Handbolti

Aðalsteinn fær bosnískan landsliðsmann

Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson.
Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson.
Það hefur ekki gengið nógu vel hjá lærisveinum Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar í Eisenach í vetur en liðið er nýliði í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Liðið hefur þó fengið þrjú stig og er einu stigi fyrir ofan fallsæti. Það verður hörð barátta hjá Eisenach að halda sæti sínu.

Það hafa verið nokkur meiðsli í herbúðum liðsins og Aðalsteinn hefur brugðist við með því að semja við bosníska landsliðsmanninn Faruk Vrazalic.

Þetta er 23 ára örvhentur strákur. Hann kemur frá spænska liðinu Ademar Leon en það félag er í miklum fjárhagsvandræðum. Því gat Vrazalic farið.

Hann mun spila með liðinu á morgun gegn TuS N-Lübbecke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×