Fleiri fréttir

United svaraði gagnrýninni | allt um leiki dagsins

Manchester United sendi skýr skilaboð í dag með öruggum 4-1 sigri á Wolves en sjö leikjum er nú lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool og Arsenal unnu einnig góða sigra og nýliðar Swansea og Norwich halda áfram að gera það gott.

Í beinni: Arsenal - Everton

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Arsenal og Everton í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Umfjöllun: Ísland - Kína 23-16

Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum.

Dagný: Forréttindi að fá að vera í þessum hópi í dag

Dagný Skúladóttir átti frábæran leik í kvöld þegar íslensku stelpurnar unnu 23-16 sigur á Kína og tryggðu sér 60 prósent sigurhlutfall í riðlinum. Dagný nýtti öll átta skotin sín í leiknum og skoraði sjö mörk úr hraðaupphlaupum.

Þórir: Stórkostlegur árangur hjá íslenska liðinu

„Það hefði svo sem ekki skipt miklu máli hvort við endum í fyrsta eða öðru sæti í riðlinum. Það eru bikarleikir framundan, og til þess að ná langt í þessu móti þurfum við að vinna leiki, alveg sama gegn hverjum,“ sagði Þórir Hergeirsson eftir 28-27 sigur Noregs gegn Svartfjallalandi á heimsmeistaramótinu í handbolta í Santos í kvöld.

Ferdinand: Við komum til baka

Rio Ferdinand segir að leikmenn Manchester United muni koma sterkir til baka í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeildinni í vikunni.

HM 2011: Norsku stelpurnar tryggðu sér efsta sætið

Noregur tryggði sér efsta sætið í A-riðli í kvöld með 28-27 sigri gegn Svartfjallandi á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna hér í Santos. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Norðmenn misstu niður ágætt forskot sitt sem liðið hafði megnið af leiknum. Noregur mætir Hollendingum eða Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum.

Sundsvall steinlá á útivelli

Svíþjóðarmeistarar Sundsvall Dragons töpuðu frekar óvænt fyrir Södertalje Kings í kvöld. Sigur Södertalje var þess utan sannfærandi, 92-74.

Stelpurnar okkar komnar áfram - Angóla vann Þýskaland

Það varð ljóst áðan að Ísland mun enda í fjórða sæti síns riðils á HM í Brasilíu. Stelpurnar okkar eru því komnar í sextán liða úrslit keppninnar. Sigur Angóla á Þýskalandi gerir það að verkum að úrslit leiks Íslands og Kína á eftir skipta ekki máli. Ísland verður alltaf í fjórða sæti riðilsins.

Wenger kom United til varnar - bara slys

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vildi ekki gera mikið úr því að Manchester United hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í viðtali á heimasíðu fyrrnefnda félagins.

Litli bróðir Balotelli æfir með Stoke

Enoch Balotelli, nítján ára gamall bróðir Mario Balotelli hjá Manchester City, hefur æft síðustu vikurnar með enska úrvalsdeildarfélaginu Stoke City.

Mourinho skrópar á blaðamannafundinn fyrir El Clasico

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, mætir ekki á blaðamannafundinn fyrir stórleik Real Madrid og Barcelona. El Clasico fer fram á Estadio Santiago Bernabéu í Madrid á morgun en þetta er fyrri deildarleikur liðanna á tímabilinu og eftir hann getur Real verið búið að ná sex stiga forskot á erkifjendur sína.

Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári

Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum.

Jólalög á æfingu hjá stelpunum okkar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tók létta æfingu í morgun í Centro Universitario Lusiada háskólanum. Það er greinilega komin jólastemning í leikmenn því Rakel Dögg Bragadóttir spilaði jólalög eins og engin væri morgundagurinn í hljómflutningstækjum landsliðsins.

Chris Paul var kominn til Lakers en David Stern sagði nei

NBA-deildin stoppaði stór skipti í nótt en þá leit allt út fyrir það að leikstjórnandinn Chris Paul myndi spila við hlið Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers í vetur. Bandarískir fjölmiðlar segja að aðrir eigendur deildarinnar hafi kvartað og því hafi David Stern, yfirmaður NBA, ákveðið að leyfa ekki skiptin.

Vötn og Veiði komin út

Stangaveiðiárbókin Vötn og Veiði er nýlega komin í verslanir, en árbók um stangaveiði hefur þar með komið út í einni mynd eða annarri allt frá árinu 1988.

Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir

Óhætt er að segja að misvísandi túlkanir á útboðum í laxveiðiár hafi borist úr röðum LV, Landsambands veiðifélaga, síðustu daga. Í nýjasta fréttabréfi LV , sem er aðeins sent í pósti til landeigenda, er t.d. að finna mjög einhæfa túlkun á útboðum sem ekki hafa farið fram. Að þær sem afstaðnar eru bendi til að hinar leiði til hækkana.

Launagreiðslur leikmanna Hearts tefjast enn

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í skoska úrvalsdeildarfélaginu Hearts hafa ekki enn fengið greidd laun fyrir nóvembermánuð. Félagið hefur ekkert gefið út um hvenær von sé á greiðslunum.

Allardyce vill fá Anelka til West Ham

Sam Allardyce, stjóri West Ham, segir að hann myndi gjarnan vilja fá sóknarmanninn Nicolas Anelka til liðs við West Ham frá Chelsea en þá ekki fyrr en næsta sumar.

HM 2011: Tólf lið af sextán komin áfram

Þó svo að enn eigi eftir að spila lokaumferð riðlakeppninnar á HM í Brasilíu hafa nú þegar tólf lönd tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Umboðsmaður: Vidic er með slitið krossband

Umboðsmaður varnarmannsins Nemanja Vidic hjá Manchester United hefur gefið í skyn að kappinn spili ekki meira á tímabilinu þar sem hann sé með slitið krossband í hné.

Sunneva: Þoli ekki þegar Jenný ver bolta

Markverðir eru án efa mikilvægustu leikmenn hvers handboltaliðs. Íslenska kvennalandsliðið er þar engin undantekning og þar eru fyrir Valsmennirnir Sunneva Einarsdóttir sem er 21 árs gömul og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, 29 ára. Sunneva og Jenný áttu stóran þátt í 26-20 sigri Íslands gegn Þjóðverjum og þær þurfa svo sannarlega að vera í „stuði“ gegn Kína í kvöld í lokaleiknum í A-riðli.

Ágúst: Ekki í vafa um að ég setti nýtt hótelmet í tröppuhlaupi

Ísland og Kína eigast við í lokaleiknum í A-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld í Arena Santos. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í 16-liða úrslitum og Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vonast til þess að Ísland haldi áfram að taka skref upp á við á þessu heimsmeistaramóti.

Dramatík á Akureyri - Myndir

Akureyri vann góðan sigur á toppliði Hauka í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 20-19.

Robinho hvetur Neymar til að velja Barcelona

Brasilíumaðurinn Robinho hefur hvatt landa sinn, hinn stórefnilega Neymar, til þess að velja Barcelona frekar en Real Madrid þegar sá síðarnefndi ákveður að halda til Evrópu.

Enn einn sigurinn hjá AG

Danska ofurliðið AG Köbenhavn vann góðan heimasigur, 29-23, er Team Tvis Holstebro kom í heimsókn.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72

Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa.

Logi skoraði átján stig í tapleik

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings urðu að sætta sig við tap á heimavellí í kvöld þegar hið sterka lið, Norrköping Dolphins, kom í heimsókn. Lokatölur 86-99.

Sjá næstu 50 fréttir