Handbolti

Öryggisverðirnir fengu mynd af sér með íslensku stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Mynd/Stefán
Það hefur verið mikil öryggisgæsla í kringum íslenska kvennalandsliðið á meðan liðið hefur verið í Vrsac og rúta liðsins fer aldrei neitt nema í fylgd tveggja lögreglubíla. Serbar ætla að passa upp á ekkert komi upp á á meðan Evrópukeppninni stendur.

Vopnaðir og vígalegir öryggisverðir sjá líka til þess að engir óboðnir gestir komist í tæri við íslensku stelpurnar þegar þær eru utan hótelsins. Stelpurnar voru því eflaust feignar þegar þær fengu að fara niður í bæ í gærmorgun án þess að öryggisverðirnir fylgdu þeim í hvert fótmál.

Það fer samt vel á með stelpunum og vörðunum sem stilltu sér meðal annars upp á mynd með stelpunum áður en liðið yfirgaf íþróttahöllina eftir æfinguna í gær. Það eru heldur ekki margir sem vilja ekki fá að vera með á mynd með stelpunum okkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×