Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-27 Stefán Árni Pálsson í Safamýri skrifar 11. desember 2011 13:20 Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og mikil harka var í leiknum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 9-7 fyrir Framara. Valsmenn voru samt aldrei langt frá og var Hlynur Morthens, markvörður liðsins, að verja eins og skepna í hálfleiknum. Gestirnir í Val köstuðu boltanum oft á tíðum bara í hendurnar á leikmönnum Fram og fengu þá mark strax í bakið, en þetta var þeim dýrkeypt. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 13-10 fyrir heimamenn. Valsmenn settu þá í fimmta gírinn og náðu að jafna 14-14. Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram, skoraði síðan síðasta mark hálfleiksins nokkrum sekúndum fyrir lok hans og því var staðan 15-14 í hálfleik. Fram var með ákveðið frumkvæði í síðari hálfleiknum og leiddu stóran hluta hálfleiksins. Valsmenn gáfust aldrei upp og voru alltaf við hælana á þeim. Þegar tvær mínútu voru eftir af leiknum var staðan 27-25 og þá skoruðu Framarar mikilvægt mark sem eiginlega kláraði leikinn. Valsmenn héldu samt áfram og náðu að minnka muninn í eitt mark, en lengra komust þeir ekki og því stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar.Einar: Sýndum mikinn aga í sókninni, en það vantaði varnarlega„Þetta var geysilega mikilvægur sigur og frábært fyrir okkur að taka tvö stig,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við fínir sóknarlega svona stóran hluta af leiknum en varnarleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður. Ég er bara virkilega ósáttur með varnarleikinn hjá okkur“. „Við erum ekki nægilega góðir maður á mann í vörninni, menn voru að rjúka út úr stöðum og ekki nægilega gott skipulag á varnarleiknum hjá okkur í dag“. „Við vorum verulega agalausir varnarlega í dag á meðan mikill agi einkenndi sóknarleik okkar, en það er kannski öfugt við leik okkar venjulega“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Óskar: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina„Við vorum að elta þá nánast allan síðari hálfleikinn og það var okkur erfitt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag. „Þeir voru svona skrefinu á undan en ég hefði viljað fá boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum en þeir fengu heldur ódýrt fríkast“. „Þeir voru bara klókari í leiknum og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum en þeir í leiknum. Við erum með 16 tæknifeila í þessum leik sem er auðvita allt of mikið“. „Mér fannst aftur á móti halla vel á okkur í dómgæslunni og boltinn oft dæmdur ranglega af okkur. Það er mikil stígandi í spilamennsku okkar og menn að koma til baka úr meiðslum. Við ætlum okkur í þessa úrslitakeppni og erum með liðið til þess“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Sjá meira
Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og mikil harka var í leiknum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 9-7 fyrir Framara. Valsmenn voru samt aldrei langt frá og var Hlynur Morthens, markvörður liðsins, að verja eins og skepna í hálfleiknum. Gestirnir í Val köstuðu boltanum oft á tíðum bara í hendurnar á leikmönnum Fram og fengu þá mark strax í bakið, en þetta var þeim dýrkeypt. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 13-10 fyrir heimamenn. Valsmenn settu þá í fimmta gírinn og náðu að jafna 14-14. Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram, skoraði síðan síðasta mark hálfleiksins nokkrum sekúndum fyrir lok hans og því var staðan 15-14 í hálfleik. Fram var með ákveðið frumkvæði í síðari hálfleiknum og leiddu stóran hluta hálfleiksins. Valsmenn gáfust aldrei upp og voru alltaf við hælana á þeim. Þegar tvær mínútu voru eftir af leiknum var staðan 27-25 og þá skoruðu Framarar mikilvægt mark sem eiginlega kláraði leikinn. Valsmenn héldu samt áfram og náðu að minnka muninn í eitt mark, en lengra komust þeir ekki og því stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar.Einar: Sýndum mikinn aga í sókninni, en það vantaði varnarlega„Þetta var geysilega mikilvægur sigur og frábært fyrir okkur að taka tvö stig,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við fínir sóknarlega svona stóran hluta af leiknum en varnarleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður. Ég er bara virkilega ósáttur með varnarleikinn hjá okkur“. „Við erum ekki nægilega góðir maður á mann í vörninni, menn voru að rjúka út úr stöðum og ekki nægilega gott skipulag á varnarleiknum hjá okkur í dag“. „Við vorum verulega agalausir varnarlega í dag á meðan mikill agi einkenndi sóknarleik okkar, en það er kannski öfugt við leik okkar venjulega“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Óskar: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina„Við vorum að elta þá nánast allan síðari hálfleikinn og það var okkur erfitt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag. „Þeir voru svona skrefinu á undan en ég hefði viljað fá boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum en þeir fengu heldur ódýrt fríkast“. „Þeir voru bara klókari í leiknum og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum en þeir í leiknum. Við erum með 16 tæknifeila í þessum leik sem er auðvita allt of mikið“. „Mér fannst aftur á móti halla vel á okkur í dómgæslunni og boltinn oft dæmdur ranglega af okkur. Það er mikil stígandi í spilamennsku okkar og menn að koma til baka úr meiðslum. Við ætlum okkur í þessa úrslitakeppni og erum með liðið til þess“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Sjá meira