Mömmurnar í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 7. desember 2012 07:30 Mömmurnar hressar í Vrsac. fréttablaðið/stefán Fjórir leikmenn íslenska landsliðsins sameina móðurhlutverkið og handboltann og hafa allar unnið sér aftur sæti í landsliðinu eftir barnsburð. Hrafnhildur Skúladóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Dagný Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir eiga saman sjö börn. Mömmurnar í íslenska landsliðinu segjast ekki vera nein klíka innan liðsins og upplifa sig ekkert öðruvísi nema kannski þegar þær sameinast í leit sinni að góðri dótabúð. Það vefst þó ekki fyrir neinum að mömmurnar fórna oft dýrmætum tíma með fjölskyldunni í að elta bolta og þær eiga mikið hrós skilið að snúa aftur í boltann þrátt fyrir talsvert flóknara líf eftir að börnin eru komin í heiminn. Fréttablaðið hitti í gær þá fjóra leikmenn landsliðsins sem eiga það sameiginlegt að hafa átt barn en snúið aftur og komist á ný í landsliðsklassa. Þetta eru skytturnar Hrafnhildur Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir, hornamaðurinn Dagný Skúladóttir og markvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir. Samtals eiga þær sjö börn en Valskonurnar þrjár, Jenný, Hrafnhildur og Dagný, eru allar tveggja barna mæður. En var ekki erfitt að koma aftur til baka í handboltann? Hrafnhildur: Já og nei. Það var svolítið erfitt að venjast því að líkaminn var seinni og hugurinn var svolítið langt á undan manni. Fyrst fór ég aðeins of geyst af stað og byrjaði á því að hlaupa á vegg í Kennó þegar ég var í leikfimi í íþróttum. Við vorum í einhverjum eltingarleik og það vildi ekki betur til en ég endaði á vegg. Hugurinn fór það langt á undan löppunum. Þetta er auðvitað erfitt en maður var frekar fljótur að ná sér eftir þetta. Dagný: Mér fannst ekkert svo erfitt að koma aftur til baka eftir fyrsta barn en það var mun erfiðara að koma til baka eftir annað barn. Þá kom líka inn álagið heima að vera með tvö börn og æfa með því. Það var samt ekkert svakalega erfitt að koma sér aftur í form. Jenný: Ég fór í rosalega langa pásu. Átti bæði börnin og kom ekki til baka fyrr en eftir tæp fjögur ár. Það voru svolítið mikil viðbrigði þegar ég byrjaði aftur. Það var dálítið spes að standa í rammanum og ætla sér að verja einhverja bolta en svo var maður varla byrjaður að hreyfa sig þegar boltinn var kominn í netið. Þetta er bara vinna og ef maður ætlar sér að gera þetta þá getur maður það með allan stuðninginn í kringum sig. Þetta er alveg hægt en þetta er mikil vinna. Jóna: Ég fór út í þetta á svolítið öðruvísi forsendum. Ég bý á Selfossi, þarf því að keyra yfir heiðina og æfi bara þrisvar í viku. Ég var rosa lengi að koma mér aftur í form og er tiltölulega nýkomin í form aftur þrátt fyrir að það séu fjögur ár síðan að ég átti barnið. Þetta hefst allt með herkjum. Það er ekki nóg með að þær hafi snúið aftur í handboltann heldur tókst þeim öllum að komast aftur í landsliðsklassa. Var það ekki frábært að komast aftur í landsliðið? Jóna: Þetta er alveg geðveikt. Ég horfði á stelpurnar í Brasilíu í fyrra og ég hugsaði bara að nú skal ég koma mér í form. Ég er bara búin að vera að vinna í því síðan. Dagný: Það var bara draumur að rætast að komast aftur í landsliðið. Ég var hætt eftir annað barn en svo þegar maður sá þennan Brasilíudraum þá gaf maður allt í þetta. Allt þetta verkefni í kringum landsliðið er orðið svo spennandi að það drífur mann áfram í þessu. Hrafnhildur: Það eru ótrúleg forréttindi að fá að vera með í þessu og fá að vera til núna þegar Ísland er að komast á stórmót þrjú ár í röð. Ein helsta ástæðan fyrir því af hverju maður er enn þá í þessu er hvað þetta er gaman og hvað gengur vel. En ætli stelpurnar séu öðruvísi handboltamenn nú þegar börnin bíða heima og þær hafa fórnað miklu til að komast á æfingarnar. Breyttust þið sem handboltamenn við það að eignast barn? Hrafnhildur: Ég róaðist mjög mikið sem persónuleiki. Ég gat verið snælduvitlaus og villt en skapið breyttist og ég varð allt önnur. Jenný: Ég róaðist rosalega mikið við að eignast börnin og mér finnst ég hafa temprast mikið í skapinu þótt að ég eigi alveg helling af skapi eftir. Þetta hefur líka breyst þannig að maður nýtir tímann á æfingunni rosalega vel. Maður gerði það ekki áður þegar maður var einn því þá var maður bara að fara á æfingu. Nú er maður svo glaður að geta komist á æfingu því það er ekkert svo sjálfsagt að komast þangað þegar maður er kominn með heimili og tvö börn. Það er bæði erfitt af því að maður er að missa af tíma með krökkunum en manni finnst maður líka vera heppinn að geta gert þetta. Jóna: Tíminn er orðinn svo svakalega dýrmætur. Maður kemur á æfingu og ætlar að nýta hverja mínútu en þegar maður var ekki með börn og heimili þá hafði maður ekki áhyggjur. Nú þegar það er æfing þá þarf maður að redda pössun og það er ekki bara minn tími sem er svo dýrmætur heldur tíminn hjá öllum sem eru að aðstoða mann. Þetta er líka gæðatími fyrir okkur að fara í áhugamálið og hitta allar stelpurnar og fá að vera með í félagsskapnum. Dagný: Ég er sammála stelpunum um það að þetta rosalega dýrmætur tími því maður er að fórna svo miklu þegar maður er að fara á æfingu. Það þarf heilmikið að plana fyrir eina æfingu með pössun og öllu öðru. Maður reynir því að nýta æfinguna sem best og mun betur en áður. Stelpurnar hafa allar tækifæri til að taka börnin með á æfingarnar og sjá alveg fyrir sér að börnin fari í handbolta í framtíðinni. Jóna: Við erum mjög heppnar því oft eru félögin að redda barnapössun einu sinni í viku og við getum þá tekið þau með. Minn er alltaf þannig að þegar hann fer á æfingu þá vill hann vera í Stjörnutreyjunni og með allt klárt. Ég vona að þetta skili sér til framtíðar og hann vilji vera í boltanum. Dagný: Hjá Val erum við með pössun þrisvar í viku og ég tek börnin mín með alla vega tvisvar í viku. Jenný: Ég var á tímabili oftar með þau með mér á æfingu en núna er vinnutíminn hjá manninum mínum þannig að hann er meira með börnin þegar ég er á æfingu. Það var líka orðið þannig á tímabili að ég náði krökkunum ekki heim því þau vildu bara vera uppi í Valsheimili því allir hinir krakkarnir komu líka. Þau ætluðu að fá hlaupa áfram og hafa gaman. Hrafnhildur: Ég er komin í aðeins öðruvísi aðstöðu því mín er orðin tólf ára og farin að passa þá yngri. Nú er þetta orðið mjög auðvelt. Ég get þannig séð, ef maðurinn er að vinna lengur, látið stóru stelpuna passa þá yngri. Svo vill þessi yngri oft fara með á æfingu og þá fær hún bara að gera það. Eldri stelpan hennar Hrafnhildar er að verða tólf ára og því langelst af landsliðsbörnunum. Þær skella allar fjórar upp úr þegar undirritaður spyr Hrafnhildi hvort að hún sjái fyrir sér að spila einhvern tímann með eldri stelpunni. „Ég held að það gerist ekki," svarar Hrafnhildur skellihlæjandi. Þær stelpur voru allar á leiðinni í verslunarleiðangur niður í bæ. „Það er búið að panta ýmislegt," sagði Jenný í léttum tón og hinar þrjár voru á sama máli. Stelpurnar nýttu örugglega þennan frjálsan tíma vel og fundu eitthvað á krakkana sína sem geta ekki beðið eftir því að fá mömmu sína heim. Mömmurnar hafa sett stefnuna á að lengja dvölina í Serbíu og koma ekki alveg strax heima. Þær geta gert það með því að tryggja sér sæti í milliriðlinum með sigri á sterku liði Rússa í dag. Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Fjórir leikmenn íslenska landsliðsins sameina móðurhlutverkið og handboltann og hafa allar unnið sér aftur sæti í landsliðinu eftir barnsburð. Hrafnhildur Skúladóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Dagný Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir eiga saman sjö börn. Mömmurnar í íslenska landsliðinu segjast ekki vera nein klíka innan liðsins og upplifa sig ekkert öðruvísi nema kannski þegar þær sameinast í leit sinni að góðri dótabúð. Það vefst þó ekki fyrir neinum að mömmurnar fórna oft dýrmætum tíma með fjölskyldunni í að elta bolta og þær eiga mikið hrós skilið að snúa aftur í boltann þrátt fyrir talsvert flóknara líf eftir að börnin eru komin í heiminn. Fréttablaðið hitti í gær þá fjóra leikmenn landsliðsins sem eiga það sameiginlegt að hafa átt barn en snúið aftur og komist á ný í landsliðsklassa. Þetta eru skytturnar Hrafnhildur Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir, hornamaðurinn Dagný Skúladóttir og markvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir. Samtals eiga þær sjö börn en Valskonurnar þrjár, Jenný, Hrafnhildur og Dagný, eru allar tveggja barna mæður. En var ekki erfitt að koma aftur til baka í handboltann? Hrafnhildur: Já og nei. Það var svolítið erfitt að venjast því að líkaminn var seinni og hugurinn var svolítið langt á undan manni. Fyrst fór ég aðeins of geyst af stað og byrjaði á því að hlaupa á vegg í Kennó þegar ég var í leikfimi í íþróttum. Við vorum í einhverjum eltingarleik og það vildi ekki betur til en ég endaði á vegg. Hugurinn fór það langt á undan löppunum. Þetta er auðvitað erfitt en maður var frekar fljótur að ná sér eftir þetta. Dagný: Mér fannst ekkert svo erfitt að koma aftur til baka eftir fyrsta barn en það var mun erfiðara að koma til baka eftir annað barn. Þá kom líka inn álagið heima að vera með tvö börn og æfa með því. Það var samt ekkert svakalega erfitt að koma sér aftur í form. Jenný: Ég fór í rosalega langa pásu. Átti bæði börnin og kom ekki til baka fyrr en eftir tæp fjögur ár. Það voru svolítið mikil viðbrigði þegar ég byrjaði aftur. Það var dálítið spes að standa í rammanum og ætla sér að verja einhverja bolta en svo var maður varla byrjaður að hreyfa sig þegar boltinn var kominn í netið. Þetta er bara vinna og ef maður ætlar sér að gera þetta þá getur maður það með allan stuðninginn í kringum sig. Þetta er alveg hægt en þetta er mikil vinna. Jóna: Ég fór út í þetta á svolítið öðruvísi forsendum. Ég bý á Selfossi, þarf því að keyra yfir heiðina og æfi bara þrisvar í viku. Ég var rosa lengi að koma mér aftur í form og er tiltölulega nýkomin í form aftur þrátt fyrir að það séu fjögur ár síðan að ég átti barnið. Þetta hefst allt með herkjum. Það er ekki nóg með að þær hafi snúið aftur í handboltann heldur tókst þeim öllum að komast aftur í landsliðsklassa. Var það ekki frábært að komast aftur í landsliðið? Jóna: Þetta er alveg geðveikt. Ég horfði á stelpurnar í Brasilíu í fyrra og ég hugsaði bara að nú skal ég koma mér í form. Ég er bara búin að vera að vinna í því síðan. Dagný: Það var bara draumur að rætast að komast aftur í landsliðið. Ég var hætt eftir annað barn en svo þegar maður sá þennan Brasilíudraum þá gaf maður allt í þetta. Allt þetta verkefni í kringum landsliðið er orðið svo spennandi að það drífur mann áfram í þessu. Hrafnhildur: Það eru ótrúleg forréttindi að fá að vera með í þessu og fá að vera til núna þegar Ísland er að komast á stórmót þrjú ár í röð. Ein helsta ástæðan fyrir því af hverju maður er enn þá í þessu er hvað þetta er gaman og hvað gengur vel. En ætli stelpurnar séu öðruvísi handboltamenn nú þegar börnin bíða heima og þær hafa fórnað miklu til að komast á æfingarnar. Breyttust þið sem handboltamenn við það að eignast barn? Hrafnhildur: Ég róaðist mjög mikið sem persónuleiki. Ég gat verið snælduvitlaus og villt en skapið breyttist og ég varð allt önnur. Jenný: Ég róaðist rosalega mikið við að eignast börnin og mér finnst ég hafa temprast mikið í skapinu þótt að ég eigi alveg helling af skapi eftir. Þetta hefur líka breyst þannig að maður nýtir tímann á æfingunni rosalega vel. Maður gerði það ekki áður þegar maður var einn því þá var maður bara að fara á æfingu. Nú er maður svo glaður að geta komist á æfingu því það er ekkert svo sjálfsagt að komast þangað þegar maður er kominn með heimili og tvö börn. Það er bæði erfitt af því að maður er að missa af tíma með krökkunum en manni finnst maður líka vera heppinn að geta gert þetta. Jóna: Tíminn er orðinn svo svakalega dýrmætur. Maður kemur á æfingu og ætlar að nýta hverja mínútu en þegar maður var ekki með börn og heimili þá hafði maður ekki áhyggjur. Nú þegar það er æfing þá þarf maður að redda pössun og það er ekki bara minn tími sem er svo dýrmætur heldur tíminn hjá öllum sem eru að aðstoða mann. Þetta er líka gæðatími fyrir okkur að fara í áhugamálið og hitta allar stelpurnar og fá að vera með í félagsskapnum. Dagný: Ég er sammála stelpunum um það að þetta rosalega dýrmætur tími því maður er að fórna svo miklu þegar maður er að fara á æfingu. Það þarf heilmikið að plana fyrir eina æfingu með pössun og öllu öðru. Maður reynir því að nýta æfinguna sem best og mun betur en áður. Stelpurnar hafa allar tækifæri til að taka börnin með á æfingarnar og sjá alveg fyrir sér að börnin fari í handbolta í framtíðinni. Jóna: Við erum mjög heppnar því oft eru félögin að redda barnapössun einu sinni í viku og við getum þá tekið þau með. Minn er alltaf þannig að þegar hann fer á æfingu þá vill hann vera í Stjörnutreyjunni og með allt klárt. Ég vona að þetta skili sér til framtíðar og hann vilji vera í boltanum. Dagný: Hjá Val erum við með pössun þrisvar í viku og ég tek börnin mín með alla vega tvisvar í viku. Jenný: Ég var á tímabili oftar með þau með mér á æfingu en núna er vinnutíminn hjá manninum mínum þannig að hann er meira með börnin þegar ég er á æfingu. Það var líka orðið þannig á tímabili að ég náði krökkunum ekki heim því þau vildu bara vera uppi í Valsheimili því allir hinir krakkarnir komu líka. Þau ætluðu að fá hlaupa áfram og hafa gaman. Hrafnhildur: Ég er komin í aðeins öðruvísi aðstöðu því mín er orðin tólf ára og farin að passa þá yngri. Nú er þetta orðið mjög auðvelt. Ég get þannig séð, ef maðurinn er að vinna lengur, látið stóru stelpuna passa þá yngri. Svo vill þessi yngri oft fara með á æfingu og þá fær hún bara að gera það. Eldri stelpan hennar Hrafnhildar er að verða tólf ára og því langelst af landsliðsbörnunum. Þær skella allar fjórar upp úr þegar undirritaður spyr Hrafnhildi hvort að hún sjái fyrir sér að spila einhvern tímann með eldri stelpunni. „Ég held að það gerist ekki," svarar Hrafnhildur skellihlæjandi. Þær stelpur voru allar á leiðinni í verslunarleiðangur niður í bæ. „Það er búið að panta ýmislegt," sagði Jenný í léttum tón og hinar þrjár voru á sama máli. Stelpurnar nýttu örugglega þennan frjálsan tíma vel og fundu eitthvað á krakkana sína sem geta ekki beðið eftir því að fá mömmu sína heim. Mömmurnar hafa sett stefnuna á að lengja dvölina í Serbíu og koma ekki alveg strax heima. Þær geta gert það með því að tryggja sér sæti í milliriðlinum með sigri á sterku liði Rússa í dag.
Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira