Fótbolti

Marklínutækni notuð á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að svokölluð marklínutækni verði notuð í leikjum Álfukeppninnar í Brasilíu síðar á þessu ári, sem og í sjálfri heimsmeistarakeppninni sem fer þar fram á næsta ári.

Tæknin var prófuð á heimsmeistaramóti félagsliða í Japan í desember síðastliðnum og gaf góða raun. Á síðasta ári samþykkti FIFA lagabreytingu sem heimilaði notkun marklínutækni í knattspyrnuleikjum.

Ekki hefur verið ákveðið hvaða búnaður verði notaður í keppnunum en þeir aðilar sem framleiða hann verður nú boðið að leggja fram tilboð í verkið.

FIFA hefur leyft prófanir á tvenns konar búnaði en tveir framleiðendur til viðbótar bíða nú þess að fá leyfi til að bætast í þann hóp.

Hér má sjá myndband sem skýrir hvernig Hawk-Eye búnaðurinn virkar og hér hvernig GoalRef starfar.

FIFA mun tilkynna ákvörðun sína í apríl næstkomandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×