Fleiri fréttir

Gunnar Þór framlengir við KR

Varnarmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson skrifaði í kvöld undir nýjan samning við KR sem gildir til ársins 2014. Frá þessu er greint á heimasíðu KR í kvöld.

Malouda hrósar Torres

Florent Malouda, vængmaður Chelsea, hrósaði framherjanum Fernando Torres eftir sigurinn á Bayer Leverkusen í kvöld. Torres lagði upp bæði mörk Chelsea í leiknum.

Iniesta frá í mánuð

Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona, meiddist í leiknum gegn AC Milan í kvöld og varð að fara af velli. Nú er ljóst að hann verður frá í mánuð vegna meiðslanna.

Szczesny. Ég átti ekki möguleika í þetta skot

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, var nokkuð sáttur við stigið gegn Dortmund á útivelli í kvöld. Arsenal var ekki fjarri því að ná sigri en þrumufleygur Perisic undir lokin bjargaði stigi fyrir heimamenn.

Villas-Boas: Þetta var sanngjarn sigur

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, var að vonum ánægður með sigurinn gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld. Það tók Chelsea 67 mínútur að brjóta Leverkusen niður og enska liðið vann að lokum 2-0 sigur.

Comolli: Við vildum ekki selja Meireles

Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segir að félagið hafi ekki viljað selja Raul Mereiles en að það hafi ekki átt neinna annarra kosta völ.

Hugmynd að lausn varðandi rjúpnaveiðar

Í frétt hér á Vísi í dag er fjallað um rannsóknir Náttúrufræðistofnunar á rjúpunni og segir í greinni: "Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar benda til þess að rjúpnastofnin sé mun minni nú en fyrir áratugum. Auk þess komu talningar á stofninum í vor verr út en búist var við. Haustið 2010 var veiðistofninn áætlaður 850.000 fuglar, en er í ár metinn aðeins 350.000 fuglar. Þessar sveiflur í stofninum hafa ekki verið skýrðar með nákvæmum hætti, en umræðan hefur helst snúist um afrán fálka og skotveiði manna".

Íslendingarnir hjá AKG afgreiddu Viborg

Íslendingaliðið AG Köbenhavn vann öruggan sigur, 36-25, á Viborg í kvöld. AGK kláraði leikinn í fyrri hálfleik en eftir hann var staðan 18-7 AGK í vil.

Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk

Efsta svæðið í Ytri Rangá hefur verið lítið veitt í sumar enda hefur orðrómur veiðimanna verið á þann veg að svæðið sé erfitt yfirferðar og óaðgengilegt. Ég kíkti upp eftir á sunnudaginn í nokkra tíma til að skoða svæðið og sannreyndist þá að sjaldan á maður að trúa orðróm fyrr en maður getur sannreynt það sjálfur.

Beckenbauer: Götze eins og Messi

Franz Beckenbauer hefur mikið álit á Mario Götze, hinum unga leikmanni Dortmund í Þýskalandi. Fullyrt hefur verið að Arsenal reyndi að kaupa kappann fyrir 30 milljónir evra í síðasta mánuði en þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fá Lampard og Terry frí í kvöld?

Chelsea mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í kvöld og segir Andre-Villas Boas, stjóri Chelsea, að hann ætli að gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu.

Rússland eina taplausa liðið á EM í körfu

Í gær kláraðist milliriðlakeppnin á EM í körfubolta sem nú fer fram í Litháen. Fjórðungsúrslitin hefjast á morgun en Finnar máttu bíta í það súra epli að falla úr leik á lokadegi milliriðlakeppninnar.

Viðtalið umdeilda við Torres í heild sinni

Svo virðist sem að Fernando Torres hafi í raun ekki gagnrýnt liðsfélaga sína fyrir að vera of hæga, eins og fullyrt var reyndar á hans eigin vefsíðu nú fyrir skömmu. Málið virðist vera stórfurðulegt og byggt á algerum misskilningi.

Warnock: Barton er mikill leiðtogi

Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, er sannfærður um að Joey Barton sé rétti maðurinn til að vera fyrirliði liðsins.

Hausttilboð hjá Veiðiflugum

Veiðiflugur verða með haust tilboð á völdum vörum frá versluninni. Act4 tvíhendurnar og einhendurnar verða á frábæru tilboði út september ásamt Exp3 einhendunum. Nú er hægt að fá 12,6 feta Act4 tvíhenduna á 45.430 og 13.7 feta tvíhenduna á 48.930 það eru allir sammála um að þessar stangir séu bestu kaupin í dag, og hvað þá eftir 30% afslátt.

Straumfjarðará að ljúka góðu sumri

Þær laxveiðiár á vestanverðu landinu sem skilað hafa betri veiði heldur en í fyrra eru líklega teljandi á fingrum annarrar handar og jafnvel þó svo að viðkomandi hönd hefði lent í slysi og tapað einhverjum fingrum. Ein þeirra er Straumfjarðará.

Ferinand verður ekki með gegn Benfica

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, fór ekki til Portúgals með félaginu í morgun, en liði mætir Befica í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

McLaren gefst ekki upp í titilslagnum

Martin Whitmarsh hjá McLaren segir liðið ekki hafa gefist upp í titilslagnum í Formúlu 1, en Sebastian Vettel á Red Bull er með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Monza brautinni á Ítalíu á sunnudaginn. Jenson Button varð annar á McLaren á Monza brautinni, Fernando Alonso á Ferrari þriðji og Lewis Hamilton á McLaren fjórði.

Sigurbergur að gera góða hluti í Sviss

Handknattleiksmaðurinn Sigurbergur Sveinsson er að gera það virkilega gott í svissnesku úrvalsdeildinni með félagi sínu RTV Basel, en hann gerði sex mörk þegar liðið gerði jafntefli, 23-23, við Kriens-Luzern.

Umsóknarfrestur vegna forúthlutunar SVFR

Umsóknarfrestur vegna veiðileyfa í forúthlutun næsta sumar rennur út þann 20. september næstkomandi. Félagsmenn eru hvattir til þess að kynna sér málið.

Góður endasprettur í Hítará

Endaspretturinn ætlar að vera ágætur í Hítará á Mýrum. Munar þar mestu um að gamalgróið veiðisvæði kom inn með látum í neðanverðri ánni.

Meireles: Liverpool sveik ákveðin loforð

Raul Meireles er allt annað en sáttur við stjórnendur hjá knattspyrnufélaginu Liverpool, en leikmaðurinn heldur því fram að hann hafi verið svikin.

Heimir: Aldrei þjálfað peninganna vegna

Það vakti að vonum mikla athygli á sunnudag þegar Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann myndi láta af þjálfun ÍBV-liðsins í lok tímabilsins. Það kemur eflaust mörgum á óvart enda hefur ÍBV verið á stöðugri uppleið undir stjórn Heimis. Tímasetning tilkynningarinnar vekur einnig athygli en ÍBV er í blóðugri baráttu um Íslandmeistaratitilinn við KR.

Enginn Zlatan gegn Barcelona

Í kvöld verður flautað til leiks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Boðið er upp á sannkallaðan risaslag í fyrstu umferð þegar AC Milan sækir Evrópumeistara Barcelona heim.

Í beinni: Dortmund - Arsenal

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Dortmund og Arsenal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Gaupahornið á Kópavogsvelli

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hefur víða komið við í Gaupahorninu í sumar. Að þessu sinni lá leið Gaupa á Kópavogsvöllinn.

Simone að taka við Monaco

Marco Simone, fyrrum framherji AC Milan, verður næsti þjálfari Monaco og fær það verðuga verkefni að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu í Frakklandi.

Maradona: Mourinho er bestur

Diego Armando Maradona er mikill aðdáandi Jose Mourinho og segir Argentínumaðurinn að Portúgalinn sé besti þjálfari heims um þessar mundir.

Torres þarf að útskýra ummæli sín

Spænski framherjinn Fernando Torres hefur verið beðinn um að útskýra ummæli sín í viðtali á Spáni þar sem hann á að hafa sagt að eldri leikmenn Chelsea væru mjög hægir.

Newcastle í fjórða sætið

QPR og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var nokkuð fjörugur og ótrúlegt að liðunum skildi ekki hafa lánast að skora í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir