Fleiri fréttir Öryggisverðirnir fengu mynd af sér með íslensku stelpunum Það hefur verið mikil öryggisgæsla í kringum íslenska kvennalandsliðið á meðan liðið hefur verið í Vrsac og rúta liðsins fer aldrei neitt nema í fylgd tveggja lögreglubíla. Serbar ætla að passa upp á ekkert komi upp á á meðan Evrópukeppninni stendur. 7.12.2012 15:00 Þórey Rósa: Nú er bara komið að því að spila góðar 60 mínútur Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur skoraði tvö af þremur hraðaupphlaupsmörkum Íslands á Evrópumótinu samkvæmt tölfræði mótshaldara í Serbíu en íslenska liðið þarf að fá fleiri auðveld mörk ætli stelpurnar að vinna Rússa í kvöld og komast í milliriðilinn. 7.12.2012 14:00 Sálfræðistríðið fyrir slaginn um Manchester hafið - Mancini hrósar Man Utd Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester City, mun bíða fram á síðustu stundu með liðsvalið fyrir stórleikinn gegn Manchester United á sunnudaginn. Óvíst er hvort David Silva leikmaður Man City verði leikfær en Mancini vonast til þess að hann geti gefið Spánverjanum tækifæri í þessum mikilvæga leik sem fram fer á Etihad Stadium heimavelli Man City. 7.12.2012 13:30 Hanna Guðrún stríddi liðsfélögum sínum í viðtölunum Hanna Guðrún Stefánsdóttir er létt og skemmtileg og notar greinilega hvert tækifæri til að koma liðsfélögum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í enn betra skap. Fjölmiðlamenn fengu að kynnast prakkaranum Hönnu Guðrún Stefánsdóttur í viðtölum eftir æfingu liðsins í gær. 7.12.2012 12:45 Hrafnhildur: Forréttindi að fá þennan úrslitaleik "Þetta er búinn að vera góður dagur. Við erum búnar að fá að fara niður í bæ og ná að rölta aðeins um Vrsac. Við erum bara búnar að hafa það kósí og fórum meira segja og fengum okkur pizzu," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, um daginn í gær þar sem íslenska liðið reyndi að safna orku fyrir átökin á móti Rússum í kvöld. 7.12.2012 12:00 Tinna lék fyrsta hringinn á 74 höggum í Marokkó Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hóf í gær leik í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna 2013. Spilað er í bænum Marrakech í Marokkó. Tinna lék hringinn í gær á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari vallar. 154 keppendur eru skráðir til leiks og er leikið í tveimu riðlum, A og B, og eru 77 í hvorum riðli. 7.12.2012 11:28 Jenný: Þetta er bara eins og bikarúrslitaleikur Jenný Ásmundsdóttir hefur spilað þrjá góða hálfleiki í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins á Evrópumóti kvenna í handbolta í Serbíu en það er ljóst að hún þarf að vera í stuði á móti Rússum í kvöld ætli íslensku stelpurnar að tryggja sér sæti í milliriðlinum. 7.12.2012 11:00 Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar Ólafur Stefánsson hefur samið við handboltaliðið Lakhwiya Sports Club í Doha í Katar. Hinn 39 ára gamli leikmaður mun fara til Katar í janúar og leika með liðinu út leiktíðina. Frá þessu er greint á vefsíðunni Handball World. Wolfgang Gütschow, umboðsmaður Ólafs, staðfestir þetta í samtali við Handball World. 7.12.2012 10:57 Lítur betur út með Rakel - verður með í kvöld Rakel Dögg Bragdóttir missti af æfingu íslenska kvennalandsliðsins í gær vegna veikinda og Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins var ekki alltof bjartsýnn í gærkvöld um það hvort að hún gæti spilað á móti Rússlandi í kvöld í lokaleik íslenska liðsins í riðlakeppninni á EM kvenna í handbolta í Serbíu. 7.12.2012 10:32 Þjálfari Rúmena óskaði eftir íslenskum sigri Lokaumferðin í D-riðli á EM kvenna í handbolta í Serbíu fer fram í kvöld og þar spila Ísland og Rússland úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Rúmenía tryggði sér sæti í milliriðlinum með sigri sínum á Íslandi í fyrrakvöld en mun hinsvegar græða á íslenskum sigri á morgun. 7.12.2012 10:30 Aoyamas skoraði og skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna Heimsmeistaramót félagsliða í knattspyrnu fer fram þessa dagana í Japan. Mótið hefur ekki fengið mikla athygli en þar skoraði Toshihiro Aoyamas leikmaður Sanfreece Hiroshimas merkilegt mark í 1-0 sigri liðsins gegn áhugamannaliðinu Auckland City. 7.12.2012 10:15 Dagný: Þurfum allar að eiga hundrað prósent leik Dagný Skúladóttir og aðrir hornamenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta fá vonandi fleiri tækifæri á því að skora hraðaupphlaupsmörk á móti Rússum í kvöld en í fyrstu tveimur leikjum liðsins á EM í handbolta kvenna í Serbíu. Íslenska liðið þarf sigur til þess að komast upp úr riðlinum. 7.12.2012 10:00 Ágúst: Getum brotið blað í sögunni "Það gengur ágætlega að skipuleggja þetta. Æfingin í kvöld var ágæt þar sem reyndum að fara aðeins yfir sóknarleikinn. Við erum að reyna að fá aðeins meiri breidd í sóknarleikinn og að stelpurnar noti betur völlinn en fari ekki of mikið inn á miðjuna. Við þurfum að geta teygt aðeins á Rússunum og þurfum líka að skjóta bæði undirskotum og skotum í skrefinu á þær því þær eru gríðarlega hávaxnar og sækja okkur ekki langt út," sagði Ágúst Jóhannsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. 7.12.2012 09:30 Serbneski þjálfarinn sleppur við refsingu Sasa Boskovic, þjálfari kvennaliðs Serbíu í handbolta, var í kastljósinu í gær þegar sýndar voru myndir af honum toga í leikmann norska landsliðsins sem var inni á vellinum. Baskovic togaði í keppnistreyju Linn Jørum Sulland, hægri hornamanns Norðmanna – og hann togaði einnig í höndina á henni. 7.12.2012 08:45 NBA í nótt: New York gjörsigraði meistaralið Miami Heat New York Knicks er á góðri siglingu í NBA deildinni í körfuknattleik. Liðið gjörsigraði meistaralið Miami Heat í nótt, 112-92, á heimavelli Miami. New York landaði sigrinum þrátt fyrir að vera án stigahæsta leikmanns liðsins, Carmelo Anthony sem er meiddur á fingri. New York hefur unnið 14 leiki og tapað 4 á þessari leiktíð og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni. 7.12.2012 08:30 Mömmurnar í íslenska landsliðinu Fjórir leikmenn íslenska landsliðsins sameina móðurhlutverkið og handboltann og hafa allar unnið sér aftur sæti í landsliðinu eftir barnsburð. Hrafnhildur Skúladóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Dagný Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir eiga saman sjö börn. 7.12.2012 07:30 "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Óðinn Sigþórsson segir að umræðan um fyrirhugaðar breytingar á lögum um lax- og silungsveiði byggi á "algjörum misskilningi." 7.12.2012 07:00 Stelpurnar geta slegið Rússa úr leik „Við erum að reyna að hreinsa hugann og ætlum að koma brjálaðar í leikinn á morgun. Við þurfum að gleyma því sem er búið, koma ferskar til leiks og með hausinn hundrað prósent í lagi. Ég hef aðeins verið að svekkja mig á því hvernig er búið að ganga þannig að ég held að maður þurfi bara að byrja upp á nýtt," sagði Stella Sigurðardóttir um leikinn mikilvæga á móti Rússum á EM kvenna í handbolta í kvöld. 7.12.2012 06:45 Kobe Bryant í metabækurnar Kobe Bryant náði merkum áfanga í NBA-deildinni í fyrrakvöld þegar hann skoraði sitt 30.000 stig í deildinni frá upphafi. Bryant, sem er 34 ára gamall, er sá yngsti sem kemst yfir 30.000 stig í sterkustu körfuboltadeild heims. 7.12.2012 06:00 Þvílíkur klaufi | myndband Ónefndur áhorfandi á leik Vitesse og Roda í hollenska boltanum stal algjörlega senunni er hann ætlaði að sparka boltanum inn á völlinn. 6.12.2012 23:15 Fanndís búin að semja við Kolbotn Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að taka tilboði norska félagsins Kolbotn og spila með þeim næsta árið. 6.12.2012 18:17 Veigar: Stjarnan eina félagið sem hafði samband Veigar Páll Gunnarsson var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Þessi 32 ára gamli framherji skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. 6.12.2012 18:15 Obi Mikel í þriggja leikja bann John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann og sektaður um 12 milljónir króna fyrir hegðun sína í leik Chelsea og Man. Utd. 6.12.2012 17:44 Ágúst ekki bjartsýnn á að Rakel geti spilað á morgun Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ekki bjartsýnn á að Rakel Dögg Bragadóttir verðir búin að ná sér af veikindum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rússum á EM kvenna í handbolta á morgun. Rakel veiktist í morgun og var ekki með landsliðinu á æfingu í kvöld. 6.12.2012 17:31 Messi óttaðist það versta Lionel Messi, sem var borinn af velli í gær í meistaradeildarleik Barcelona og Benfica, óttaðist að um alvarleg meiðsli væri að ræða. "Ég óttaðist það versta þegar læknarnir skoðuðu mig, en þegar þeir sögðu mér að þetta væri ekkert alvarlegt, varð ég mun rólegri,“ sagði Messi við fréttamenn í dag. 6.12.2012 17:00 SVFR sendi ekki umsögn Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að stjórn félagsins hafi ekki þótt við hæfi að senda inn umsögn við frumvarp um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. Hann segir mikla vigt í afstöðu Veiðimálastofnunar. 6.12.2012 16:22 John Obi Mikel samdi við Chelsea til fimm ára John Obi Mikel, leikmaður Evrópumeistaraliðs Chelsea, skrifaði undir fimm ára samning við félagið en hann hefur verið í herbúðum enska liðsins frá árinu 2006. Nígeríumaðurinn kom til Chelsea frá norska liðinu Lyn árið 2006 og voru þau félagaskipti mjög umdeild – þar sem að Mikel hafði áður gert samkomulag við Manchester United. 6.12.2012 16:15 Fjögur lið komin áfram úr riðlum C og D - tvö sæti laus Svartfjallaland og Rúmenía tryggðu sér í gær sæti í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta kvenna í Serbíu, Svartfjallaland með því að vinna Rússa en Rúmenar með því að vinna Ísland í spennuleik. Tvær aðrar þjóðir tryggðu sig einnig áfram í gær en þær rru báðar í C-riðlinum. 6.12.2012 15:30 Tottenham komið áfram í Evrópudeildinni Tottenham vann fínan 3-1 sigur á Panathinaikos í kvöld. Þetta var leikur í lokaumferð Evrópudeildarinnar. Spurs tryggði sig inn í 32-liða úrslitin með sigrinum. 6.12.2012 15:24 Henderson skaut Liverpool áfram Jordan Henderson var hetja Liverpool í kvöld er hann skoraði eina mark leiksins gegn Udinese í kvöld. Sigurinn tryggði Liverpool sigur í riðlinum. 6.12.2012 15:21 Liðsmunurinn dugði FCK ekki | Ragnar og Rúrik úr leik FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. 6.12.2012 15:18 Öll úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni | Hvaða lið komust áfram? Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA fór fram í kvöld. Efstu tvö liðin í hverjum riðli tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum keppninnar. 6.12.2012 15:14 Umfjöllun og myndir: Stjarnan-KR 73-84 | Öll úrslit kvöldsins KR vann frábæran útisigur á Stjörnunni í níundu umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 73-84 fyrir KR-ingum sem léku án nokkurs vafa sinn besta leik í vetur í kvöld. 6.12.2012 15:05 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29 FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. 6.12.2012 15:02 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 27-17 Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla, þegar þeir sigruðu Aftureldingu 27:17 á heimavelli sínum að Ásvöllum í kvöld. Eins og tölurnar bera með sér, var sigurinn býsna sanngjarn og gestirnir náðu ekki að ógna toppliðinu að ráði þrátt fyrir fína baráttu. Haukar sitja því taplausir á topp deildarinnar með 21 stig þegar ellefu leikir eru búnir. 6.12.2012 15:00 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-25 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá viðureign Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. 6.12.2012 14:59 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-26 Íslandsmeistarar HK fóru sigurferð norður yfir heiðar í kvöld er þeir mættu Akureyri sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn. 6.12.2012 14:54 Gylfi og Þóra knattspyrnufólk ársins 2012 Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. 6.12.2012 14:29 Gerrard verður ekki með í kvöld en Suarez leikur Liverpool mætir Udinese í lokaumferð Evrópudeildarinnar í kvöld og fer leikur liðanna fram í Udine á Ítalíu. Liverpool verður án fyrirliða síns, Steven Gerrard, sem er veikur og fór ekki með liðinu til Ítalíu. Lucas Leiva og Daniel Agger voru einnig skildir eftir heima. 6.12.2012 14:00 Þjálfari Serbíu tók þátt í varnarleiknum frá hliðarlínunni Sasa Boskovic, þjálfari kvennalandsliðs Serbíu, gæti átt von á keppnisbanni eftir atvik sem átti sér stað í fyrsta leik liðsins á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Serbíu. 6.12.2012 13:30 Meiðsli Lionel Messi eru ekki alvarleg Lionel Messi fór meiddur af leikvelli í gær þegar Barcelona lék gegn Benfica í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Landsliðsmaðurinn frá Argentínu fór í skoðun hjá liðslæknum Barcelona í gærkvöld og í dag var greint frá því að meiðslin væru ekki alvarleg. 6.12.2012 13:15 Mourinho ætlar ekki í frí þegar hann hættir hjá Real Jose Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, hefur að undanförnu verið orðaður við þjálfun hjá Manchester City og Paris St.Germain á næstu leiktíð. Fastlega er búist við að hann fari frá Real Madrid næsta sumar. Í samtali við fréttamenn sagðist Mourinho ekki ætla að taka sér ársfrí líkt og Pep Guardiola gerði þegar hann hætti hjá Barcelona. 6.12.2012 12:30 Rúmensku stelpurnar halda með Íslandi á móti Rússlandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gæti fengið mikinn stuðning í leiknum á móti Rússlandi á morgun því það væri best fyrir Rúmena ef að Ísland kæmist áfram í milliriðil á kostnað Rússa. 6.12.2012 12:15 Bale ekki með Tottenham í kvöld Tottenham mætir gríska liðinu Panathinaikos í kvöld í Evrópudeildinni og fer leikurinn fram á White Hart Lane í London. Leikur liðanna er hreinn úrslitleikur um hvort liðið fylgir Lazio upp úr J-riðli keppninnar. Aðalstjarna Tottenham, Gareth Bale, verður ekki með vegna meiðsla aftan í læri og er það mikið áfall fyrir Spurs. 6.12.2012 12:00 Stelpurnar fengu að fara niður í bæ í morgun Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk frjálsan tíma eftir morgunverð og fund í morgun og skelltu sér flestar niður í bæ til að skoða sig um og kannski versla aðeins enda verðlagið hagstætt hér í Vrsac. 6.12.2012 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Öryggisverðirnir fengu mynd af sér með íslensku stelpunum Það hefur verið mikil öryggisgæsla í kringum íslenska kvennalandsliðið á meðan liðið hefur verið í Vrsac og rúta liðsins fer aldrei neitt nema í fylgd tveggja lögreglubíla. Serbar ætla að passa upp á ekkert komi upp á á meðan Evrópukeppninni stendur. 7.12.2012 15:00
Þórey Rósa: Nú er bara komið að því að spila góðar 60 mínútur Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur skoraði tvö af þremur hraðaupphlaupsmörkum Íslands á Evrópumótinu samkvæmt tölfræði mótshaldara í Serbíu en íslenska liðið þarf að fá fleiri auðveld mörk ætli stelpurnar að vinna Rússa í kvöld og komast í milliriðilinn. 7.12.2012 14:00
Sálfræðistríðið fyrir slaginn um Manchester hafið - Mancini hrósar Man Utd Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester City, mun bíða fram á síðustu stundu með liðsvalið fyrir stórleikinn gegn Manchester United á sunnudaginn. Óvíst er hvort David Silva leikmaður Man City verði leikfær en Mancini vonast til þess að hann geti gefið Spánverjanum tækifæri í þessum mikilvæga leik sem fram fer á Etihad Stadium heimavelli Man City. 7.12.2012 13:30
Hanna Guðrún stríddi liðsfélögum sínum í viðtölunum Hanna Guðrún Stefánsdóttir er létt og skemmtileg og notar greinilega hvert tækifæri til að koma liðsfélögum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í enn betra skap. Fjölmiðlamenn fengu að kynnast prakkaranum Hönnu Guðrún Stefánsdóttur í viðtölum eftir æfingu liðsins í gær. 7.12.2012 12:45
Hrafnhildur: Forréttindi að fá þennan úrslitaleik "Þetta er búinn að vera góður dagur. Við erum búnar að fá að fara niður í bæ og ná að rölta aðeins um Vrsac. Við erum bara búnar að hafa það kósí og fórum meira segja og fengum okkur pizzu," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, um daginn í gær þar sem íslenska liðið reyndi að safna orku fyrir átökin á móti Rússum í kvöld. 7.12.2012 12:00
Tinna lék fyrsta hringinn á 74 höggum í Marokkó Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hóf í gær leik í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna 2013. Spilað er í bænum Marrakech í Marokkó. Tinna lék hringinn í gær á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari vallar. 154 keppendur eru skráðir til leiks og er leikið í tveimu riðlum, A og B, og eru 77 í hvorum riðli. 7.12.2012 11:28
Jenný: Þetta er bara eins og bikarúrslitaleikur Jenný Ásmundsdóttir hefur spilað þrjá góða hálfleiki í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins á Evrópumóti kvenna í handbolta í Serbíu en það er ljóst að hún þarf að vera í stuði á móti Rússum í kvöld ætli íslensku stelpurnar að tryggja sér sæti í milliriðlinum. 7.12.2012 11:00
Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar Ólafur Stefánsson hefur samið við handboltaliðið Lakhwiya Sports Club í Doha í Katar. Hinn 39 ára gamli leikmaður mun fara til Katar í janúar og leika með liðinu út leiktíðina. Frá þessu er greint á vefsíðunni Handball World. Wolfgang Gütschow, umboðsmaður Ólafs, staðfestir þetta í samtali við Handball World. 7.12.2012 10:57
Lítur betur út með Rakel - verður með í kvöld Rakel Dögg Bragdóttir missti af æfingu íslenska kvennalandsliðsins í gær vegna veikinda og Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins var ekki alltof bjartsýnn í gærkvöld um það hvort að hún gæti spilað á móti Rússlandi í kvöld í lokaleik íslenska liðsins í riðlakeppninni á EM kvenna í handbolta í Serbíu. 7.12.2012 10:32
Þjálfari Rúmena óskaði eftir íslenskum sigri Lokaumferðin í D-riðli á EM kvenna í handbolta í Serbíu fer fram í kvöld og þar spila Ísland og Rússland úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Rúmenía tryggði sér sæti í milliriðlinum með sigri sínum á Íslandi í fyrrakvöld en mun hinsvegar græða á íslenskum sigri á morgun. 7.12.2012 10:30
Aoyamas skoraði og skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna Heimsmeistaramót félagsliða í knattspyrnu fer fram þessa dagana í Japan. Mótið hefur ekki fengið mikla athygli en þar skoraði Toshihiro Aoyamas leikmaður Sanfreece Hiroshimas merkilegt mark í 1-0 sigri liðsins gegn áhugamannaliðinu Auckland City. 7.12.2012 10:15
Dagný: Þurfum allar að eiga hundrað prósent leik Dagný Skúladóttir og aðrir hornamenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta fá vonandi fleiri tækifæri á því að skora hraðaupphlaupsmörk á móti Rússum í kvöld en í fyrstu tveimur leikjum liðsins á EM í handbolta kvenna í Serbíu. Íslenska liðið þarf sigur til þess að komast upp úr riðlinum. 7.12.2012 10:00
Ágúst: Getum brotið blað í sögunni "Það gengur ágætlega að skipuleggja þetta. Æfingin í kvöld var ágæt þar sem reyndum að fara aðeins yfir sóknarleikinn. Við erum að reyna að fá aðeins meiri breidd í sóknarleikinn og að stelpurnar noti betur völlinn en fari ekki of mikið inn á miðjuna. Við þurfum að geta teygt aðeins á Rússunum og þurfum líka að skjóta bæði undirskotum og skotum í skrefinu á þær því þær eru gríðarlega hávaxnar og sækja okkur ekki langt út," sagði Ágúst Jóhannsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. 7.12.2012 09:30
Serbneski þjálfarinn sleppur við refsingu Sasa Boskovic, þjálfari kvennaliðs Serbíu í handbolta, var í kastljósinu í gær þegar sýndar voru myndir af honum toga í leikmann norska landsliðsins sem var inni á vellinum. Baskovic togaði í keppnistreyju Linn Jørum Sulland, hægri hornamanns Norðmanna – og hann togaði einnig í höndina á henni. 7.12.2012 08:45
NBA í nótt: New York gjörsigraði meistaralið Miami Heat New York Knicks er á góðri siglingu í NBA deildinni í körfuknattleik. Liðið gjörsigraði meistaralið Miami Heat í nótt, 112-92, á heimavelli Miami. New York landaði sigrinum þrátt fyrir að vera án stigahæsta leikmanns liðsins, Carmelo Anthony sem er meiddur á fingri. New York hefur unnið 14 leiki og tapað 4 á þessari leiktíð og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni. 7.12.2012 08:30
Mömmurnar í íslenska landsliðinu Fjórir leikmenn íslenska landsliðsins sameina móðurhlutverkið og handboltann og hafa allar unnið sér aftur sæti í landsliðinu eftir barnsburð. Hrafnhildur Skúladóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Dagný Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir eiga saman sjö börn. 7.12.2012 07:30
"Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Óðinn Sigþórsson segir að umræðan um fyrirhugaðar breytingar á lögum um lax- og silungsveiði byggi á "algjörum misskilningi." 7.12.2012 07:00
Stelpurnar geta slegið Rússa úr leik „Við erum að reyna að hreinsa hugann og ætlum að koma brjálaðar í leikinn á morgun. Við þurfum að gleyma því sem er búið, koma ferskar til leiks og með hausinn hundrað prósent í lagi. Ég hef aðeins verið að svekkja mig á því hvernig er búið að ganga þannig að ég held að maður þurfi bara að byrja upp á nýtt," sagði Stella Sigurðardóttir um leikinn mikilvæga á móti Rússum á EM kvenna í handbolta í kvöld. 7.12.2012 06:45
Kobe Bryant í metabækurnar Kobe Bryant náði merkum áfanga í NBA-deildinni í fyrrakvöld þegar hann skoraði sitt 30.000 stig í deildinni frá upphafi. Bryant, sem er 34 ára gamall, er sá yngsti sem kemst yfir 30.000 stig í sterkustu körfuboltadeild heims. 7.12.2012 06:00
Þvílíkur klaufi | myndband Ónefndur áhorfandi á leik Vitesse og Roda í hollenska boltanum stal algjörlega senunni er hann ætlaði að sparka boltanum inn á völlinn. 6.12.2012 23:15
Fanndís búin að semja við Kolbotn Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að taka tilboði norska félagsins Kolbotn og spila með þeim næsta árið. 6.12.2012 18:17
Veigar: Stjarnan eina félagið sem hafði samband Veigar Páll Gunnarsson var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Þessi 32 ára gamli framherji skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. 6.12.2012 18:15
Obi Mikel í þriggja leikja bann John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann og sektaður um 12 milljónir króna fyrir hegðun sína í leik Chelsea og Man. Utd. 6.12.2012 17:44
Ágúst ekki bjartsýnn á að Rakel geti spilað á morgun Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ekki bjartsýnn á að Rakel Dögg Bragadóttir verðir búin að ná sér af veikindum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rússum á EM kvenna í handbolta á morgun. Rakel veiktist í morgun og var ekki með landsliðinu á æfingu í kvöld. 6.12.2012 17:31
Messi óttaðist það versta Lionel Messi, sem var borinn af velli í gær í meistaradeildarleik Barcelona og Benfica, óttaðist að um alvarleg meiðsli væri að ræða. "Ég óttaðist það versta þegar læknarnir skoðuðu mig, en þegar þeir sögðu mér að þetta væri ekkert alvarlegt, varð ég mun rólegri,“ sagði Messi við fréttamenn í dag. 6.12.2012 17:00
SVFR sendi ekki umsögn Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að stjórn félagsins hafi ekki þótt við hæfi að senda inn umsögn við frumvarp um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. Hann segir mikla vigt í afstöðu Veiðimálastofnunar. 6.12.2012 16:22
John Obi Mikel samdi við Chelsea til fimm ára John Obi Mikel, leikmaður Evrópumeistaraliðs Chelsea, skrifaði undir fimm ára samning við félagið en hann hefur verið í herbúðum enska liðsins frá árinu 2006. Nígeríumaðurinn kom til Chelsea frá norska liðinu Lyn árið 2006 og voru þau félagaskipti mjög umdeild – þar sem að Mikel hafði áður gert samkomulag við Manchester United. 6.12.2012 16:15
Fjögur lið komin áfram úr riðlum C og D - tvö sæti laus Svartfjallaland og Rúmenía tryggðu sér í gær sæti í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta kvenna í Serbíu, Svartfjallaland með því að vinna Rússa en Rúmenar með því að vinna Ísland í spennuleik. Tvær aðrar þjóðir tryggðu sig einnig áfram í gær en þær rru báðar í C-riðlinum. 6.12.2012 15:30
Tottenham komið áfram í Evrópudeildinni Tottenham vann fínan 3-1 sigur á Panathinaikos í kvöld. Þetta var leikur í lokaumferð Evrópudeildarinnar. Spurs tryggði sig inn í 32-liða úrslitin með sigrinum. 6.12.2012 15:24
Henderson skaut Liverpool áfram Jordan Henderson var hetja Liverpool í kvöld er hann skoraði eina mark leiksins gegn Udinese í kvöld. Sigurinn tryggði Liverpool sigur í riðlinum. 6.12.2012 15:21
Liðsmunurinn dugði FCK ekki | Ragnar og Rúrik úr leik FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. 6.12.2012 15:18
Öll úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni | Hvaða lið komust áfram? Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA fór fram í kvöld. Efstu tvö liðin í hverjum riðli tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum keppninnar. 6.12.2012 15:14
Umfjöllun og myndir: Stjarnan-KR 73-84 | Öll úrslit kvöldsins KR vann frábæran útisigur á Stjörnunni í níundu umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 73-84 fyrir KR-ingum sem léku án nokkurs vafa sinn besta leik í vetur í kvöld. 6.12.2012 15:05
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29 FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. 6.12.2012 15:02
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 27-17 Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla, þegar þeir sigruðu Aftureldingu 27:17 á heimavelli sínum að Ásvöllum í kvöld. Eins og tölurnar bera með sér, var sigurinn býsna sanngjarn og gestirnir náðu ekki að ógna toppliðinu að ráði þrátt fyrir fína baráttu. Haukar sitja því taplausir á topp deildarinnar með 21 stig þegar ellefu leikir eru búnir. 6.12.2012 15:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-25 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá viðureign Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. 6.12.2012 14:59
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-26 Íslandsmeistarar HK fóru sigurferð norður yfir heiðar í kvöld er þeir mættu Akureyri sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn. 6.12.2012 14:54
Gylfi og Þóra knattspyrnufólk ársins 2012 Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. 6.12.2012 14:29
Gerrard verður ekki með í kvöld en Suarez leikur Liverpool mætir Udinese í lokaumferð Evrópudeildarinnar í kvöld og fer leikur liðanna fram í Udine á Ítalíu. Liverpool verður án fyrirliða síns, Steven Gerrard, sem er veikur og fór ekki með liðinu til Ítalíu. Lucas Leiva og Daniel Agger voru einnig skildir eftir heima. 6.12.2012 14:00
Þjálfari Serbíu tók þátt í varnarleiknum frá hliðarlínunni Sasa Boskovic, þjálfari kvennalandsliðs Serbíu, gæti átt von á keppnisbanni eftir atvik sem átti sér stað í fyrsta leik liðsins á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Serbíu. 6.12.2012 13:30
Meiðsli Lionel Messi eru ekki alvarleg Lionel Messi fór meiddur af leikvelli í gær þegar Barcelona lék gegn Benfica í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Landsliðsmaðurinn frá Argentínu fór í skoðun hjá liðslæknum Barcelona í gærkvöld og í dag var greint frá því að meiðslin væru ekki alvarleg. 6.12.2012 13:15
Mourinho ætlar ekki í frí þegar hann hættir hjá Real Jose Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, hefur að undanförnu verið orðaður við þjálfun hjá Manchester City og Paris St.Germain á næstu leiktíð. Fastlega er búist við að hann fari frá Real Madrid næsta sumar. Í samtali við fréttamenn sagðist Mourinho ekki ætla að taka sér ársfrí líkt og Pep Guardiola gerði þegar hann hætti hjá Barcelona. 6.12.2012 12:30
Rúmensku stelpurnar halda með Íslandi á móti Rússlandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gæti fengið mikinn stuðning í leiknum á móti Rússlandi á morgun því það væri best fyrir Rúmena ef að Ísland kæmist áfram í milliriðil á kostnað Rússa. 6.12.2012 12:15
Bale ekki með Tottenham í kvöld Tottenham mætir gríska liðinu Panathinaikos í kvöld í Evrópudeildinni og fer leikurinn fram á White Hart Lane í London. Leikur liðanna er hreinn úrslitleikur um hvort liðið fylgir Lazio upp úr J-riðli keppninnar. Aðalstjarna Tottenham, Gareth Bale, verður ekki með vegna meiðsla aftan í læri og er það mikið áfall fyrir Spurs. 6.12.2012 12:00
Stelpurnar fengu að fara niður í bæ í morgun Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk frjálsan tíma eftir morgunverð og fund í morgun og skelltu sér flestar niður í bæ til að skoða sig um og kannski versla aðeins enda verðlagið hagstætt hér í Vrsac. 6.12.2012 11:30