Fleiri fréttir

Tryggvi þríbrotinn í andlitinu og á leið í aðgerð á fimmtudaginn

Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson bar sig ótrúlega vel í dag þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum en hann var þá mættur til vinnu daginn eftir að hafa þríbrotnað í andlitinu í 2-0 sigri ÍBV í Keflavík. Tryggvi var fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur í hálfleik.

Veiðiferðirnar eru oft misjafnar

Veiðiklúbburinn Ásbjörn fór til veiða um daginn og sendi okkur eftirfarandi frétt, við tökum það fram að það hafa ekki borist neinar fréttir af aflabrögðum frá þeim félögum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg:

Öskufall leikur veiðimenn grátt fyrir austan

Það leit vel út með veiði fyrir þá sem hófu veiðar í Steinsmýrarvötnum á hádegi laugardags. Aðstæður áttu hins vegar eftir að breytast eins og gefur að skilja!

Barcelona-menn hafa áhyggjur af eldgosinu í Grímsvötnum

Eldgosið í Grímsvötnum veldur forráðamönnum Barcelona miklum áhyggjum. Á laugardag keppa Barcelona og Manchester United til úrslita í meistaradeildinni og verður leikur liðanna á Wembley vellinum í Lundúnum.

Pepsimörkin: Rauða spjaldið á Fjalar markvörð Fylkis

Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis fékk rautt spjald í gær í leiknum gegn Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á Kópavogsvelli. Fylkismenn voru ekki sáttir við dóminn en þeir fengu dæmda á sig vítaspyrnu og þeir voru tveimur leikmönnum færri síðasta hálftíma leiksins.

Pepsimörkin: Rauða spjaldið sem Valur Fannar fékk gegn Blikum

Það var nóg um að vera á Kópavogsvelli í gær þegar Breiðablik lagði Fylki, 3-1, í Pepsi-deild karla í fótbolta. Umdeild atvik áttu sér stað þar sem að tveir leikmenn Fylkis fengu rautt spjald. Í myndbrotinu má sjá atvikin sem urðu til þess að Valur Fannar Gíslason leikmaður Fylkis fékk fékk rautt spjald - og eflaust eru skiptar skoðanir um hvort dómarinn hafi rétt fyrir sér.

Tyrknesku stelpurnar komust ekki til landsins - hætt við leikina

Handknattleikssambandið hefur orðið að hætta við heimsókn tyrkneska kvennalandsliðsins til Íslands og er það vegna eldgosins í Grímsvötnum. Leikirnir áttu að fara fram í dag, mánudag og svo á miðvikudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ.

Leikur Þórs og FH fer ekki fram fyrr 13. júní

Það verður ekkert af leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld því leiknum hefur verið frestað annan daginn í röð. Leiknum var frestað vegna gossins í Grímsvötnum í gær en í dag var leiknum frestað vegna slæmra vallaraðstæðna á Þórsvellinm.

Pepsimörkin: Mörk og tilþrif úr 5. umferð - Skálmöld

Fimmta umferðin í Pepsi-deild karla í fótbolta hófst í gær með fimm leikjum. Að venju voru öll helstu atvikin krufin til mergjar í þættinum Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport og í þessari samantekt eru öll mörkin og tilþrifin. Hljómsveitin Skálmöld frá Húsavík leikur einnig stórt hlutverk í þessari samantekt.

Tryggvi kinnbeinsbrotnaði í Keflavík í gær

Tryggvi Guðmundsson var fluttur burtu í sjúkrabíl í hálfleik á leik ÍBV og Keflavíkur í gær eftir samstuð við Keflvíkinginn Harald Frey Guðmundsson. Nú er komið í ljós að hann kinnbeinsbrotnaði auk þess að hann er með sprungu undir auganu. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Rauða spjaldið í gær kostar Eið og félaga líklega Evrópusætið

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Fulham gerðu 2-2 jafntefli við Arsenal í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær en það voru ekki stigin sem skiptu mestu máli í leiknum. Rauða spjaldið sem varamaðurinn Zoltan Gera fékk gæti verið Fulham afar dýrkeypt.

Ancelotti var rekinn í ganginum á Goodison Park

Chelsea-menn voru ekkert að bíða með það að reka Carlo Ancelotti eftir tapleikinn á móti Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Mörgum finnst framkoma Chelsea gagnvart stjóra sínum vera afar harðbrjósta þó svo að enginn titill hafi komið í hús á þessu tímabili.

Guðmundur fer frá Njarðvík til Þorlákshafnar

Guðmundur Jónsson, bakvörður Njarðvíkinga, hefur ákveðið að yfirgefa Njarðvíkurliðið og spila með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kom fram á karfan.is.

NBA: Bosh í stuði þegar Miami komst í 2-1 á móti Chicago

Miami Heat hélt sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið vann 98-85 sigur á Chicago Bulls í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er komið í 2-1 og vantar tvo sigra til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin.

Fyrirliði Fram hrinti starfsmanni Vals

Tap Fram gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld fór í skapið á leikmönnum Fram og einhverjir þeirra tóku reiði sína út á hurðum Vodafonevallarins eftir leikinn.

Rúnar: Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig

Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með eitt stig í leikslok." Já ég held ég verði að vera það. Þetta var mjög erfiður leikur. Stjörnumenn voru mjög grimmir og léku fínan leik og við áttum í mesta basli með þá. Það var svo sem vitað fyrir fram að þetta yrði erfitt. Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig."

Daníel Laxdal: Veit ekki einu sinni hvort hinir voru mættir

Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar var sáttur við jafnteflið í leikslok. "Við áttum klárlega að taka þessi þrjú stig. En það var svolítið erfitt eftir að við urðum manni færi, þá sóttu þeir stíft og þá var jafntefli kannski ágætt úr því sem var komið.“

Andri: Þetta var bara leiðinlegur leikur

Andri Marteinsson þótti rétt eins og flestum áhorfendum í Víkinni leikur Víkings og Grindavíkur leiðinlegur til áhorfs. Hann sætti sig vel við 0-0 jaftefli og vildi meina að einhvern neista hafi vantað í bæði lið.

Kristján: Áttum von á svona leik

Kristján Guðmundsson þjálfari Vals var búinn að undirbúa lið sitt undir varnarsinnað leikskipulag Fram og var mjög sáttur við þá þolinmæði sem leikmenn hans sýndu til að búa til það færi sem þurfti til að sækja stigin þrjú í kvöld.

Dylan: Ég mun skora fyrir Breiðablik

„Ég er virkilega ánægður með þennan sigur, það er alltaf mikilvægt að vinna á heimavelli,“ sagði Dylan Jacob MacAllister, nýr leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld.

Þorvaldur: Eitt stig í fimm leikjum mikil vonbrigði

Það var allt annað en sáttur Þorvaldur Örlygsson sem ræddi við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Val í kvöld en engu að síður var hann sáttur við margt í leik síns liðs og brást hinn versti við gagnrýni og varði leikskipulag sitt af krafti.

Haukur Páll: Eina færið dugði

Haukur Páll Sigurðsson var að vonum sáttur í leikslok þrátt fyrir að vera þreyttur eftir harðan barning á miðjunni í sigri Vals á Fram í kvöld.

Guðmundur: Mikill stígandi í liðinu

„Fylkismenn börðust af krafti hér í kvöld og það var erfitt að eiga við þá framan af, en þegar þeir missa mennina af velli þá var sigur okkar ekki í hættu,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, eftir 3-1 sigur gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld.

Ólafur Örn: Mjög daufur leikur

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var sæmilega sáttur með leik sinna manna eftir 0-0 jafntefli í Víkinni.

Ólafur: Liðið er allt að koma til

„Allir sigrar eru mikilvægir og þessi er ekki undanskilin því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld.

Kristinn: Mín fyrsta þrenna

„Ég er bara virkilega sáttur, þrjú stig í hús og liðið allt að koma til,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Kristinn skoraði fyrstu þrennu sumarsins og í leiðinni öll mörk Blika.

Chelsea búið að reka Ancelotti

Það sem er búið að liggja í loftinu í margar vikur var loksins staðfest rétt áðan. Chelsea er búið að reka ítalska stjórann Carlo Ancelotti.

Vettel ánægður eftir erfiðan dag

Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu.

Gosið setti fyrsta unglingamótið úr skorðum

Fyrsta mótið á unglingamótaröð Arionbanka og GSÍ fór fram á Strandavelli á Hellu um helgina en ekki tókst að ljúka keppni í öllum flokkum vegna atburða við Grímsvötn. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli mælti með því að mótinu yrði frestað vegna öskufoks á golfvellinum. Gríðarlegt rok var á Strandavelli báða keppnisdagana og hitastigið var ekki hátt en þrátt fyrir erfiðar aðstæður náðu margir kylfingar frábæru skori. Næsta mót á unglingamótaröðinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru helgina 4.-5. júní.

Kristianstad tapaði dýrmætum stigum

Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttir missteig stig á heimavelli gegn Jitex í efstu deild sænska kvennaboltans í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en fimm Íslendingar komu við sögu í leiknum.

Kolbeinn: Þeir vilja ekki að ég fari til Ajax

"Þeir vilja ekki að ég fari til Ajax, þar sem að þetta er "rival" klúbbur, en það verða bara viðræður og síðan kemur í ljós hvort ég fari í Ajax eða ekki," sagði Kolbeinn Sigþórsson leikmaður hollenska liðsins AX Alkmaar í viðtali við Hans Steinar Bjarnason á Stöð 2

Naumur sigur hjá lærisveinum Alfreðs

Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf stóð í lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Kiel í dag er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Kiel marði tveggja marka sigur, 22-24, eftir að jafnt var í hálfleik, 11-11.

Vettel vann spennandi mót á Spáni

Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fjórða mót sitt á árinu, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Spáni í dag. Hann varð aðeins 0.630 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Jenson Button á McLaren varð þriðji.

Ragnar bjargaði stigi fyrir IFK Gautaborg

Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson skoraði jöfnunarmark IFK Gautaborg þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Trelleborg í 9. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Auk Ragnars voru þeir Hjörtur Logi Valgarðsson og Theódór Elmar Bjarnason í byrjunarliðinu en Hjálmar Jónsson sat á bekknum og kom ekkert við sögu.

Sara Björk á skotskónum með Malmö

LdB Malmö, lið Þóru Bjargar Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, heldur sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði Piteå IF á útivelli í 7. umferð deildarinnar í dag með fjórum mörkum gegn einu. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja mark Malmö í leiknum.

Ingimundur líklega á leið til Akureyrar

Samkvæmt heimildum Vísis eru talsverðar líkur á því að landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gangi í raðir Akureyrar fyrir næsta tímabil. Hann hefur síðustu ár leikið með danska liðinu AaB.

Umfjöllun: Kröftug byrjun dugði Eyjamönnum

Tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiks Keflavíkur og ÍBV dugði Eyjamönnum til sigurs á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í kvöld. Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson skoruðu mörk Eyjamanna.

Umfjöllun: Þrenna Kristins sá um Fylkismenn

Breiðablik vann sterkan sigur, 3-1, gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld, en Kristinn Steindórsson gerði öll mörk heimamanna. Blikar komust 2-0 yfir eftir aðeins tuttugu mínútna leik, en gestirnir gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik missti Fylkismenn tvo leikmenn útaf með rauð spjöld, eftir það var róðurinn heldur erfiður fyrir gestina og Blikar innsigluðu 3-1 sigur undir lokin.

Hargreaves á förum frá Man. Utd

Sorgarsögu Owen Hargreaves hjá Man. Utd lýkur brátt því félagið ætlar ekki að bjóða honum nýjan samning. United keypti Hargreaves af FC Bayern árið 2007 fyrir 17 milljónir punda en leikmaðurinn hefur nánast verið meiddur síðan hann kom til Manchester.

Sjá næstu 50 fréttir