Utan vallar: Stelpurnar okkar náðu markmiðinu í frumraun sinni á HM Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 10. desember 2011 09:00 Systurnar Dagný og Hrafnhildur fagna. mynd/pjetur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur svo sannarlega komið á óvart á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Brasilíu. Fyrsta heimsmeistaramótið hjá stelpunum okkar en til samanburðar komst karlalandsliðið í fyrsta sinn í lokakeppni HM árið 1958. Kvennalandsliðið hefur nú komist á tvö stórmót í röð, kjarni liðsins er ungur að árum og framtíðin er því björt hjá þessu liði. Stelpurnar okkar náðu markmiðum sínum með því að komast í 16-liða úrslit og það er frábær árangur í frumraun liðsins á heimsmeistaramóti. Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins er með frábæran efnivið í höndunum og þetta lið á örugglega eftir að gleðja íslensku þjóðina oftar á stórmóti á meðan mesta skammdegið ríkir í desember. Ég hef aðeins minnst á peninga og afreksmál í pistlum mínum héðan frá Santos. Fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk er mikilvægur og það er verk að vinna í þeim málum á Íslandi. Kröfurnar og væntingarnar eru miklar en það hefur verið lögð of lítil áhersla á að búa til vinnuumhverfi sem aðstoðar okkar frábæra íþróttafólk til þess að ná árangri. Þeir sem ætla sér að komast í fremstu röð í heiminum í hvaða íþróttagrein sem er byrja ekki á því að óska eftir fjárhagslegum stuðningi. Fyrst þarf að sanna sig, ná árangri, sýna vinnusemi, dugnað og æfa meira en allir aðrir. Íþróttafólkið gerir allt þetta nú þegar án þessa að vera væla mikið yfir því. Það vill ná árangri en það er erfitt að mæla sig við þá bestu þegar ekki er hægt að gera það sama og keppinautarnir. Eins og staðan er í dag þá þarf sá íslenski íþróttamaður sem ætlar sér að komast í heimsklassa að fórna öllu til þess að ná markmiðinu. Það þýðir m.a. að búa á hótel mömmu langt fram yfir fertugsaldur. Tvær æfingar á dag er regla en ekki undantekning, þetta er gert samhliða námi eða vinnu. Og þegar uppi er staðið á hinn sami engar eignir, skuldir hafa hrannast upp og réttur þeirra í samtryggingarkerfinu er lítill sem enginn. Þessu er hægt að breyta, og til þess þarf aðeins vilja og þor þeirra sem forgangsraða skatttekjum íslenska þjóðarbúsins Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur svo sannarlega komið á óvart á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Brasilíu. Fyrsta heimsmeistaramótið hjá stelpunum okkar en til samanburðar komst karlalandsliðið í fyrsta sinn í lokakeppni HM árið 1958. Kvennalandsliðið hefur nú komist á tvö stórmót í röð, kjarni liðsins er ungur að árum og framtíðin er því björt hjá þessu liði. Stelpurnar okkar náðu markmiðum sínum með því að komast í 16-liða úrslit og það er frábær árangur í frumraun liðsins á heimsmeistaramóti. Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins er með frábæran efnivið í höndunum og þetta lið á örugglega eftir að gleðja íslensku þjóðina oftar á stórmóti á meðan mesta skammdegið ríkir í desember. Ég hef aðeins minnst á peninga og afreksmál í pistlum mínum héðan frá Santos. Fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk er mikilvægur og það er verk að vinna í þeim málum á Íslandi. Kröfurnar og væntingarnar eru miklar en það hefur verið lögð of lítil áhersla á að búa til vinnuumhverfi sem aðstoðar okkar frábæra íþróttafólk til þess að ná árangri. Þeir sem ætla sér að komast í fremstu röð í heiminum í hvaða íþróttagrein sem er byrja ekki á því að óska eftir fjárhagslegum stuðningi. Fyrst þarf að sanna sig, ná árangri, sýna vinnusemi, dugnað og æfa meira en allir aðrir. Íþróttafólkið gerir allt þetta nú þegar án þessa að vera væla mikið yfir því. Það vill ná árangri en það er erfitt að mæla sig við þá bestu þegar ekki er hægt að gera það sama og keppinautarnir. Eins og staðan er í dag þá þarf sá íslenski íþróttamaður sem ætlar sér að komast í heimsklassa að fórna öllu til þess að ná markmiðinu. Það þýðir m.a. að búa á hótel mömmu langt fram yfir fertugsaldur. Tvær æfingar á dag er regla en ekki undantekning, þetta er gert samhliða námi eða vinnu. Og þegar uppi er staðið á hinn sami engar eignir, skuldir hafa hrannast upp og réttur þeirra í samtryggingarkerfinu er lítill sem enginn. Þessu er hægt að breyta, og til þess þarf aðeins vilja og þor þeirra sem forgangsraða skatttekjum íslenska þjóðarbúsins
Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ Sjá meira