Fótbolti

Wenger: Þið saknið mín þegar ég er farinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger var í miklu stuði á blaðamannafundi vegna leiks Arsenal og Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld, eins og áður hefur verið fjallað um.

Wenger reiddust spurningar um samningsmál hans hjá félaginu og um tapleikinn gegn Blackburn í enska bikarnum um helgina.

„Ég er viss um að þið munið sakna mín þegar ég er farinn," sagði Wenger á kaldhæðnislegan máta. „Samningurinn minn er til 2014. Ég hef verið í fremstu röð linnulaust í 30 ár. Hæfileikar mínir geta verið umdeildir en ég hef sýnt mínum liðum tryggð."

„Einn daginn skal ég láta ykkur fá lista með þeim félögum sem ég hef hafnað. Þá skulið þið velta því fyrir ykkur hvernig ég hef komið fram við mitt félag."

„Það má gagnrýna mig fyrir að vera slæmur knattspyrnustjóri og að staða okkar í deildinni sé slæm. En eftir sextán ár í þessu landi finnst mér að ég eigi skilið að mér sé sýnd ákveðin virðing."


Tengdar fréttir

Arsene Wenger í miklum vígahug

Sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram í kvöld er fram fara tveir leikir. Porto tekur á móti Malaga og Arsenal fær Bayern München í heimsókn. Þetta eru fyrri leikir liðanna í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×