Handbolti

HM 2011: Ísland úr leik með tapi í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagný Skúladóttir var frábær í leiknum gegn Kína á föstudaginn.
Dagný Skúladóttir var frábær í leiknum gegn Kína á föstudaginn. Mynd/Pjetur
Þau lið sem ekki komast áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistaramótsins í handbolta sem nú fer fram í Brasilíu munu ekki spila fleiri leiki á mótinu.

Ísland mætir heimsmeisturum Rússlands í Barueri klukkan 16.30 í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Ef stelpurnar okkar tapa leiknum halda þær heim á leið þar sem ekki verður spilað sérstaklega upp á sæti 9-16 í keppninni.

Þau lið sem komast áfram upp úr fjórðungsúrslitunum spila alveg til næsta sunnudags þar sem spilað verður upp á efstu átta sætin.

Reyndar verður einnig spilað upp á neðstu átta sætin í mótinu en það verður gert í hinum svokallaða Forsetabikar sem fer fram í dag og á morgun.

Þó svo heimsmeistararinr eru sigurstranglegri fyrir leikinn í dag er ljóst að stelpurnar munu gefa allt sitt í leikinn og berjast til síðasta blóðdropa.

Hérna má sjá leikjayfirlit keppninnar og úrslit leikja til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×