Fleiri fréttir

Wenger: Jack Wilshere gæti komið til baka í næsta mánuði

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er bjartsýnn á að sjá miðjumanninn Jack Wilshere í búningi félagsins innan eins mánaðar. Wilshere hefur ekkert spilað með Arsenal á tímabilinu en hann fór í aðgerð á ökkla í september og meiddist síðan aftur í endurhæfingunni.

Guardiola: Af hverju ætti ég að hvíla Messi

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var að sjálfsögðu kátur eftir 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Lionel Messi skoraði eitt og lagði upp annað í leiknum en eftir leikinn var Guardiola spurður út í það hvort að hann ætti að hvíla Messi meira.

Messi og félagar sýndu styrk sinn í Leverkusen - myndir

Tvö mörk frá Sílemanninum Alexis Sanchez og mark frá snillingnum Lionel Messi í blálokin tryggðu Barcelona 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Börsungar eru svo gott sem komnir áfram í átta liða úrslitin eftir þennan flotta sigur.

Aron og félagar unnu langþráðan sigur | Coventry vann án Hermanns

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City unnu 3-1 sigur á Peterborough í ensku b-deildinni í kvöld en þetta fyrsti deildarsigur Cardiff-liðsins í fjórum leikjum síðan að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik enska deildarbikarsins á móti Liverpool.

Lyon náði bara að skora eitt framhjá varnarmúr APOEL

Alexandre Lacazette tryggði franska liðinu Lyon 1-0 sigur á APOEL Nicosia frá Kýpur í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þessi úrslit þýða að Kýpurmennirnir eiga enn ágæta möguleika á því að komast í átta liða úrslitin.

Barcelona í flottum málum eftir 3-1 útisigur á Leverkusen

Evrópumeistarar Barcelona eru í frábærum málum eftir 3-1 útisigur á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Sílemaðurinn Alexis Sánchez var hetja kvöldsins hjá Börsungum því hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins sitthvorum megin við hálfleikinn og Lionel Messi innsiglaði síðan sigurinn í lokin.

Lolli í Val síðastur á undan Lennon til að skora fimm á móti KR

KR-ingurinn Ólafur Brynjar Halldórsson hefur að venju tekið saman skemmtilegar staðreyndir um KR-liðið á heimasíðu félagsins en greinin um 5-0 tap KR á móti Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins er nú komin inn á síðunni undir fyrirsögninni "A Hard Day's Night"

Sonur Atla Eðvaldssonar farin frá FH yfir í KR

Emil Atlason hefur ákveðið að skipta úr FH yfir í KR í fótboltanum en þetta kemur fram á heimasíðu KR. Emil Atlason er 19 ára gamall og spilar framarlega á miðjunni eða sem framherji. Hann er sonur Atla Eðvaldsson, fyrrum atvinnumanns og landsliðsfyrirliða og er yngri bróðir landsliðskonunnar Sifjar Atladóttur og Egils Atlasonar sem hefur spilað lengst með Víkingum.

Tap hjá Brynjari og félögum í Jämtland

Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jämtland Basket þurftu að sætta sig við naumt 79-81 tap á útivelli á móti LF Basket í sænska körfuboltanum í kvöld. Jämtland var yfir stóran hluta leiksins en missti leikinn frá sér í lokin.

Kynþáttafordómakæra Collymore tekin fyrir

Kæra Stan Collymore, fyrrum leikmanns Liverpool, gegn 21 árs gömlum námsmanni var tekinn fyrir hjá dómstólum í Newcastle í dag. Collymore kærði manninn fyrir gróft kynþáttaníð í sinn garð á Twitter.

Ronaldinho inni en bæði Kaka og Robinho úti í kuldanum

Ronaldinho er í landsliðshópi Brasilíu fyrir vináttulandsleik á móti Bosníu í lok mánaðarins en landsliðsþjálfarinn Mano Menezes hefur valið 23 leikmenn fyrir leikinn sem fer fram í Sviss 28. febrúar næstkomandi.

Giggs: Erfitt að meta hvenær best sé að hætta

Goðsögnin Ryan Giggs hjá Man. Utd viðurkennir að hann sé hræddur um að velja rangan tímapunkt þegar kemur að því að leggja skóna á hilluna. Það stendur reyndar ekki til hjá Giggs að hætta á næstunni þar sem hann er búinn að semja við Man. Utd út næstu leiktíð.

Tevez lentur í Manchester - myndir

Argentínumaðurinn Carlos Tevez er lentur í Manchester eftir þriggja mánaða útlegð í heimalandinu. Þangað fór hann í óþökk félags síns, Man. City.

Sverrir hættur hjá FH

Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild FH um starfslok sín hjá félaginu. Frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu FH í dag.

Meiðsli Rose ekki alvarleg

Chicago Bulls hefur saknað leikstjórnandans Derrick Rose í síðustu leikjum en Rose er meiddur í baki og hefur verið í miklum rannsóknum vegna meiðslanna.

Sunnudagsmessan: Tekur Redknapp við enska landsliðinu?

Harry Redknapp er enn í baráttunni um enska meistaratitilinn með lið sitt Tottenham í ensku úrvalsdeildinni eftir 5-0 sigur liðsins um helgina gegn Newcastle. Redknapp er ofarlega á lista yfir þá sem eru líklegir til þess að taka við enska landsliðinu eftir að Fabio Capello hætti þar störfum á dögunum.

Rut búin að framlengja við Holstebro

Hin 21 árs gamla landsliðskona, Rut Jónsdóttir, er búinn að framlengja samningi sínum við danska liðið Team Tvis Holstebro um tvö ár.

Sunnudagsmessan: Sagan endalausa af Suárez og Evra

Sagan endalausa um samskipti þeirra Luis Suárez framherja Liverpool og Patrice Evra varnarmanns Manchester United var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðu mála með Þorvaldi Örlygssyni þjálfara Fram sem var gestur "Messunnar“ að þessu sinni.

Rétt rúmar 6 vikur í veiðitímabilið

Það eru eflaust margir veiðimenn farnir að kíkja á græjurnar og sjá hvernig vetrardvöl í geymslunni hefur farið með þær. Núna eru rétt rúymar 6 vikur í að veiðin hefjist og eins og venjulega má reikna með fyrstu fréttunum úr Varmá strax um hádegisbil ef veður og veiði er í lagi.

Sunnudagsmessan: Síðasta Elokobi-hornið

George Nganyuo Elokobi mun ekki leika fleiri leiki með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves á þessari leiktíð. Hann hefur nú verið lánaður til Nottingham Forest í næst efstu deild. Í Sunnudagsmessunni var Elokobi kvaddur með þessu myndbandi.

Úthlutun lokið hjá SVFR

Þá er formlegri úthlutun lokið hjá SVFR. Því miður, eins og alltaf, fengu ekki allir félagsmenn úthlutað á A-leyfin sín og þess vegna vill starfsfólk SVFR reyna að finna leyfi fyrir þessa félagsmenn úr þeim leyfum sem eftir eru áður en þau fara í almenna sölu.

Liverpool segist ekki hafa látið undan þrýstingi

Liverpool hefur séð ástæðu til þess að koma á framfæri að félagið tók sjálft ákvörðun um að biðjast afsökunar út af farsanum á Old Trafford um síðustu helgi. Félagið baðst ekki afsökunar út af pressu frá styrktaraðilanum Standard Chartered.

Hazard ekki búinn að skrifa undir hjá Spurs

Franskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að belgíski famherjinn Eden Hazard hefði ákveðið að taka tilboði Tottenham. Leikmaðurinn segir það ekki vera alveg rétt.

Dallas lagði Clippers | LeBron í stuði

NBA-meistararnir í Dallas Mavericks mörðu sigur á LA Clippers í nótt þar sem Þjóðverjinn Dirk Nowitzki steig upp í lokafjórðungnum fyrir Dallas.

Er Barca enn besta liðið?

Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar byrja í kvöld og augu flestra verða á leik Evrópumeistara Barcelona sem hafa ekki verið alltof sannfærandi en munu heimsækja þýska liðið Bayer Leverkusen. Reynir Leósson þekkir vel til liðanna.

Aron Einar, Þorvaldur og Þorsteinn J í boltaþættinum á X-inu 977

Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson stjórnar boltaþættinum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Gestur þáttarins verða þeir Þorvaldur Örlygsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Valtýr mun einnig slá á þráðinn og ræða við Aron Einar Gunnarsson leikmann enska fótboltaliðsins Coventry.

Pique lenti í bílslysi í dag

Gerard Pique, miðvörður Barcelona, slapp með skrekkinn er hann lenti i bílslysi þegar hann var á leið á æfingu í dag.

KR-ingar réðu ekkert við Lennon - sjáið mörkin

Það er óhætt að segja að Steven Lennon hafi verið maður á bak við Reykjavíkurmeistaratitil Framara en Lennon skoraði öll mörkin í úrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld þegar Fram vann 5-0 sigur á KR.

Framarar í bikarúrslitaleikinn í tíunda skipti - myndir

Framarar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í kvöld með dramatískum eins marks sigri á HK, 24-23, í Digranesi. Framarar eru þar með komnir í Höllina í tíunda skiptið en þeir hafa ekki unnið bikarinn síðan 2000 eða í tólf ár.

Lennon skoraði fimm mörk á móti KR | Fram Reykjavíkurmeistari

Steven Lennon var í miklu stuði í kvöld þegar Fram tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn eftir 5-0 stórsigur á Íslands- og bikarmeisturum KR í úrslitaleik mótsins í Egilshöllinni. Lennon skoraði öll fimm mörkin þar af þrjú þeirra í fyrri hálfleiknum.

Snæfellskonur í Höllina í fyrsta sinn | Unnu Stjörnuna örugglega

Kvennalið Snæfells tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum eftir 46 stiga sigur á 1. deildarliði Stjörnunnar, 101-55, í undanúrslitaleik liðanna í Poweradebikar kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Sigur Snæfellsliðsins var sannfærandi og öruggur. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Snæfells kemst í bikarúrslitaleikinn.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – KR 95-83

Keflvíkingar komust upp í 2. sætið Iceland Express deildar karla eftir tólf stiga sigur á KR, 95-83, í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu 35-17.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75 - 73

Shanae Baker-Brice tryggði Njarðvíkingum sæti í úrslitum Powerade bikarsins í 75-73 sigri Njarðvíkur á Haukum. Hún skoraði sigurkörfuna þegar 9 sekúndur voru eftir af framlengingunni en Haukastúlkur náðu ekki að svara því.

Tindastóll vann ÍR í Seljaskóla | Skoruðu 10 síðustu stigin

Tindastóll hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Keflavík um næstu helgi með því að vinna fjögurra stiga sigur á ÍR, 96-92, í spennandi leik í Seljaskóla í Iceland Express deild karla í kvöld. Tindastóll komst upp í áttunda sætið með þessum sigri.

Frábær byrjun Solna dugði ekki - sigurgangan á enda

Logi Gunnarsson skoraði 16 stig fyrir Solna Vikings sem tapaði naumlega fyrir toppliði Sodertelje Kings, 84-87, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Solna Vikings var búið að vinna sjö leiki í röð og var komið upp í 4. sæti deildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir