einu marki meira en Ruud Van Nistelrooy skoraði fyrir Real Madrid. 18.6.2007 16:59
Capello óviss með framtíð sína Fabio Capello veit ekki ennþá hvort að hann verði áfram hjá Real Madrid á næsta tímabili, þrátt fyrri að hafa unnið deildina með liðinu í gær. Það var í fyrsta sinn sem sem stórveldið frá Madrid vinnur deildina í fjögur ár. 18.6.2007 16:03
West Ham hafnar tilboði í Harewood West Ham hefur hafnað 3,5 milljón punda boði Birmingham í framherjann Marlon Harewood. West Ham er talið vilja fá 5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er eftirsóttur af öðrum liðum í úrvalsdeildinni. 18.6.2007 14:58
Enska knattspyrnusambandið kvartar vegna kynþáttahaturs Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér formlega kvörtun til UEFA, þar sem fram kemur að sambandið sé óánægt með framkomu áhorfenda Serbíu í leik Englands og Serbíu á EM U21. Áhorfendur öskruðu að varnarmanni Englands, Nedum Onuoha, með niðrandi hætti um hörundslit hans. 18.6.2007 14:29
Einn leikur í Landsbankadeild karla í kvöld Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Fram tekur á móti Fylki á Laugardalsvellinum klukkan 19:15, í fyrsta leik 7. umferðar Íslandsmótsins. 18.6.2007 14:09
Slúðrið í enska í dag Oft sem áður er ýmislegt á seyði í enska boltanum í dag. Benni McCarthy, Suður-afríski framherji Blackburn er á óskalista Chelsea, Shearer segir Allardyce þurfa nýja varnarmenn og Craig Bellamy gæti farið til Roma í skiptum fyrir Mancini. Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið sem BBC tók saman í morgun. 18.6.2007 10:12
Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Henry verði seldur Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Thierry Henry verði seldur frá félaginu fari það svo að Arsene Wenger ákveði að selja hann. Sterkur orðrómur hefur verið um að Wenger hafi hitt menn frá Barcelona á fundi í Paris í síðustu viku. 18.6.2007 10:00
Þrír efstir og jafnir með 7 Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri. 18.6.2007 03:30
Tölurnar tala Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Íslandsmeistarar FH hafa hæstu meðaleinkunn liða í deildinni, FH er með 6,22 í meðaleinkunn en aðeins FH og Keflavík er með yfir 6 í einkunn. Valur og Keflavík hafa sætaskipti sé einkunnagjöfin miðuð við stöðuna í deildinni. 18.6.2007 02:00
Real Madrid Spánarmeistari Real Madrid tryggði sér Spánartitilinn í kvöld með góðum sigri á Mallorca 3-1. José Antonio Reyes skoraði tvö mörk fyrir meistarana og Diarra eitt. Í hálfleik var staðan 0-1 fyrir Mallorca. 17.6.2007 20:48
Barcelona með aðra höndina á titlinum Eins og staðan er í hálfleik í síðustu umferð La Liga, verður það Barcelona sem hampar Spánartiltlinum í kvöld. Barcelona er að vinna Gimnastic 3-0 á meðan Real Madrid er að tapa gegn Mallorca 1-0. Carlos Pyuol, Lionel Messi og Ronaldinho skoruðu mörk Barcelona. Staðan í leik Sevilla og Villareal er 0-0. 17.6.2007 19:45
Spánn: Síðustu leikirnir að hefjast Síðustu leikir La Liga á Spáni eru að hefjast. Þrjú lið eiga möguleika á titlinum þetta árið. Real Madrid nægir að sigra Mallorca á heimavelli til að hreppa titilinn. Barcelona þarf að treysta á að Madrid tapi stigum á meðan þeir vinna Gimastic á útilvelli. 17.6.2007 18:59
Garðar með þrennu í stórsigri Norrköping Garðar B. Gunnlaugsson skoraði í dag þrennu fyrir lið sitt, Norrköping, í 6-2 sigri á Bunkeflo IF í næstefstu deild í Svíþjóð. Garðar skorað mörkin á 15 mínútna kafla, það fyrsta á 39. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Bunkeflo IF. 17.6.2007 17:20
Real Sociedad og Celta Vigo falla ásamt Gimnastic Real Sociedad og Celta Vigo eru fallin úr efstu deild á Spáni. Mikil spenna var á botninum og voru fimm lið sem gátu fallið í dag. Real Sociedad gerði 3-3 jafntefli við Valencia á útivelli en það dugði ekki til. 17.6.2007 16:56
Vieira segir vanta stöðugleika hjá Arsenal Patrick Vieira, leikmaður Inter og fyrrverandi leikmaður Arsenal segir að Arsenal vanti stöðugleika og að leikmenn liðsins þurfi að vita hver framtíð liðsins er. Mikið hefur verið rætt og skrifað um að Aresene Wenger hætti með liðið, en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum. 17.6.2007 16:07
Tevez áfram hjá West Ham? Talið er að Carlos Tevez sé alveg við það að skrifa undir nýjan samning við West Ham. Sagt er á erlendum netmiðlum að Eggert Magnússon ætli sér að gera allt til að halda Argentínumanninum hjá West Ham. 17.6.2007 15:00
Kanoute til Newcastle? Sam Allardyce er sagður vera að undirbúa tilboð í framherjann Fredi Kanoute hjá Sevilla. Með kaupunum er talið að Allardyce sé að finna staðgengil fyrir Michael Owen en Allardyce býst við að Owen yfirgefi félagið í sumar. 17.6.2007 14:37
Real meistari vinni það í kvöld Real Madrid og Barcelona eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina í La Liga á Spáni í kvöld. Vinni Real leikinn gegn Mallorca tryggja þeir sér titilinn þar sem það hefur betri innbyrðisviðureignir gegn Barcelona sem mætir botnliði Gimnastic. Ef bæði lið tapa getur Sevilla tryggt sér titilinn. 17.6.2007 12:00
Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum,“ sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. 17.6.2007 11:30
Spenntur fyrir Djurgården Rúrik Gíslason býst við því að sænska félagið Djurgården bjóði honum samning. Rúrik hefur verið á æfingum undir stjórn Sigurðar Jónssonar alla vikuna og lýst vel á félagið. 17.6.2007 09:45
Stefán með þrennu Stefán Gíslason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Lyn sem rótburstaði Brann 6-0 í gær. Brann situr á toppi deildarinnar en Lyn er komið upp í fimmta sæti. Stefán skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum en Indriði Sigurðsson lék einnig allan leikinn fyrir Lyn. 17.6.2007 08:45
Þetta var ótrúlegt „Mér líður mjög vel, þetta var ótrúlegt. Við höfðum reyndar allan tímann trú á því að við gætum unnið þetta lið,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Íslands eftir sigurinn gegn Frökkum í gær. 17.6.2007 08:30
Erum að skrá okkur í sögubækurnar Greta Mjöll Samúelsdóttir var brosmild eftir sigurinn gegn Frakklandi í gær. „Ég er í nettu sjokki, þetta er eitt besta afrek sem Ísland hefur unnið og ég held að við séum að skrá okkur í sögubækurnar,“ sagði Greta Mjöll. 17.6.2007 08:15
Eiður hefur ekkert sagt um United „Eiður hefur ekkert kvótað eitt eða neitt. Ég efast stórlega um að hann hafi sagt þetta,“ sagði Arnór Guðjohnsen um meint ummæli Eiðs Smára Guðjohnsen í enskum fjölmiðlum í gær. 17.6.2007 07:00