Fótbolti

Mourinho útilokar ekki að fara til Frakklands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur verið orðaður við franska stórliðið PSG. Sjálfur útilokar hann ekki að starfa í Frakklandi einn daginn.

„Það væri mögulegt fyrir mig að þjálfa í Frakklandi en ég veit ekki hvenær," sagði hann í viðtali við franska sjónvarpsstöð. „Ég get ekkert sagt um tímasetningu þess en af hverju ekki?"

Carlo Ancelotti er nú við stjórnvölinn hjá PSG sem er á góðri leið með að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðið er þar að auki á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar.

Mourinho hefur þó sjálfur sagt að hans næsti viðkomustaður verði England en óvíst er hvort hann fari frá núverandi félagi sínu, Real Madrid, nú í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×