SVFR sendi ekki umsögn Trausti Hafliðason skrifar 6. desember 2012 16:22 Veiðihúsið SVFR við Elliðaár. Mynd / Trausti Hafliðason Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að stjórn félagsins hafi ekki þótt við hæfi að senda inn umsögn við frumvarp um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. Hann segir mikla vigt í afstöðu Veiðimálastofnunar. „Við fengum frumvarpsdrögin til umsagnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur," segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR. „Okkur þótti í sjálfu sér ekki við hæfi að við færum að tjá okkur um of um þætti sem lúta að fyrirkomulagi veiðimála hjá viðsemjendum okkar, veiðiréttareigendunum sjálfum. Við teljum að sjálfsögðu brýnt að þessi mál séu rædd, enda kom það í ljós að það eru mjög skiptar skoðanir um frumvarpið. Það er mikil andstaða ýmissa aðila við frumvarpsdrögin og okkur þykir mjög mikil vigt í afstöðu Veiðimálastofnunar." Bjarni er sjálfur formaður Veiðifélags Stóru Langadalsár og Setbergsár. „Það ágæta veiðifélag er eitt af mjög fáum veiðifélögum á landinu sem er deildarskipt – ég veit einungis um tvö deildarskipt félög það er Veiðifélag Árnesinga og Stóru Langadalsár og Setbergsár. Sem veiðiréttareigandi og formaður þessa veiðifélags þá sé ég í sjálfu sér ekki alveg tilganginn í þeim breytingum sem lagðar eru til á lögunum og það er mín persónulega skoðun að þarna sé löggjafinn á villigötum og hafi heldur betur kastað til höndunum við smíðina. Ég set líka spurningamerki við þá aðila sem voru kallaðir til og skil ekki af hverju Veiðimálastofnun átti til dæmis ekki fulltrúa í nefndinni."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði
Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að stjórn félagsins hafi ekki þótt við hæfi að senda inn umsögn við frumvarp um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. Hann segir mikla vigt í afstöðu Veiðimálastofnunar. „Við fengum frumvarpsdrögin til umsagnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur," segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR. „Okkur þótti í sjálfu sér ekki við hæfi að við færum að tjá okkur um of um þætti sem lúta að fyrirkomulagi veiðimála hjá viðsemjendum okkar, veiðiréttareigendunum sjálfum. Við teljum að sjálfsögðu brýnt að þessi mál séu rædd, enda kom það í ljós að það eru mjög skiptar skoðanir um frumvarpið. Það er mikil andstaða ýmissa aðila við frumvarpsdrögin og okkur þykir mjög mikil vigt í afstöðu Veiðimálastofnunar." Bjarni er sjálfur formaður Veiðifélags Stóru Langadalsár og Setbergsár. „Það ágæta veiðifélag er eitt af mjög fáum veiðifélögum á landinu sem er deildarskipt – ég veit einungis um tvö deildarskipt félög það er Veiðifélag Árnesinga og Stóru Langadalsár og Setbergsár. Sem veiðiréttareigandi og formaður þessa veiðifélags þá sé ég í sjálfu sér ekki alveg tilganginn í þeim breytingum sem lagðar eru til á lögunum og það er mín persónulega skoðun að þarna sé löggjafinn á villigötum og hafi heldur betur kastað til höndunum við smíðina. Ég set líka spurningamerki við þá aðila sem voru kallaðir til og skil ekki af hverju Veiðimálastofnun átti til dæmis ekki fulltrúa í nefndinni."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði