Fótbolti

Titill dæmdur af Shanghai Shenhua

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmaður Shanghai Shenhua.
Stuðningsmaður Shanghai Shenhua. Nordic Photos / AFP
Meistaratitill kínverska félagsins Shanghai Shenhua frá 2003 hefur verið dæmdur af félaginu eftir stórtæka rannsókn á hagræðingu úrslitum knattspyrnuleikja í Kína.

Kínverska knattspyrnusambandið hefur einnig dæmt 33 einstaklinga, bæði starfsmenn félaga, leikmenn og dómara, í bann fyrir að stuðla að hagræðingu úrslita leikja.

Shenhua var refsað vegna leiks liðsins gegn Shanxi Guoli árið 2003 en það ár varð Shenhua meistari í Kína. Félagið þarf þar að auki að hefja næsta keppnistímabil með sex stig í mínus.

Alls voru ellefu félög beitt álíka viðurlögum og sektuð þar að auki fyrir þátttöku sína í þessari ólöglegu starfssemi, sem var fyrst og fremst tengd veðmálabraski.

Didier Drogba og Nicolas Anelka fóru báðir til Shanghai Shenhua á síðasta ári en eru nú báðir farnir frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×