Fleiri fréttir

Helgi Már stigahæstur í sigurleik

Helgi Már Magnússon skoraði 24 stig þegar að lið hans, 08 Stockholm, vann góðan sigur á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 79-74.

HM 2011: Karen í 18. sæti yfir markahæstu leikmenn

Karen Knútsdóttir er í 18. sæti yfir markahæstu leikmenn heimsmeistaramótsins í handbolta í Brasilíu fyrir leikinn gegn Rússum í dag. Karen hefur skorað 24 mörk þar af 10 úr vítaköstum.

Anelka á leiðinni til Kína

Kínverska félagið Shanghai Shenhua hafa gefið það út að liðið hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaup á framherjanum Nicolas Anelka.

Formúlu 1 meistaraliðinu fagnað á heimaslóðum

Um 60.000 manns fögnuðu Formúlu 1 meistaraliði Red Bull í Milton Keynes í Bretlandi í gær þegar meistari ökumanna, Sebastian Vettel og Mark Webber óku bílum liðsins á götum bæjarins. Red Bull liðið er með aðsetur í bænum. Ökumennirnir tveir og Christian Horner, yfirmaður liðsins tóku á móti verðlaunum á verðlaunahátið FIA, alþjóðabílasambandsins í Nýju Delí í Indlandi á föstudagskvöld.

Jón Arnór og félagar unnu í tvíframlengdum leik

Jón Arnór Stefánsson skoraði þrettán stig þegar að lið hans, CAI Zaragoza, hafði betur gegn Baloncesto Fuenlabrada í tvíframlengdum leik, 95-88, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Tyson Chandler til New York Knicks

Næstu daga má búast við miklum breytingum á leikmannahópum hjá liðinum í NBA-deildinni og mörg félagsskipti eiga eftir að ganga í gegn.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-27

Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val.

Mourinho: Klúðruðum of mörgum færum

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona.

Sögulegur árangur hjá Luke Donald

Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi.

HM 2011: Ísland úr leik með tapi í dag

Þau lið sem ekki komast áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistaramótsins í handbolta sem nú fer fram í Brasilíu munu ekki spila fleiri leiki á mótinu.

Howard fékk leyfi til að ræða við þrjú lið

Óvíst er hvort að NBA-leikmaðurinn Dwight Howard spili áfram með Orlando Magic á komandi leiktíð. Félagið hefur nú gefið umboðsmanni hans leyfi til að ræða við þrjú lið.

Larsson tryggði Sunderland dramatískan sigur

Sebastian Larsson var hetja Sunderland þegar hann tryggði liði sínu 2-1 sigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið kom beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

Mark Benzema í sögubækurnar

Markið sem Karim Benzema skoraði fyrir Real Madrid gegn Barcelona í kvöld fer í sögubækurnar en ekkert mark hefur verið skorað eftir jafn skamman tíma í leik þessara sögufrægu liða í þau 216 skipti sem þau hafa mæst.

AZ enn á toppnum í Hollandi

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar að lið hans, AZ Alkmaar, vann 4-0 sigur á De Graafschap í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Klose með tvö í sigri Lazio

Lazio kom sér í kvöld upp í annað sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 3-2 sigri á Lecce en Þjóðverjinn Miroslav Klose skoraði tvö marka fyrrnefnda liðsins í kvöld.

Arnór með átta mörk í sigurleik

Arnór Gunnarsson skoraði átta mörk, þar af fimm af vítalínunni, þegar að Bittenfeld vann tveggja marka sigur á Nordhorn í þýsku B-deildinni í kvöld, 35-33. Árni Þór Sigtryggsson skoraði þrjú mörk fyrir Bittenfeld.

Alfreð spilaði loksins með Lokeren

Alfreð Finnbogason lék í dag sinn fyrsta leik í rúman mánuð með Lokeren í belgísku úrvalsdeildinni og í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í mars á þessu ári.

Wenger: Erum stöðugir

Arsene Wenger segir að það sé allt annað að sjá til lið Arsenal nú en í upphafi leiktíðar. Arsenal komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á Everton.

Warnock: Cerny átti ekki skilið að tapa

Neil Warnock, stjóri QPR, segir að það hafi verið verðskuldað að besti maður vallarins í leik sinna manna gegn Liverpool, hafi skorað sigurmark leiksins. Það gerði Luis Suarez en Liverpool vann, 1-0.

Ferguson: Vonandi kemst Rooney á skrið

Alex Ferguson var ánægður með sína leikmenn eftir 4-1 sigurinn á Wolves í dag en liðið er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City sem á leik til góða.

Meiðsli Heiðars ekki alvarleg

Heiðar Helguson spilaði ekki með QPR gegn Liverpool í dag en hann er að glíma við smávægileg meiðsli í nára. Því var ákveðið að taka enga sénsa og láta hann hvíla í dag.

Snorri með sex mörk í sigri AG

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sex mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur þegar að AG vann sigur á Århus í dönsku úrvalsdeildinni í dag, 30-27.

Rhein-Neckar Löwen vann góðan útisigur

Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark þegar að lið hans, Rhein-Neckar Löwen, vann átta marka sigur á hans gamla félagi, Gummersbach, á útivelli í dag. Lokatölur voru 35-27.

Celtic vann nauman sigur á Hearts

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn þegar að Hearts tapaði fyrir Celtic, 1-0, í skosku úrvalsdeildinni í dag. Victor Wanayama skoraði eina mark leiksins á 72. mínútu.

Emil og félagar upp í annað sætið

Hellas Verona vann í dag sinn áttunda sigur í röð í ítölsku B-deildinni og er liðið komið upp í annað sæti deildarinnar. Með sama áframhaldi hefur liðið, sem er nýliði í deildinni, blandað sér í baráttunna um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni.

HM 2011: Sagt eftir leikinn gegn Kína

Ísland vann í gær góðan átta marka sigur, 23-16, en liðið var reyndar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum fyrir leikinn. Þar bíða heimsmeistarar Rússa en sá leikur verður á morgun.

Karen: Hugsa allt of mikið á vítalínunni

Karen Knútsdóttir er heilinn á bak við flestar sóknaraðgerðir íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Leikstjórnandinn hefur leikið vel á HM og hún fór á kostum í 26-20 sigri Íslands gegn Þýskalandi.

Utan vallar: Stelpurnar okkar náðu markmiðinu í frumraun sinni á HM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur svo sannarlega komið á óvart á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Brasilíu. Fyrsta heimsmeistaramótið hjá stelpunum okkar en til samanburðar komst karlalandsliðið í fyrsta sinn í lokakeppni HM árið 1958. Kvennalandsliðið hefur nú komist á tvö stórmót í röð, kjarni liðsins er ungur að árum og framtíðin er því björt hjá þessu liði.

Rýr uppskera Real í tíð Guardiola

Já, það er komið að því. Leikur Real Madrid og Barcelona fer fram í kvöld og það er nokkuð ljóst að það eru ekki margir knattspyrnuáhugamenn sem geta staðist freistinguna að sjá tvö bestu lið heims mætast í leik þar sem koma saman fjölmargir frábærir fótboltaleikmenn, tveir stórbrotnir stjórar og einstakur rígur sem virðist bara magnast með hverri orustu.

Særðir United-menn vilja ná sér aftur á strik

Alls fara sjö leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og tveir á morgun. Umferðinni lýkur svo á mánudagskvöldið með stórleik Chelsea og Manchester City á mánudagskvöldið.

Sjá næstu 50 fréttir