Fótbolti

Falcao: Krísan hefur engin áhrif á fótboltamenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Radamel Falcao, leikmaður Atletico Madrid, segist vera þakklátur fyrir að vera með atvinnu á þessum erfiðu tímum á Spáni.

Efnahagsástandið á Spáni hefur verið erfitt og atvinnuleysi mikið. En Falcao segir að knattspyrnumenn verði ekki mikið varir við það.

„Ástandið í efnahagsmálum hér á Spáni er ekki auðvelt," sagði Falcao í blaðaviðtali. „En knattspyrnumenn eru verndaðir og finna ekki fyrir áhrifum krísunnar."

„Ég fylgist samt með og veit hvernig málin eru. Ég nýt þeirra forréttinda að vera með vinnu og met ég þess mikils."

Falcao hefur verið lengi orðaður við Chelsea og önnu stórlið í Evrópu. Hann segist hafa verið að læra ensku að undanförnu - en þó ekki til að undirbúa sig fyrir félagaskipti til Englands.

„Ég get vonandi spilað fótbolta í mörg ár í viðbót. Ég vonast til að geta notað enskuna næst þegar ég fer í frí."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×