Fleiri fréttir Vijay Mallya býst við harðri baráttu innan Force India Eigandi og stjórnandi Force India, Vijay Mallya, segist búast við harðri baráttu milli ökumannana liðsins í ár. Paul di Resta og Nico Hulkenberg hafa báðir ekið í 19 mótum í Formúlu 1 og eru liðsfélagar hjá Force India í ár. 13.3.2012 14:00 Sunnudagsmessan: QPR gengur betur með Heiðar í byrjunarliðinu Heiðar Helguson, íþróttamaður ársins 2011, hefur ekki leikið með QPR í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu vegna meiðsla. Gengi QPR hefur alls ekki verið gott í undanförnum leikjum og í Sunnudagsmessunni var farið yfir stöðuna. 13.3.2012 13:30 Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Meistaradeild Evrópu, 16-liða úrslit, og grannaslagur í Liverpool borg eru í aðalhlutverki á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Úrslitin í fyrstu tveimur viðureignunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar ráðast í kvöld þar sem leikið verður til þrautar. Þorsteinn J og gestir hita upp fyrir stórleiki kvöldsins og málin verða gerð upp í Meistaradeildarmörkunum. Enska úrvalsdeildin er einnig áhugaverð í kvöld þar sem Liverpool og Everton eigast við á Anfield. 13.3.2012 13:00 Meistaradeildin: Reynir spáir Bayern München sigri gegn Basel Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. 13.3.2012 12:15 Wenger gagnrýnir leikaraskapinn hjá Busquets Arsene Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, vekur oft athygli fyrir ummæli sem hann lætur falla á fréttamannafundum. Wenger sendi Sergio Busquets, leikmanni Evrópumeistaraliðs Barcelona, tóninn og segir Wenger að Busquets sé ekki heiðarlegur í sínum leik. 13.3.2012 11:30 Sunnudagsmessan: Umræða um Liverpool | Er King Kenny á réttri leið? Liverpool tapaði 1-0 gegn Sunderland um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Farið var yfir ýmis atriði sem tengjast Liverpool í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 á sunnudaginn. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason höfðu ýmislegt við gang mála að athuga hjá Liverpool og Arnar Gunnlaugsson, gestur þáttarins, er með sterkar skoðanir á leikmannakaupum liðsins undanfarin misseri. 13.3.2012 11:00 Meiðsli Tiger Woods eru ekki alvarleg Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. 13.3.2012 10:15 Meistaradeildin: Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfaranum Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfara sínum, Jupp Heynckes, sem líkir Bayern München leikmanninum við Xavi og Andres Iniesta hjá Barcelona. Schweinsteiger hefur ekki leikið með þýska liðinu að undanförnu vegna meiðsla en hann gæti verið í byrjunarliðinu þegar Bayern München tekur á móti Basel í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 13.3.2012 09:45 Er Jeremy Lin "blaðran“ sprunginn? | sjötti tapleikur NY Knicks í röð Sjö leikir fóru fram í nótt í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum. Derrick Rose skoraði 32 stig fyrri Chicago Bulls í 104-99 sigri liðsins gegn New York Knicks sem tapaði sínum sjötta leik í röð. Chicago hefur nú unnið 10 leiki í röð. 13.3.2012 09:00 Bayern og Inter þurfa sigur Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og þar reynir á tvö stórlið. Bayern München og Internazionale töpuðu bæði fyrri leiknum 1-0 á útivelli þökk sé marki í blálokin. Basel skoraði sigurmarkið á móti Bayern á 85. mínútu en sigurmark Marseille á móti Inter kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Nú eru Bayern og Inter á heimavelli en leikirnir hefjast klukkan 19.45 og eru í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 3. 13.3.2012 07:00 Verða Keflavíkurkonur deildarmeistarar í kvöld? Keflavíkurkonur geta orðið deildarmeistarar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld vinni þær Snæfell í Toyota-höllinni í Keflavík en leikurinn hefst klukkan 19.15. 13.3.2012 06:00 Heimir Guðjónsson fer yfir Meistaradeildina í Boltanum á X-inu Meistaradeild Evrópu verður aðalumræðuefnið í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Heimir Guðjónsson verður gestur þáttarins en hann er einn ef sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildarþáttunum sem Þorsteinn J stýrir. Valtýr Björn Valtýsson er stjórnandi Boltaþáttarins í dag og að venju verður komið víða við. 13.3.2012 10:30 Bróðir Lionel Messi með tattú af litla bróður á öxlinni Lionel Messi á eldri bróður sem heitir Matias og býr í Argentínu. Matias komst í fréttirnar í heimalandinu á dögunum þegar hann viðurkenndi í útvarpsviðtali að vera með húðflúr af litla bróður sínum á öxlinni. Matias segist líka vera mesti aðdáandi Lionel bróður síns. 12.3.2012 23:45 Emil og félagar felldu Torino af toppnum Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu flottan 4-1 útisigur á toppliði Torino FC 1. í ítölsku b-deildinni í kvöld en Torino missti fyrir vikið toppsætið. 12.3.2012 23:15 Chris Paul kominn með grímu eins og Kobe Það er spurning hvort grímur fari að komast í tísku í NBA-deildinni í körfubolta. Það er löngu orðið frægt að Kobe Bryant þarf að spila með grímu þessi misserin og núna er Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, einnig farinn að spila með grímu. 12.3.2012 23:15 Sigfús biðst afsökunar Sigfús Sigurðsson, leikmaður Vals hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir tap Vals á móti Fram í N1 deild karla í gær en hann gagnrýndi þar dómara leiksins þá Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólaf Pétursson. 12.3.2012 22:54 Aron Rafn: Ég gef landsliðssætið ekki svo létt frá mér "Þetta var mjög þægilegur sigur gegn sterki liði Akureyri," sagði Aron Rafn Eðvarðsson, maður leiksins, eftir sigurinn í kvöld. 12.3.2012 22:46 Tækifæri fyrir Jóhann Berg - liðsfélagi hans hjá AZ fer til Aston Villa Jóhann Berg Guðmundsson ætti að fá fleiri tækifæri með hollenska liðinu AZ Alkmaar á næsta tímabili eftir að forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa tilkynntu í dag að ástralski vængmaðurinn Brett Holman færi til Villa í sumar. 12.3.2012 22:45 Wenger: Það þurfti eitthvað sérstakt til að vinna Newcastle Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur náð að snúa við gengi liðsins og hafa Arsenal-menn nú unnið fimm deildarleiki í röð. Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið á móti Newcastle í kvöld á fjórðu mínútu í uppbótartíma en Arsenal hefur verið að tryggja sér sigra í blálokin á síðustu deildarleikjum sínum. 12.3.2012 22:40 Walcott: Tottenham má passa sig núna Theo Walcott lagði upp bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri liðsins á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og enski landsliðsmaðurinn var kátur í leikslok. Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma. 12.3.2012 22:26 Vermaelen: Sýndum hugarfar stríðsmanna Thomas Vermaelen, miðvörðurinn sterki í liði Arsenal, var hetja liðsins í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Newcastle á fjórðu mínútu í uppbótartíma. 12.3.2012 22:14 Van Persie búinn að bæta hollenska markametið í ensku úrvalsdeildinni Robin van Persie setti nýtt hollenskt markamet í ensku úrvalsdeildinni í 2-1 sigri á Newcastle í kvöld þegar hann skoraði sitt 26. deildarmark á leiktíðinni. Van Persie bætti þar með met Ruud Van Nistelrooy frá tímabilinu 2002-03. 12.3.2012 22:06 Sunnudagsmessan: Steingrímur Jóhannesson | minning Knattspyrnumaðurinn Steingrímur Jóhannesson úr Vestmannaeyjum var jarðsunginn í dag og fór útförin fram í Bústaðakirkju í Reykjavík. Steingrímur var aðeins 38 ára gamall þegar hann lést þann 1. mars en hann hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. Steingríms var minnst í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem þetta myndband var frumsýnt. 12.3.2012 21:30 Vermaelen tryggði Arsenal sigur í uppbótartíma Sigurganga Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Newcastle í einvígi liðanna í fjórða og sjötta sæti deildarinnar. Það stefndi allt í jafntefli þegar belgíski miðvörðurinn Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en þetta var fimmti deildarsigur Arsenal í röð. 12.3.2012 19:45 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 21-30 | HK upp í 3. sætið HK endurheimtu þriðja sætið með öruggum 9 marka sigri í Mosfellsbænum í kvöld. Eftir að hafa leitt allan leikinn náðu þeir ekki að hrista heimamenn frá sér fyrr en í seinni hálfleik þegar þeir gerðu út um leikinn um miðjan hálfleikinn. 12.3.2012 14:25 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 26-18 | Aron Rafn í miklu stuði Fjögurra leikja sigurganga Akureyringa í N1 deild karla í handbolta endaði í kvöld þegar Haukar unnu átta marka sigur á Akureyri, 26-18, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. 12.3.2012 14:19 Messi: Guardiola er mikilvægari en ég Lionel Messi hefur skorað 50 mörk í 43 leikjum fyrir Barcelona á tímabilinu þar á meðal 30 í spænsku úrvalsdeildinni og tólf í Meistaradeildinni. Argentínumaðurinn er þó ekki á því að hann sé mikilvægasti maðurinn í Barcelona-liðinu. 12.3.2012 22:15 FH-ingar unnu léttan sigur á botnliði Gróttu FH-ingar endurheimtu toppsætið með öruggum þrettán marka sigur á Gróttu, 31-18, í N1 deild karla í kvöld en Haukar voru klukkutíma á toppnum eftir sigur á Akureyri fyrr í kvöld. FH-ingar tóku öll völd í fyrri hálfleik og féllu ekki sömu gryfju og nágrannar þeirra á dögunum. 12.3.2012 21:09 Framkonur unnu tveggja marka sigur í Eyjum Fram náði aftur tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir tveggja marka sigur á ÍBV, 19-17, í Vestmannaeyjum í kvöld. Framliðið hefur þar með unnið 13 af 14 deildarleikjum sínum á tímabilinu en Eyjakonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar. 12.3.2012 19:48 Redknapp er í vafa um hvort landsliðsþjálfarastarfið sé það rétta Harry Redknapp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann sé í vafa um hvort það væri rétt skref að taka að sér starf sem þjálfari enska landsliðsins. Redknapp er gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna enska landsliðsins og frá því að Fabio Capello sagði upp störfum hefur nafn Redknapp verið ofarlega á blaði hjá Englendingum. 12.3.2012 19:30 Rosicky framlengir við Arsenal: Ég elska félagið Tékkinn Tomas Rosicky hefur framlengt samning sinn við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrri samningur kappans hefði runnið út í vor. 12.3.2012 18:30 Heiðarslaust lið QPR í frjálsu falli og útlitið svart Lið QPR í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu beið enn einn ósigurinn er liðið sótti Bolton heim um helgina. Eftir tapið skaust Bolton upp úr fallsæti á kostnað QPR. Útlitið er svo sannarlega svart á Loftus Road í Lundúnum. 12.3.2012 17:30 Blikar eiga sex stráka í 17 ára landsliðinu Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari 17 ára landsliðs karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM sem fram fer í Skotlandi 20. til 25. mars næstkomandi. Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru auk heimamanna, Danir og Litháar en sigurvegari riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem leikin verður í Slóveníu. 12.3.2012 16:30 Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12.3.2012 16:15 Forföll hjá landsliðinu - Guðmundur kallaði á Sigurgeir Árna og Hannes Jón Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshóp sínum fyrir vináttulandsleik á móti Þjóðverjum í Mannheim á miðvikudaginn. 12.3.2012 15:59 Lambert bestur í Championship | Poyet besti stjórinn Rickie Lambert, framherji Southampton, var valinn besti leikmaður neðri deilda ensku knattspyrnunnar um helgina. Þá hlaut Gustavo Poyet, stjóri Brighton Hove & Albion, viðurkenningu fyrir góðan árangur í starfi. 12.3.2012 15:15 Spennan magnast í N1 deild karla | þrír leikir í kvöld Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld í N1 deild karla í handbolta. Fjögur efstu lið deildarinnar leika í undanúrslitum þegar úrslitakeppnin hefst og er mili barátta um þau sæti. Fram og Valur áttust við í gær þegar 18. umferðin hófst en stórleikur kvöldsins er án efa leikur Hauka og Akureyrar. 12.3.2012 14:30 Kolbeinn æfði með Ajax í dag | Góð tilfinning Kolbeinn Sigþórsson mætti á sína fyrstu æfingu hjá Ajax Amsterdam í fimm mánuði í morgun. Landsliðsmaðurinn meiddist á ökkla í október og hefur verið í endurhæfingu síðan. 12.3.2012 14:13 Balotelli reifst við Yaya Toure | Barry ósáttur við skiptinguna Liðsfélagarnir Mario Balotelli og Yaya Toure rifust harkalega á leið sinni til búningsklefa í hálfleik í gær þegar Manchester City lék gegn Swansea á útivelli í ensku knattspyrnunni. Swansea sigraði 1-0 og mótlætið fór virkilega í taugarnar á leikmönnum Man City. 12.3.2012 13:45 Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Einn leikur er á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þar sem að Arsenal tekur á móti Newcastle. Arsenal er í fjórða sæti deildarinnar með 49 stig en Newcastle er í sjötta sæti með 44 stig. Arsenal getur með sigri nálgast Tottenham enn frekar en Tottenham er með 53 stig í þriðja sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2 og hefst útsendingin kl. 19.50 12.3.2012 13:00 Taphrina New York heldur áfram Sjö leikir fóru fram í gær í NBA deildinni í körfuknattleik. Taphrina New York heldur áfram en liðið tapaði sínum fimmta leik í röð og nú gegn Philadelphia á heimavelli, 106-94. 12.3.2012 11:45 Ecclestone: Of margir draumóramenn í Formúlu 1 Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir allt of marga draumóramenn þegar kemur að rekstri liðanna í Formúlu 1 kappakstrinum. Menn þurfi að sjá hlutina í réttu ljósi og herða ólina þegar kemur að rekstrinum. 12.3.2012 11:30 Misstir þú af enska boltanum um helgina? | Öll mörkin eru á Vísi Það var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina að venju. Manchester United náði efsta sætinu með 2-0 sigri gegn WBA á heimavelli. Á sama tíma tapaði Manchester City 1-0 á útivelli gegn nýliðum Swansea. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru nú aðgengileg á sjónvarpshluta Vísis. 12.3.2012 10:00 Bynum hetjan í þriðja sigri Lakers á Celtics í röð Los Angeles Lakers lagði erkifjendur sína frá Boston 97-94 í Staples-höllinni í Los Angeles í gærkvöldi. Lakers voru fimm stigum undir þegar tvær og hálf mínúta lifðu leiks. Frábær endasprettur tryggði liðinu sinn þriðja sigur á Celtics í röð. 12.3.2012 09:04 Justin Rose landaði fjórða PGA titlinum | Tiger hætti vegna meiðsla Englendingurinn Justin Rose vann WGC-Cadillac mótið í golfi í Flórída í gær en mótið er hluti af PGA mótaröðinni vestanhafs. Rose lék hringina fjóra samanlagt á sextán höggum undir pari. 12.3.2012 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Vijay Mallya býst við harðri baráttu innan Force India Eigandi og stjórnandi Force India, Vijay Mallya, segist búast við harðri baráttu milli ökumannana liðsins í ár. Paul di Resta og Nico Hulkenberg hafa báðir ekið í 19 mótum í Formúlu 1 og eru liðsfélagar hjá Force India í ár. 13.3.2012 14:00
Sunnudagsmessan: QPR gengur betur með Heiðar í byrjunarliðinu Heiðar Helguson, íþróttamaður ársins 2011, hefur ekki leikið með QPR í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu vegna meiðsla. Gengi QPR hefur alls ekki verið gott í undanförnum leikjum og í Sunnudagsmessunni var farið yfir stöðuna. 13.3.2012 13:30
Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Meistaradeild Evrópu, 16-liða úrslit, og grannaslagur í Liverpool borg eru í aðalhlutverki á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Úrslitin í fyrstu tveimur viðureignunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar ráðast í kvöld þar sem leikið verður til þrautar. Þorsteinn J og gestir hita upp fyrir stórleiki kvöldsins og málin verða gerð upp í Meistaradeildarmörkunum. Enska úrvalsdeildin er einnig áhugaverð í kvöld þar sem Liverpool og Everton eigast við á Anfield. 13.3.2012 13:00
Meistaradeildin: Reynir spáir Bayern München sigri gegn Basel Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. 13.3.2012 12:15
Wenger gagnrýnir leikaraskapinn hjá Busquets Arsene Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, vekur oft athygli fyrir ummæli sem hann lætur falla á fréttamannafundum. Wenger sendi Sergio Busquets, leikmanni Evrópumeistaraliðs Barcelona, tóninn og segir Wenger að Busquets sé ekki heiðarlegur í sínum leik. 13.3.2012 11:30
Sunnudagsmessan: Umræða um Liverpool | Er King Kenny á réttri leið? Liverpool tapaði 1-0 gegn Sunderland um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Farið var yfir ýmis atriði sem tengjast Liverpool í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 á sunnudaginn. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason höfðu ýmislegt við gang mála að athuga hjá Liverpool og Arnar Gunnlaugsson, gestur þáttarins, er með sterkar skoðanir á leikmannakaupum liðsins undanfarin misseri. 13.3.2012 11:00
Meiðsli Tiger Woods eru ekki alvarleg Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. 13.3.2012 10:15
Meistaradeildin: Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfaranum Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfara sínum, Jupp Heynckes, sem líkir Bayern München leikmanninum við Xavi og Andres Iniesta hjá Barcelona. Schweinsteiger hefur ekki leikið með þýska liðinu að undanförnu vegna meiðsla en hann gæti verið í byrjunarliðinu þegar Bayern München tekur á móti Basel í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 13.3.2012 09:45
Er Jeremy Lin "blaðran“ sprunginn? | sjötti tapleikur NY Knicks í röð Sjö leikir fóru fram í nótt í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum. Derrick Rose skoraði 32 stig fyrri Chicago Bulls í 104-99 sigri liðsins gegn New York Knicks sem tapaði sínum sjötta leik í röð. Chicago hefur nú unnið 10 leiki í röð. 13.3.2012 09:00
Bayern og Inter þurfa sigur Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og þar reynir á tvö stórlið. Bayern München og Internazionale töpuðu bæði fyrri leiknum 1-0 á útivelli þökk sé marki í blálokin. Basel skoraði sigurmarkið á móti Bayern á 85. mínútu en sigurmark Marseille á móti Inter kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Nú eru Bayern og Inter á heimavelli en leikirnir hefjast klukkan 19.45 og eru í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 3. 13.3.2012 07:00
Verða Keflavíkurkonur deildarmeistarar í kvöld? Keflavíkurkonur geta orðið deildarmeistarar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld vinni þær Snæfell í Toyota-höllinni í Keflavík en leikurinn hefst klukkan 19.15. 13.3.2012 06:00
Heimir Guðjónsson fer yfir Meistaradeildina í Boltanum á X-inu Meistaradeild Evrópu verður aðalumræðuefnið í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Heimir Guðjónsson verður gestur þáttarins en hann er einn ef sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildarþáttunum sem Þorsteinn J stýrir. Valtýr Björn Valtýsson er stjórnandi Boltaþáttarins í dag og að venju verður komið víða við. 13.3.2012 10:30
Bróðir Lionel Messi með tattú af litla bróður á öxlinni Lionel Messi á eldri bróður sem heitir Matias og býr í Argentínu. Matias komst í fréttirnar í heimalandinu á dögunum þegar hann viðurkenndi í útvarpsviðtali að vera með húðflúr af litla bróður sínum á öxlinni. Matias segist líka vera mesti aðdáandi Lionel bróður síns. 12.3.2012 23:45
Emil og félagar felldu Torino af toppnum Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu flottan 4-1 útisigur á toppliði Torino FC 1. í ítölsku b-deildinni í kvöld en Torino missti fyrir vikið toppsætið. 12.3.2012 23:15
Chris Paul kominn með grímu eins og Kobe Það er spurning hvort grímur fari að komast í tísku í NBA-deildinni í körfubolta. Það er löngu orðið frægt að Kobe Bryant þarf að spila með grímu þessi misserin og núna er Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, einnig farinn að spila með grímu. 12.3.2012 23:15
Sigfús biðst afsökunar Sigfús Sigurðsson, leikmaður Vals hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir tap Vals á móti Fram í N1 deild karla í gær en hann gagnrýndi þar dómara leiksins þá Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólaf Pétursson. 12.3.2012 22:54
Aron Rafn: Ég gef landsliðssætið ekki svo létt frá mér "Þetta var mjög þægilegur sigur gegn sterki liði Akureyri," sagði Aron Rafn Eðvarðsson, maður leiksins, eftir sigurinn í kvöld. 12.3.2012 22:46
Tækifæri fyrir Jóhann Berg - liðsfélagi hans hjá AZ fer til Aston Villa Jóhann Berg Guðmundsson ætti að fá fleiri tækifæri með hollenska liðinu AZ Alkmaar á næsta tímabili eftir að forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa tilkynntu í dag að ástralski vængmaðurinn Brett Holman færi til Villa í sumar. 12.3.2012 22:45
Wenger: Það þurfti eitthvað sérstakt til að vinna Newcastle Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur náð að snúa við gengi liðsins og hafa Arsenal-menn nú unnið fimm deildarleiki í röð. Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið á móti Newcastle í kvöld á fjórðu mínútu í uppbótartíma en Arsenal hefur verið að tryggja sér sigra í blálokin á síðustu deildarleikjum sínum. 12.3.2012 22:40
Walcott: Tottenham má passa sig núna Theo Walcott lagði upp bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri liðsins á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og enski landsliðsmaðurinn var kátur í leikslok. Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma. 12.3.2012 22:26
Vermaelen: Sýndum hugarfar stríðsmanna Thomas Vermaelen, miðvörðurinn sterki í liði Arsenal, var hetja liðsins í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Newcastle á fjórðu mínútu í uppbótartíma. 12.3.2012 22:14
Van Persie búinn að bæta hollenska markametið í ensku úrvalsdeildinni Robin van Persie setti nýtt hollenskt markamet í ensku úrvalsdeildinni í 2-1 sigri á Newcastle í kvöld þegar hann skoraði sitt 26. deildarmark á leiktíðinni. Van Persie bætti þar með met Ruud Van Nistelrooy frá tímabilinu 2002-03. 12.3.2012 22:06
Sunnudagsmessan: Steingrímur Jóhannesson | minning Knattspyrnumaðurinn Steingrímur Jóhannesson úr Vestmannaeyjum var jarðsunginn í dag og fór útförin fram í Bústaðakirkju í Reykjavík. Steingrímur var aðeins 38 ára gamall þegar hann lést þann 1. mars en hann hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. Steingríms var minnst í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem þetta myndband var frumsýnt. 12.3.2012 21:30
Vermaelen tryggði Arsenal sigur í uppbótartíma Sigurganga Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Newcastle í einvígi liðanna í fjórða og sjötta sæti deildarinnar. Það stefndi allt í jafntefli þegar belgíski miðvörðurinn Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en þetta var fimmti deildarsigur Arsenal í röð. 12.3.2012 19:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 21-30 | HK upp í 3. sætið HK endurheimtu þriðja sætið með öruggum 9 marka sigri í Mosfellsbænum í kvöld. Eftir að hafa leitt allan leikinn náðu þeir ekki að hrista heimamenn frá sér fyrr en í seinni hálfleik þegar þeir gerðu út um leikinn um miðjan hálfleikinn. 12.3.2012 14:25
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 26-18 | Aron Rafn í miklu stuði Fjögurra leikja sigurganga Akureyringa í N1 deild karla í handbolta endaði í kvöld þegar Haukar unnu átta marka sigur á Akureyri, 26-18, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. 12.3.2012 14:19
Messi: Guardiola er mikilvægari en ég Lionel Messi hefur skorað 50 mörk í 43 leikjum fyrir Barcelona á tímabilinu þar á meðal 30 í spænsku úrvalsdeildinni og tólf í Meistaradeildinni. Argentínumaðurinn er þó ekki á því að hann sé mikilvægasti maðurinn í Barcelona-liðinu. 12.3.2012 22:15
FH-ingar unnu léttan sigur á botnliði Gróttu FH-ingar endurheimtu toppsætið með öruggum þrettán marka sigur á Gróttu, 31-18, í N1 deild karla í kvöld en Haukar voru klukkutíma á toppnum eftir sigur á Akureyri fyrr í kvöld. FH-ingar tóku öll völd í fyrri hálfleik og féllu ekki sömu gryfju og nágrannar þeirra á dögunum. 12.3.2012 21:09
Framkonur unnu tveggja marka sigur í Eyjum Fram náði aftur tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir tveggja marka sigur á ÍBV, 19-17, í Vestmannaeyjum í kvöld. Framliðið hefur þar með unnið 13 af 14 deildarleikjum sínum á tímabilinu en Eyjakonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar. 12.3.2012 19:48
Redknapp er í vafa um hvort landsliðsþjálfarastarfið sé það rétta Harry Redknapp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann sé í vafa um hvort það væri rétt skref að taka að sér starf sem þjálfari enska landsliðsins. Redknapp er gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna enska landsliðsins og frá því að Fabio Capello sagði upp störfum hefur nafn Redknapp verið ofarlega á blaði hjá Englendingum. 12.3.2012 19:30
Rosicky framlengir við Arsenal: Ég elska félagið Tékkinn Tomas Rosicky hefur framlengt samning sinn við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrri samningur kappans hefði runnið út í vor. 12.3.2012 18:30
Heiðarslaust lið QPR í frjálsu falli og útlitið svart Lið QPR í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu beið enn einn ósigurinn er liðið sótti Bolton heim um helgina. Eftir tapið skaust Bolton upp úr fallsæti á kostnað QPR. Útlitið er svo sannarlega svart á Loftus Road í Lundúnum. 12.3.2012 17:30
Blikar eiga sex stráka í 17 ára landsliðinu Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari 17 ára landsliðs karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM sem fram fer í Skotlandi 20. til 25. mars næstkomandi. Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru auk heimamanna, Danir og Litháar en sigurvegari riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem leikin verður í Slóveníu. 12.3.2012 16:30
Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12.3.2012 16:15
Forföll hjá landsliðinu - Guðmundur kallaði á Sigurgeir Árna og Hannes Jón Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshóp sínum fyrir vináttulandsleik á móti Þjóðverjum í Mannheim á miðvikudaginn. 12.3.2012 15:59
Lambert bestur í Championship | Poyet besti stjórinn Rickie Lambert, framherji Southampton, var valinn besti leikmaður neðri deilda ensku knattspyrnunnar um helgina. Þá hlaut Gustavo Poyet, stjóri Brighton Hove & Albion, viðurkenningu fyrir góðan árangur í starfi. 12.3.2012 15:15
Spennan magnast í N1 deild karla | þrír leikir í kvöld Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld í N1 deild karla í handbolta. Fjögur efstu lið deildarinnar leika í undanúrslitum þegar úrslitakeppnin hefst og er mili barátta um þau sæti. Fram og Valur áttust við í gær þegar 18. umferðin hófst en stórleikur kvöldsins er án efa leikur Hauka og Akureyrar. 12.3.2012 14:30
Kolbeinn æfði með Ajax í dag | Góð tilfinning Kolbeinn Sigþórsson mætti á sína fyrstu æfingu hjá Ajax Amsterdam í fimm mánuði í morgun. Landsliðsmaðurinn meiddist á ökkla í október og hefur verið í endurhæfingu síðan. 12.3.2012 14:13
Balotelli reifst við Yaya Toure | Barry ósáttur við skiptinguna Liðsfélagarnir Mario Balotelli og Yaya Toure rifust harkalega á leið sinni til búningsklefa í hálfleik í gær þegar Manchester City lék gegn Swansea á útivelli í ensku knattspyrnunni. Swansea sigraði 1-0 og mótlætið fór virkilega í taugarnar á leikmönnum Man City. 12.3.2012 13:45
Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Einn leikur er á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þar sem að Arsenal tekur á móti Newcastle. Arsenal er í fjórða sæti deildarinnar með 49 stig en Newcastle er í sjötta sæti með 44 stig. Arsenal getur með sigri nálgast Tottenham enn frekar en Tottenham er með 53 stig í þriðja sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2 og hefst útsendingin kl. 19.50 12.3.2012 13:00
Taphrina New York heldur áfram Sjö leikir fóru fram í gær í NBA deildinni í körfuknattleik. Taphrina New York heldur áfram en liðið tapaði sínum fimmta leik í röð og nú gegn Philadelphia á heimavelli, 106-94. 12.3.2012 11:45
Ecclestone: Of margir draumóramenn í Formúlu 1 Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir allt of marga draumóramenn þegar kemur að rekstri liðanna í Formúlu 1 kappakstrinum. Menn þurfi að sjá hlutina í réttu ljósi og herða ólina þegar kemur að rekstrinum. 12.3.2012 11:30
Misstir þú af enska boltanum um helgina? | Öll mörkin eru á Vísi Það var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina að venju. Manchester United náði efsta sætinu með 2-0 sigri gegn WBA á heimavelli. Á sama tíma tapaði Manchester City 1-0 á útivelli gegn nýliðum Swansea. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru nú aðgengileg á sjónvarpshluta Vísis. 12.3.2012 10:00
Bynum hetjan í þriðja sigri Lakers á Celtics í röð Los Angeles Lakers lagði erkifjendur sína frá Boston 97-94 í Staples-höllinni í Los Angeles í gærkvöldi. Lakers voru fimm stigum undir þegar tvær og hálf mínúta lifðu leiks. Frábær endasprettur tryggði liðinu sinn þriðja sigur á Celtics í röð. 12.3.2012 09:04
Justin Rose landaði fjórða PGA titlinum | Tiger hætti vegna meiðsla Englendingurinn Justin Rose vann WGC-Cadillac mótið í golfi í Flórída í gær en mótið er hluti af PGA mótaröðinni vestanhafs. Rose lék hringina fjóra samanlagt á sextán höggum undir pari. 12.3.2012 08:00