Fleiri fréttir

Torres: Mikil vinna er loksins að skila sér

Fernando Torres, leikmaður Chelsea, fór á kostum í dag þegar hann gerði þrjú mörk gegn QPR á Stamford Bridge en leiknum lauk með 6-1 sigri þeirra bláklæddra.

Kiel flaug áfram í undanúrslitin

Kiel var síðasta liðið sem tryggði sætið sitt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag þegar liðið bar sigur úr býtum, 33-27, gegn Croatia Zabreb á heimavelli.

Ajax svo gott sem orðið hollenskur meistari

Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í dag en þar ber helst að nefna sigur Ajax á Twente en eftir leiki dagsins hefur Ajax sex stiga forskot á næsta lið og eru því svo gott sem orðnir hollenskir meistarar. Ajax hefur frábæra markatölu og útilokað titillinn renni þeim úr greipum.

Celtic fór létt með Rangers

Celtic fór létt með Rangers í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar lið vann 3-0 sigur á heimavelli.

Fer Gylfi til Manchester United á 10 milljónir punda

Gylfi Sigurðsson heldur áfram að vekja athygli í ensku úrvalsdeildinni en hann átti afar góðan leik í 4-4 jafntefli gegn Wolves í gær. Slúðurpressan í Englandi orðar Gylfa við Liverpool, Manchester United og Newcastle og er verðmiðinn talinn vera 10 milljónir punda eða rúmir tveir milljarðar íslenskra króna.

Meiðsli Rose alvarleg | Missir af úrslitakeppninni

Sigur Chicaco Bulls á Philadelphia 76ers í gær reyndist liðinu dýrkeyptur. Derrick Rose, skærasta stjarna liðsins, meiddist á hné undir lok leiksins og nú er ljóst að hann sleit krossband í hné og missir af úrslitakeppninni.

Barcelona vann og Messi jafnaði Ronaldo

Barcelona tók Rayo Vallecano í kennslustund í kvöld en lærisveinar Pep Guardiola unnu 7-0 útisigur. Lionel Messi skoraði tvö marka gestanna og er kominn með 43 mörk í deildinni á tímabilinu, jafnmörg og Cristiano Ronaldo.

Vettel segir liðið hafa tapað sjáfstraustinu

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir heimsmeistaralið Red Bull í Formúlu 1, segir lið sitt hafa tapað sjálfstraustinu sem það hafði svo sterkt í fyrra. Ástæðuna segir hann vera að liðið hafi ekki haldið gríðarlegum yfirburðum sínum milli ára.

Olympiakos grískur bikarmeistari í knattspyrnu

Olympiakos fullkomnaði því sem næst tímabilið með 2-1 sigri á Atromitos í úrslitum gríska bikarsins á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í kvöld. David Fuster var hetja liðsins en hann skoraði sigurmarkið með skalla undir lok framlengingar.

Simplicio tryggði Roma stig gegn Napolí

Fabio Simplicio var hetja Roma þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Napolí í leik kvöldsins í efstu deild ítalska boltans. Simplicio jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok.

Sigur hjá Chicago en Rose meiddist

Chicago Bulls lagði Philadelphia 76ers örugglega 103-91 í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar sem hófst í dag.

Góður sigur hjá liðsmönnum Aðalsteins

Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Eisenach unnu eins marks sigur á Erlangen í næstefstu deild þýska handboltans í dag. Lokatölurnar 20-19 fyrir heimamenn.

Martinez: Aprílmánuður sá ótrúlegasti í sögu Wigan

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 4-0 sigrinum á Newcastle í dag. Wigan hefur náð ótrúlegum úrslitum í undanförnum leikjum og er þremur stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Hólmfríður og Kristín Ýr skoruðu í sigurleik

Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu sitt markið hvor þegar Avaldsnes vann 2-0 útisigur á Medkila í næstefstu deild norska kvennaboltans í dag.

Aron skoraði í tapi gegn Nordsjælland

Aron Jóhannsson skoraði fyrir AGF frá Árósum í 5-3 tapi liðsins gegn Nordsjælland. Þetta var annar leikurinn í röð sem Aron skorar fyrir AGF.

Tillögu Víkinga hafnað á ársþingi HSÍ

Tillögu Víkings um sameiningu tveggja efstu deildanna í karlahandboltanum var vísað frá á ársþingi HSÍ í dag. Þá var Knútur G. Hauksson endurkjörinn formaður.

Hertha Berlín og Köln féllu | Barrios með þrennu

Stuðningsmenn Herthu Berlínar og Kölnar eiga um sárt að binda þess stundina en lið þeirra töpuðu leikjum sínum í efstu deild þýska boltans í dag. Liðin eru þar með fallin í næstefstu deild.

Sjá næstu 50 fréttir