Fleiri fréttir

Mourinho: Gott fyrir Juan og gott fyrir ensku úrvalsdeildina

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tjáði sig um söluna á Juan Mata frá Chelsea til Manchester United á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar. Jose Mourinho var í góðu skapi á fundinum og var ánægður með þann pening sem Chelsea fékk fyrir Mata.

Tvö félög örugg með gull, silfur og brons á EM

Heimasíða EM í handbolta í Danmörku hefur tekið saman hvaða félagslið eiga flesta leikmenn í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld og þar kom í ljós að þýska liðið HSV Hamburg og franska liðið Paris Saint-Germain eiga leikmann í öllum fjórum liðunum sem eru komin alla leið í mótinu.

Hundraðasti sigurleikur Rúnars sem þjálfari KR

Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í fótboltanum, fagnaði í gær sínum hundraðasta sigri sem þjálfari KR-liðsins þegar liðið vann 3-2 sigur á Fram í Reykjavíkurmótinu í fótbolta en þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Þórir segir óheppilegt að leikmaður og þjálfari séu í sambandi

Þjálfari í efstu deild norsku knattspyrnunnar er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt leikmann í liði sínu. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, segir ekki faglegt að leikmaður og þjálfari sama liðs eigi í ástarsambandi.

Hér hef ég eignast vini fyrir lífstíð

Konan í hópnum hjá íslenska landsliðinu, Ingibjörg Ragnarsdóttir, hættir að vinna með liðinu eftir Evrópumótið í Danmörku. Hún sér ekki eftir mínútu.

Guðjón Valur gæti jafnað sögulegt afrek

Guðjón Valur Sigurðsson á góða möguleika á því að verða markakóngur EM í Danmörku en fyrirliði íslenska landsliðsins hefur skorað 44 mörk í sex leikjum og er með sex marka forskot á næsta mann.

Pitbull flytur HM-lagið með Jennifer Lopez

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í dag að We Are One (Ola Ola) í flutningi þeirra Pitbull og Jennifer Lopez verði opinbert lag HM 2014 í Brasilíu.

Mirror: Terry fer líklega í sumar

Enska dagblaðið Mirror fullyrðir í kvöld að John Terry muni yfirgefa herbúðir Chelsea þegar að samningur hans rennur út í lok tímabilsins.

Anelka neitar sök

Frakkinn Nicolas Anelka hefur svarað kæru enska knattspyrnusambandsins sem kærði hann fyrir ósæmilega hegðun í leik með West Brom á dögunum.

Falcao ekki búinn að útiloka HM

Radamel Falcao segist þrátt fyrir allt vera vongóður um að hann geti spilað með Kólumbíu á HM í Brasilíu í sumar.

Forseti Barcelona sagði af sér

Sandro Rosell, forseti Barcelona, sagði í kvöld af sér í tengslum við lögsókn vegna kaupa félagsins á Brasilíumanninum Neymar

Bjarni tapaði fyrir gömlu félögunum

Bjarni Guðjónsson og lærisveinar hans í Fram urðu að játa sig sigraða gegn Íslandsmeisturum KR, 3-2, í Reykjavíkurmótinu í kvöld.

Páll Axel bætti metið

Páll Axel Vilbergsson hefur nú skorað flestar þriggja stiga körfur frá upphafi í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Valur mætir Haukum í bikarnum

Fyrrum landlsiðsfélagarnir Ólafur Stefánsson og Patrekur Jóhannesson munu eigast við í fjórðungsúrslitum Coca-Cola bikarkeppni karla í byrjun næsta mánaðar.

Zaha á leið til Cardiff

Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að sóknarmaðurinn Wilfried Zaha verði lánaður frá Manchester United til Cardiff City.

Stórleikur Helenu ekki nóg | Miskolc úr leik

Ungverska liðið Aluinvent Miskolc tapaði fyrir Istanbul Universitesi í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum EuroCup kvenna í dag og er úr leik. Helena Sverrisdóttir átti þó stórleik fyrir Miskolc.

Redknapp horfði á Kolbein spila í bikarnum

Hollenskir fjölmiðlar greina frá því að Harry Redknapp, stjóri enska B-deildarliðsins QPR, hafi verið á Amsterdam Arena í gær til að fylgjast með Kolbeini Sigþórssyni spila.

Tvöföld stig fyrir síðasta mótið í formúlunni

Forráðamenn formúlu eitt hafa ákveðið að láta verða að hugmynd Bernie Ecclestone um að gefa tvöföld stig fyrir lokamótið á komandi keppnistímabili. Það var enginn sem mótmælti þessari nýjung á yfirmannafundi innan formúlu eitt og nýjan stigareglan verður því í gildi á árinu 2014.

Chelsea keypti egypskan miðjumann

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea festi í dag kaup á egypska miðjumanninum Mohamed Salah frá svissneska félaginu Basel.

Falcao þarf í aðgerð og missir líklega af HM

Franska félagið AS Monaco staðfesti í dag að sóknarmaðurinn Radamel Falcao, leikmaður kólumbíska landsliðsins, þurfi að fara í aðgerð vegna krossbandsmeiðsla í hné.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 99-93 | Pavel með risaleik

Pavel Ermolinskij og Martin Hermannsson fóru á kostum þegar KR vann góðan sigur á baráttuglöðu liði Snæfells 99-93 í Dominos'deild karla í körfuknattleik í kvöld. Þótt sex sæti skilji liðin að í deildinni var leikurinn spennandi lengst af.

Lærisveinar Patta ekki meðal tíu efstu á EM

Austurríska landsliðið endaði í 11. sæti á Evrópumótinu í handbolta en tíu af sextán þjóðum hafa nú lokið keppni á EM í Danmörku og aðeins á eftir að spila um sex efstu sætin.

Guðjón Valur með sex marka forskot á markalistanum

Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaður Evrópumótsins í Danmörku nú þegar keppni í milliriðlum er lokið og aðeins á eftir að keppa um sæti. Guðjón Valur á góða möguleika á því að verða markahæsti leikmaður keppninnar.

Höddi Magg missti sig í útsendingu

Íþróttafréttamaðurinn fór hamförum í lýsingu á leik Manchester United og Sunderland í undanúrslitum enska deildarbikarsins.

Osvaldo blóðgaði liðsfélaga sinn á æfingu

Ítalinn Pablo Osvaldo var í dag settur í tveggja vikna agabann hjá félagi sínu Southampton í ensku úrvalsdeildinni en BBC hefur nú heimildir fyrir því að Osvaldo hafi slegist við liðsfélaga sinn á æfingu liðsins.

Massa biður fyrir Schumacher á hverjum degi

Brasilíumaðurinn Felipe Massa segist biðja fyrir Michael Schumacher á hverjum degi en hinn 45 ára gamli Schumacher liggur enn í dái eftir að hafa dottið illa á skíðum 29. desember síðastliðinn.

Vilhjálmur Darri: Dauðskammast mín

Vilhjálmur Darri Einarsson, leikmaður KV, fór mjög niðrandi orðum um þjálfarann sinn eftir að hafa verið skipt af velli í leik í Reykjavíkurmóti karla í gær en fótbolti.net birti frétt og myndband af því þegar leikmaðurinn hraunaði yfir þjálfara sinn Pál Kristjánsson.

Fleiri en Mata að fara frá Chelsea

Josh McEachran, miðjumaður Chelsea, mun klára tímabilið með Wigan Athletic í ensku b-deildinni en Chelsea hefur samþykkt að lána leikmanninn til ensku bikarmeistaranna.

Sjá næstu 50 fréttir