Fleiri fréttir

Björn Bergmann með sitt fyrsta mark á árinu 2013

Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sitt fyrsta mark í tvo og hálfan mánuð þegar hann kom Úlfunum yfir snemma leik í ensku b-deildinni í kvöld. Það dugði samt ekki því bæði Íslendingaliðin í b-deild enska boltans töpuðu leikjum sínum í kvöld. Kári Árnason og félagar í Rotherham unnu hinsvegar góðan útisigur.

Öruggt hjá Val og Fram - öll úrslit kvöldsins

Valur og Fram, tvö efstu lið N1-deildar kvenna í handbolta, unnu bæði örugga heimasigra í leikjum sínum í kvöld en öllum fimm leikjum umferðarinnar er nú lokið og hér fyrir neðan má finna markaskorara liðanna í kvöld.

Helena og félagar komnar í 1-0

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska liðinu Good Angels Kosice eru komnar í 1-0 á móti spænska liðinu Perfumerias Avenida í sextán liða úrslitum Euroleague kvenna í körfubolta.

Berlusconi vill setja mann á Messi

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, segist ekki ætla að skipta sér af liðsuppstillingu síns liðs þegar það mætir Barcelona í Meistaradeildinni á morgun.

Williams frumsýndi í Barcelona

Williams F1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 í Barcelona í dag áður en önnur æfingalota undirbúningstímabilsins hófst þar í morgun. FW25-bíllinn er uppfærð útgáfa af bíl síðasta árs enda hefur reglunum ekki verið breytt mikið milli ára.

Kolo Toure fer frá City í sumar

Kolo Toure hefur greint frá því að hann muni yfirgefa herbúðir Manchester City þegar samningur hans rennur út í sumar.

Patrekur framlengir við Austurríkismenn

Austurríska handknattleikssambandið greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að það sé búið að framlengja samning sinn við Patrek Jóhannesson til ársins 2015. Patrekur þjálfar karlalandslið Austurríkis.

Sigurður Ragnar valdi 22 leikmenn í æfingahóp

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í fótbolta, hefur valið 22 manna hóp fyrir landsliðsæfingar sem fara fram um næstu helgi en þetta eru eingöngu leikmenn sem spila í Pepsi-deildinni.

Lucas hefur mikla trú á Coutinho

Brasilíumaðurinn Lucas Leiva segir að landi sinn Phillipe Coutinho geti mögulega slegið í gegn hjá Liverpool ef hann fær tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum.

Wilshere: Chelsea er fyrirmyndin

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, hefur verið mikið í umræðunni fyrir leikinn í kvöld á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arsenal þarf á stórleik að halda frá þessum 21 árs gamla miðjumanni ef liðið ætlar að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn í München.

Moutinho mátaði Malaga

Porto er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Malaga í Meistaradeildinni eftir 1-0 heimasigur í kvöld. Þeir héldu markinu hreinu og það gæti reynst dýrmætt.

Arsenal steinlá á heimavelli

Bayern München er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 útisigur gegn Arsenal í kvöld. Sigur þýska liðsins var sannfærandi.

Marklínutækni notuð á HM

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að svokölluð marklínutækni verði notuð í leikjum Álfukeppninnar í Brasilíu síðar á þessu ári, sem og í sjálfri heimsmeistarakeppninni sem fer þar fram á næsta ári.

Titill dæmdur af Shanghai Shenhua

Meistaratitill kínverska félagsins Shanghai Shenhua frá 2003 hefur verið dæmdur af félaginu eftir stórtæka rannsókn á hagræðingu úrslitum knattspyrnuleikja í Kína.

Guðjón Valur í liði vikunnar

Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum þegar að lið hans, Kiel, vann ungverska liðið Veszprem í Meistaradeild Evrópu um helgina.

Reina vill fá Bale til Real Madrid

Pepe Reina, markvörður Liverpool, segist gjarnan vilja losna við Gareth Bale úr ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir hann við spænska fjölmiðla.

Sváfum á verðinum

Eftir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess.

Arsene Wenger í miklum vígahug

Sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram í kvöld er fram fara tveir leikir. Porto tekur á móti Malaga og Arsenal fær Bayern München í heimsókn. Þetta eru fyrri leikir liðanna í sextán liða úrslitunum.

Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa

Lax sem meðafli í uppsjávarveiðum í fyrrasumar var minni en árin á undan, samkvæmt rannsóknum Fiskistofu. Þetta er í samræmi við minnkandi laxgengd fyrrasumar sem kom skýrt fram í hruni í laxveiði á stöng.

Tiger spilaði golf með Bandaríkjaforseta

Það er allt á uppleið hjá Tiger Woods þessa dagana eftir afar erfiða tíma síðustu ár. Hann er farinn að spila eins og maður á nýjan leik og fékk svo tækifæri um helgina til þess að spila hring með Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þetta er í fyrsta skipti sem Obama og Tiger spila golf saman.

Eigandi Lakers látinn

Jerry Buss, eigandi körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, lést í dag. Hann var 80 ára gamall. Lakers vann tíu NBA-titla í eigendatíð hans.

Di Canio hættur hjá Swindon

Ítalski skaphundurinn Paolo di Canio sagði af sér sem stjóri enska C-deldarliðsins Swindon í kvöld. Ósættiv ið stjórn félagsins er ástæðan fyrir því að hann er hættur.

Mancini: Ég er besti stjóri Englands

Roberto Mancini segir að hann sé besti knattspyrnustjórinn að störfum í Englandi og að hann óttist það ekki að missa starf sitt hjá Manchester City.

Hólmar þarf ekki að taka út leikbann

Hólmar Örn Eyjólfsson má spila með Bochum í næsta leik liðsins í þýsku B-deildinni, þrátt fyrir að hafa fengið rautt í síðasta leik.

Nani sá um Reading

Man. Utd er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á Reading á Old Trafford í kvöld.

Jóhann Ragnar leggur skóna á hilluna

Jóhann Ragnar Benediktsson, sem lék með Keflavík í Pepsi-deild karla í sumar, hefur ákveðið að hætta að spila með liðinu og flytja á heimaslóðir.

Lennon fékk afsökunarbeiðni formannsins

Steven Lennon segir að Brynjar Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar Fram, hafi beðið sig afsökunar á ummælum hans í Fréttablaðinu á föstudag.

Steinar Örn Ingimundarson látinn

Steinar Örn Ingimundarson er látinn, aðeins 44 ára að aldri. Hann átti að baki langan knattspyrnuferil, bæði sem leikmaður og þjálfari.

Fyrsti PGA-sigur Merrick

John Merrick vann sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni í golfi er hann hafði betur gegn Charlie Beljan í umspili á móti í Kaliforníu um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir