Handbolti

HM 2011: Umfjöllun Þorsteins J og gesta fyrir og eftir Kínaleikinn

Þorsteinn J. fékk góða gesti í myndver Stöðvar 2 Sports bæði fyrir og eftir leik Íslands og Kína í gær sem stelpurnar okkar unnu örugglega, 23-16.

,,Rússneska lið er gott, en meira að segja bestu þvottavélar bila stundum'' segir Guðjón Guðmundsson. Hér gerir Þorsteinn J. upp leikinn á móti Kínverjum og væntingar til leiksins á sunnudaginn, ásamt Geir Sveinssyni og Guðjóni Guðmundssyni.

Síðan má sjá viðtal við þrjár landsliðskonur, gamlar og nýjar, með því að smella hér. Þær Guðríður Guðjónsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir, ræddu um frábæra vörn íslenska liðsins og völdu sín uppáhaldsatriði með stelpunum okkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×