Handbolti

Rhein-Neckar Löwen vann góðan útisigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen. Nordic Photos / Bongarts
Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark þegar að lið hans, Rhein-Neckar Löwen, vann átta marka sigur á hans gamla félagi, Gummersbach, á útivelli í dag. Lokatölur voru 35-27.

Sigur Löwen var öruggur og kærkominn fyrir þjálfarann Guðmund Guðmundsson en Löwen hefur átt erfitt uppdráttar í mörgum leikjum í haust.

Uwe Gensheimer var markahæstur með tíu mörk í dag en hjá Gummersbach skoraði Kentin Mahé sjö mörk. Staðan í hálfleik var 17-14, Löwen í vil.

Með sigrinum kom Löwen sér upp í fjórða sæti deildarinnar en liðið er með 21 stig, einu á eftir Hamburg og tveimur á eftir Füchse Berlin sem bæði eiga leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×