Sport

Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heims­met

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristian Gkolomeev bætti 16 ára gamalt heimsmet í 50 metra skriðsundi. Hann fær metið þó ekki skráð á sig.
Kristian Gkolomeev bætti 16 ára gamalt heimsmet í 50 metra skriðsundi. Hann fær metið þó ekki skráð á sig. Nikola Krstic/BSR Agency/Getty Images/Getty Images

Skipuleggjendur The Enhanced Games, eða Steraleikanna ef svo má kalla á íslensku, segja að einn af keppendum leikanna hafi bætt 16 ára gamalt heimsmet.

The Enhanced Games, eða Steraleikarnir, hafa verið gagnrýndir undanfarið, en stefnt er á að halda þá í fyrsta skipti í Las Vegas á næsta ári. Þar verða engin lyfjapróf og íþróttafólkið kemst því upp með að neita ólöglegra lyfja til að auka afreksgetu sína.

Skipuleggjendur leikanna segja að gríski sundkappinn Kristian Gkolomeev hafi synt 50 metra skriðsund á tímanum 20,89 sekúndum í lokuðum æfingabúðum í febrúar.

Gkolomeev synti vegalengdina því 0,02 sekúndum hraðar en Brasilíumaðurinn Cesar Cielo gerði þegar hann setti heimsmet í greininni árið 2009.

Grikkin keppti í greininni á Ólympíuleikunum á síðasta ári og synti þá á tímanum 21, 59 sekúndur, en hann hóf að neita ólöglegra frammistöðubætandi efna eftir að hafa skrifað undir samning við Steraleikana í janúar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×