Fleiri fréttir

Undanúrslitin klár í 1. deild karla | Hamar náði 2.sætinu

Lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni 1. deildarinnar í ár. KFÍ var þegar búið að vinna deildina og tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni en Hamar, Skallagrímur, Höttur og ÍA keppa um hitt sætið.

Napoli skoraði sex mörk - langþráður sigur hjá Inter

Napoli-liðið hitaði upp fyrir seinni leikinn á móti Chelsea í Meistaradeildinni með því að vinna 6-3 sigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Inter Milan vann á sama tíma langþráðan sigur á útivelli á móti Chievo.

Valskonur unnu 19 marka sigur á HK í kvöld

Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu 19 marka sigur á HK, 41-22, í Vodfone-höllinni í kvöld og komust með því upp að hlið Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valsliðið er búið að vinna alla sjö heimaleiki sína í vetur.

Þórsarar skelltu nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur | Komnir í 2. sætið

Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir upp í annað sæti Iceland Express deildar karla eftir tíu stiga sigur á nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur, 79-69, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík var búið að vinna tíu deildarleiki í röð fyrir leikinn í kvöld og þetta var aðeins annað deildartap Grindvíkinga á tímabilinu.

Sjötti heimasigur Rhein-Neckar Löwen í röð

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen héldu sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á Björgvini Pál Gústavssyni og félögum í SC Magdeburg, 30-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Löwen styrkti stöðu sína í fimmta sætinu með þessum sigri sem var sá sjötti í röð í SAP Arena.

Mourinho með betri árangur en Pep í fyrstu 100 leikjunum

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, er þegar búinn að endurskrifa þjálfarasöguna á Spáni og státar nú af betra vinningshlutfalli en Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, í fyrstu 100 leikjum sínum sem þjálfari.

Tap hjá bæði Sundsvall og Solna | Hlynur með 20 stig í kvöld

Sundsvall Dragons tókst ekki að komast í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld þegar liðið tapað með átta stigum á heimavelli á móti toppliði Norrköping Dolphins, 72-80. Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings töpuðu naumlega á útivelli á móti Borås Basket.

Nordsjælland fyrsta danska liðið til að spila á gervigrasi

Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur ákveðið að skipta grasvelli sínum út fyrir gervigras en heimavöllur liðsins, Farum Park, verður orðinn upphitaður gervigrasvöllur í sumarlok. Nordsjælland hefur fengið leyfi danska knattspyrnusambandsins til að spila leiki sína á gervigrasi frá og með tímabilinu 2012-13.

Di Matteo: Torres er frábær náungi og okkur mikils virði

Roberto Di Matteo, nýr stjóri Chelsea, virðist ætla að veðja á spænska framherjann Fernando Torres þótt að Torres hafi ekki skorað í meira en sólarhring í leikjum með Chelsea og spænska landsliðinu. Torres spilaði allar 90 mínúturnar í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Di Matteo.

Margir fjarverandi gegn Þjóðverjum | Tveir nýliðar í hópnum

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið 17 leikmenn sem fara til Þýskalands í næstu viku og leika þar vináttulandsleik gegn Þýskalandi í Mannheim. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 14.mars og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.

Blackburn vill fá Zenden

Steve Kean, stjóri Blackburn, er þessa dagana á eftir Hollendingnum Boudewijn Zenden sem flestir héldu eflaust að væri búinn að leggja skóna á hilluna.

Mikil spenna fyrir lokaumferðina í 1. deild karla í körfu

Lokaumferðin næst efstu deildar karla í körfubolta fer fram fram í kvöld. Skagamenn og Breiðablik eiga bæði möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti deildarinnar. KFÍ hefur nú þegar tryggt sér úrvalsdeildarsæti en liðið er deildarmeistari og fá Ísfirðingar deildarmeistarabikarinn og verðlaun í kvöld eftir leik liðsins gegn Skallagrím úr Borgarnesi.

Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011

Árið 2011 jókst laxveiðin á Jöklu svæðinu um 62% frá fyrra ári og endaði laxveiðin í 565. Svæðið var veitt með 4 til 6 stöngum árið 2011. Samtals voru nýttir stangardagar 413 sem skiluðu 565 löxum eða 1,4 lax á hvern stangardag.

Erfið byrjun hjá Rory McIlroy og Tiger Woods

Ástralinn Adam Scott og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru jafnir í efsta sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Cadillac – meistaramótinu í golfi sem hófst í gær. Þeir léku báðir á 66 höggum eða 6 höggum undir pari á "bláa skrímslinu“ á Doral golfsvæðinu. Flestir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda og þar má nefna Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Tiger Wods frá Bandaríkjunum.

Hvað er um að vera á sportstöðvunum um helgina?

Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og um helgina. Í kvöld er áhugaverður leikur í þýska handboltanum þar sem íslenskir landsliðsmenn, og landsliðsþjálfarinn koma við sögu.

Rossi segir umboðsmanni sínum að hætta að ljúga

Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi er ekki alls kostar sáttur við umboðsmann sinn þessa dagana. Sá hefur verið að gefa það út að leikmaðurinn vilji fara frá Villarreal en það ku ekki vera satt.

Sneijder ætlar til Englands í sumar

Samkvæmt heimildum erlendra miðla þá hefur Hollendingurinn Wesley Sneijder ákveðið að færa sig um set í ensku úrvalsdeildina næsta sumar.

Pepsi-deildin á Stöð 2 Sport í sumar

Sýnt verður frá keppni í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Stöð 2 Sport í sumar eins og undanfarin ár. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdarstjóri dagskrársviðs 365, staðfesti það við Vísi.

Ferguson beðinn um að þegja

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ganga ansi langt í stjórnsemi sinni því það hefur nú beðið Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, að tjá sig ekki um landsliðsþjálfaramálin hjá Englandi.

Kompany meiddist í gær

Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, verður fjarverandi á næstunni eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Sporting Lisbon í gær.

Fatlaður bróðir Hamiltons fetar í spor bróður síns

Breska ríkissjónvarpið sýndi á dögunum heimildamyndina "Racing with the Hamiltons: Nic in the driving seat". Hún fjallar um hvernig bróðir Formúlu 1 ökuþórsins Lewis Hamilton framkvæmir það sem hann hélt að væri sér ávalt ókleift.

Hinn fullkomni leikmaður

Lionel Messi hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar. Hann varð fyrsti maðurinn til að skora fimm mörk í einum leik í Meistaradeildinni og er á góðri leið með að slá öll markamet sem hann á möguleika á að slá.

Sandro dansar í myndbandi meints nauðgara

Forráðamenn Tottenham eru ekkert allt of kátir með brasilíska miðjumanninn sinn, Sandro, eftir að hann kom fram í tónlistarmyndbandi með rappara sem hefur verið kærður fyrir tvær nauðganir.

Hádramatík þegar Valsmenn unnu toppliðið - myndir

Valsmenn héldu lífi í voninni um sæti í úrslitakeppni N1 deildar karla með 28-27 sigri á FH í 17. umferð N1 deildar karla í kvöld. Valsmenn hafa þar með náð í þrjú stig af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum sínum á móti toppliðum deildarinnar. Valsliðið tók stig af Haukum í umferðinni á undan en það jafntefli kostaði Haukana toppsætið.

Ferguson: Við töpuðum sanngjarnt í kvöld

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tefldi fram sterku liði á móti Athletic Bilbao í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en varð engu að síður að horfa upp á sína menn lendi 1-3 undir og tapa að lokum 2-3.

Grótta vann mjög óvæntan sigur á Haukum

Botnlið Gróttu fagnaði sínum fyrsta sigri í vetur þegar liðið vann þriggja marka sigur á bikarmeisturum Hauka, 23-20, á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Haukarnir lentu mest sjö mörkum undir og hið unga lið Gróttu hélt síðan út í lokin.

Athletic Bilbao vann á Old Trafford í mögnuðum leik

Manchester United tapaði öðrum heimaleiknum í röð í Evrópudeildinni í kvöld þegar liðið lá 2-3 fyrir spænska liðinu Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitunum. United komst í 1-0 í leiknum en spænska liðið spilaði frábærlega á Old Trafford í kvöld komst í 3-1 áður Wayne Rooney minnkaði muninn í lokin með sínu öðru marki

Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-66

Íslandsmeistaralið KR átti ekki í vandræðum með Tindastól þegar liiðin mættust í Iceland Express deild karlaí körfubolta í kvöld. KR-ingar skoruðu 84 stig gegn 66 stigum Tindastóls. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Nánari umfjöllun og viðtöl koma síðar í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-28 | Akureyri í toppbaráttuna

Akureyri vann sinn fjórða leik í röð í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á HK í Höllinni á Akureyri. HK var fyrir leikinn búið að vinna báða deildarleiki liðanna í vetur. Akureyringar komust upp fyrir HK og upp í þriðja sætið með þessum sigri en norðanmenn eru búnir að vinna sjö af síðustu átta deildarleikjum sínum.

Gott kvöld fyrir spænsku liðin í Evrópudeildinni | Úrslit og markaskorarar

Spænsku liðin unnu góða sigra í leikjum sínum í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og Manchester-liðin þurftu bæði að sætta sig við tap. Atlético Madrid og Valencia unnu bæði tveggja marka sigra en fengu á sig mörk á lokasprettinum. Athletic Bilbao vann frábæran sigur á Old Traffird.

Hælspyrna felldi Manchester City í Lissabon

Brasilíski miðvörðurinn Xandao skoraði eina mark leiksins með óvæntri hælspyrnu þegar Sporting Lissabon vann Manchester City 1-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Portúgal í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 95-93

Njarðvíkingar lögðu granna sína frá Keflavík í spennuþrungnum leik í Ljónagryfjunni í kvöld 95-93. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, fékk tækifæri til að jafna leikinn af vítalínunni í lokin en setti aðeins eitt skota sinna ofan í.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 30-25

Þrátt fyrir að hafa verið undir fyrstu 48 mínútur leiksins náðu Framarar að stíga upp fyrir lokin og tryggja sér öruggan 5 marka sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld, 30-25.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-27 | Umdeilt sigurmark

Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu.

KR-ingar upp í annað sætið - myndir

KR-ingar komust upp í 2. sæti Iceland Express deildar karla í kvöld með því að vinna 18 stiga sigur á Tindastól, 84-66. KR hefndu þarna fyrir tapið á móti Stólunum í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum.

Helgi Már og félagar unnu toppliðið

Helgi Már Magnússon og félgagar í 08 Stockholm HR unnu dramatískan eins stigs heimasigur á toppliði Södertälje Kings, 68-67, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir