Sváfum á verðinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2013 07:00 Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Haukum hafa tapað þremur leikjum í röð, bæði í deild og bikar. Haukar mæta Akureyringum á fimmtudagskvöldið.fréttablaðið/valli Eftir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Haukum að undanförnu en eftir frábært gengi liðsins framan af vetri komu skyndilega þrír tapleikir á aðeins átta dögum. Liðið féll úr leik í bikarnum og átta stiga forysta liðsins í deildinni er skyndilega orðin fjögur stig. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, segir að erfitt sé að benda á bara eina ástæðu fyrir þessu því margt hjálpist að. Meiðsli og mannabreytingar vega þungt en einnig hugarfar leikmanna. „Þetta mikla forskot sem við höfðum varð til þess að við sofnuðum aðeins á verðinum. Þegar það kom svo að því að spýta í lófana var leiðin aðeins lengri en menn héldu," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær.Vorum værukærir í desember Taphrinan hófst þegar erkifjendurnir í FH komu á Ásvelli um þarsíðustu helgi og slógu meistaraefnin í rot. Síðan tóku við tveir leikir gegn ÍR, þar af annar í bikarnum, sem töpuðust báðir. En Aron segir að hann hafi séð brotalöm á sínu liði strax í desember. „Við vorum orðnir værukærir þá en munurinn er sá að þá tókst okkur að klára leikina okkar," segir Aron, sem þurfti að skilja við liðið í janúar á meðan hann fór með íslenska landsliðið á HM í Spáni, þar sem hann er einnig landsliðsþjálfari. „Eftir HM kem ég heim og liðið er búið að æfa stíft, sérstaklega líkamlega. Við notuðum deildarbikarinn frekar sem undirbúning fyrir deildina og því var hann ekki hátt skrifaður hjá okkur. Svo þegar út í deildina var komið fengum við alvöru kjaftshögg gegn FH," segir Aron.Slæmt að missa Jón Þorbjörn Nokkuð hefur verið um meiðsli í herbúðum Hauka en fjarvera Jóns Þorbjörns Jóhannssonar hefur haft mikið að segja. Hann er með brotið rifbein. „Hann hefur verið okkar jafnbesti maður, bæði í vörn og sókn. Svo misstum við líka Stefán Rafn [Sigurmannsson til Rhein-Neckar Löwen] á sínum tíma, auk þess sem Elías Már Halldórsson hefur verið meiddur. Það hefur kvarnast mikið úr liðinu." Haukar hafa þó fengið sterkan „liðsstyrk" því Sigurbergur Sveinsson er loksins byrjaður að spila með liðinu á ný eftir langvarandi meiðsli. En hann hefur ekki fundið sig í fyrstu leikjunum sínum. „Það er þétt spilað og lítill tími til æfinga á milli leikja. Því verður hann að nota þessa fyrstu leiki til að koma sér í form. Það er erfitt að nota deildarleiki til að pússa liðið saman en ég hef ekki átt annarra kosta völ eftir vetrarfríið." Í lok janúar var tilkynnt að Patrekur Jóhannesson myndi taka við starfi Arons í sumar en þá mun sá síðarnefndi einbeita sér að störfum sínum hjá HSÍ. Aron telur ekki að sú tilkynning hafi breytt nokkru hjá sínum mönnum. „Hugarfarið í hópnum hefur verið mjög gott og ég tel ekki að þetta hafi breytt nokkru. Við vitum sjálfir best hvernig staðan er og hvað við þurfum að gera til að bæta hana. Leikurinn við ÍR á sunnudag var skref í rétta átt þó svo að hann hafi tapast. Við nýttum ekki dauðafærin en spilið var mun betra. Við megum ekki gleyma því að við erum í efsta sæti og menn þurfa að hugsa eins og þeir séu í toppliði. Það þýðir ekkert að fara á taugum þrátt fyrir nokkra tapleiki." Olís-deild karla Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Eftir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Haukum að undanförnu en eftir frábært gengi liðsins framan af vetri komu skyndilega þrír tapleikir á aðeins átta dögum. Liðið féll úr leik í bikarnum og átta stiga forysta liðsins í deildinni er skyndilega orðin fjögur stig. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, segir að erfitt sé að benda á bara eina ástæðu fyrir þessu því margt hjálpist að. Meiðsli og mannabreytingar vega þungt en einnig hugarfar leikmanna. „Þetta mikla forskot sem við höfðum varð til þess að við sofnuðum aðeins á verðinum. Þegar það kom svo að því að spýta í lófana var leiðin aðeins lengri en menn héldu," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær.Vorum værukærir í desember Taphrinan hófst þegar erkifjendurnir í FH komu á Ásvelli um þarsíðustu helgi og slógu meistaraefnin í rot. Síðan tóku við tveir leikir gegn ÍR, þar af annar í bikarnum, sem töpuðust báðir. En Aron segir að hann hafi séð brotalöm á sínu liði strax í desember. „Við vorum orðnir værukærir þá en munurinn er sá að þá tókst okkur að klára leikina okkar," segir Aron, sem þurfti að skilja við liðið í janúar á meðan hann fór með íslenska landsliðið á HM í Spáni, þar sem hann er einnig landsliðsþjálfari. „Eftir HM kem ég heim og liðið er búið að æfa stíft, sérstaklega líkamlega. Við notuðum deildarbikarinn frekar sem undirbúning fyrir deildina og því var hann ekki hátt skrifaður hjá okkur. Svo þegar út í deildina var komið fengum við alvöru kjaftshögg gegn FH," segir Aron.Slæmt að missa Jón Þorbjörn Nokkuð hefur verið um meiðsli í herbúðum Hauka en fjarvera Jóns Þorbjörns Jóhannssonar hefur haft mikið að segja. Hann er með brotið rifbein. „Hann hefur verið okkar jafnbesti maður, bæði í vörn og sókn. Svo misstum við líka Stefán Rafn [Sigurmannsson til Rhein-Neckar Löwen] á sínum tíma, auk þess sem Elías Már Halldórsson hefur verið meiddur. Það hefur kvarnast mikið úr liðinu." Haukar hafa þó fengið sterkan „liðsstyrk" því Sigurbergur Sveinsson er loksins byrjaður að spila með liðinu á ný eftir langvarandi meiðsli. En hann hefur ekki fundið sig í fyrstu leikjunum sínum. „Það er þétt spilað og lítill tími til æfinga á milli leikja. Því verður hann að nota þessa fyrstu leiki til að koma sér í form. Það er erfitt að nota deildarleiki til að pússa liðið saman en ég hef ekki átt annarra kosta völ eftir vetrarfríið." Í lok janúar var tilkynnt að Patrekur Jóhannesson myndi taka við starfi Arons í sumar en þá mun sá síðarnefndi einbeita sér að störfum sínum hjá HSÍ. Aron telur ekki að sú tilkynning hafi breytt nokkru hjá sínum mönnum. „Hugarfarið í hópnum hefur verið mjög gott og ég tel ekki að þetta hafi breytt nokkru. Við vitum sjálfir best hvernig staðan er og hvað við þurfum að gera til að bæta hana. Leikurinn við ÍR á sunnudag var skref í rétta átt þó svo að hann hafi tapast. Við nýttum ekki dauðafærin en spilið var mun betra. Við megum ekki gleyma því að við erum í efsta sæti og menn þurfa að hugsa eins og þeir séu í toppliði. Það þýðir ekkert að fara á taugum þrátt fyrir nokkra tapleiki."
Olís-deild karla Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira