Fleiri fréttir

Búið að fresta leik Þórs og FH

KSÍ hefur ákveðið að fresta leik FH og Þórs í Pepsi-deild karla í kvöld. Ástæðan er að flugsamgöngur liggja niðri en völlurinn ku vera leikhæfur.

NBA: Dallas komið með forystu gegn Oklahoma

Dallas Mavericks svo gott sem gerði út um leikinn gegn Oklahoma í nótt í fyrri hálfleik. Dallas náði 35-12 forskoti og það bil náði Oklahoma aldrei að brúa þrátt fyrir góðan endasprett. Lokatölur 87-93.

Fögnuður AGK á Parken - myndir

Það var mikil gleði hjá Arnóri Atlasyni, Snorra Steini Guðjónssyni og félögum þeirra í danska handboltaliðinu AGK er liðið tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta.

Snorri: Ég bað Jesper um að leigja Anfield næst

"Þetta var meiriháttar gaman. Magnaður dagur. Frábært að verða meistari og ekki verra að setja heimsmet í leiðinni. Það er töff," sagði nýbakaður danskur meistari í handknattleik, Snorri Steinn Guðjónsson, við Vísi.

Arnór: Algjör draumur að lyfta bikarnum á Parken

"Ég brosi bara hringinn. Þetta er búinn að vera geggjaður dagur. Ég held ég eigi aldrei eftir að upplifa það aftur að spila handbolta fyrir framan 36 þúsund manns," sagði afar kátur fyrirliði AGK, Arnór Atlason, í samtali við Vísi.

Leikmenn Chelsea spila tölvuleik á risaskjá

Fjórir leikmenn Chelsea - Nicolas Anelka, Branislav Ivanovic, David Luiz og Paulo Ferreira - tóku þátt í afar óvenjulegri uppákomu á dögunum sem var á vegum veðbanka í Bretlandi. Uppákoman fór fram í yfirgefnu vöruhúsi í Bretlandi.

Buffon verður áfram hjá Juventus

Það virðist vera árlegt slúður að orða markvörðinn Gianluigi Buffon við hin og þessi félög út um alla Evrópu. Engu að síður heldur hann alltaf áfram hjá Juve og það er ekkert að breytast núna.

Webber telur mögulegt að geta stefnt á sigur

Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari.

Ronaldo setti markamet í 8-1 sigri Real Madrid

Portúgalinn Cristiano Ronaldo bætti í kvöld markametið í spænsku úrvalsdeildinni. Það áttu Telmo Zarra frá 1951 og Hugo Sanchez frá 1990 en þeir skoruðu báðir 38 mörk á einu tímabili. Ronaldo komst í 40 mörk í kvöld er Real Madrid slátraði Almeria, 8-1, í lokaumferð spænska boltans.

Redknapp hefur áhuga á Parker

Harry Redknapp, stjóri Spurs, er þegar byrjaður að hugsa um leikmannamálin fyrir næstu leiktíð og einn af þeim mönnum sem hann hefur áhuga á er Scott Parker, leikmaður West Ham.

Rúnar og félagar komnir upp í úrvalsdeild

Rúnar Kárason og félagar í þýska B-deildarliðinu Bergischer tryggðu sér í dag sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Liðið lagði þá lið Arnars Jóns Agnarssonar, Aue, með þremur mörkum, 22-25. Rúnar var markahæstur í liði Bergischer með fimm mörk en Arnar Jón gerði slíkt hið sama fyrir Aue.

Fyrstu laxarnir mættir!

Við fengum fregnir af því að sést hefði til laxa í Laxá í Kjós í dag. Greinilegt var að einhverjir voru nýgengnir tveggja ára laxar og vænir eftir því. Það sáust laxar í Laxfossi, Kvíslafossi og Lækjarbreiðu, og enn mánuður í opnun! Þeir sem eiga daga þarna í júní hljóta að kætast við þessar fréttir og við vonum að þetta gefi kannski forsmekkinn af því sem koma skal en Veiðivísir mun fylgjast vel á komandi dögum um leið og við hvetjum þá sem eiga veiðifrétt að deila henni með okkur.

Varalið Barcelona lagði Malaga

Það skipti engu máli þó svo Barcelona hefði teflt fram varaliði á útivelli gegn Malaga í dag. Liðið vann samt, 3-1.

Kári komst ekki á blað í sigurleik

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson komst ekki á blað með liði sínu, Wetzlar, er það lagði Rheinland í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Sverre og félagar fengu silfur

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt urðu að sætta sig við silfur í EHF-bikarnum eftir tap, 30-26, gegn Göppingen í seinni úrslitaleik liðanna. Göppingen vann einnig fyrri leik liðanna og þá með tveimur mörkum, 23-21.

Gaupi: Þetta var súrrealískt

Íþróttafréttamaðurinn Guðjón "Gaupi" Guðmundsson var á meðal 36.211 áhorfenda á Parken í Kaupmannahöfn í dag þegar AGK tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta. Hann var þar mættur til þess að fylgjast með syni sínum, Snorra Steini, sem átti flotta innkomu í meistaraliðið í dag.

Sigur hjá lærisveinum Guðjóns

Guðjón Þórðarson er búinn að vinna sinn fyrsta leik með BÍ/Bolungarvík. Lærisveinar Guðjóns sóttu Hauka heim í dag og tóku öll stigin með 1-2 sigri.

Edda skoraði í sigri Örebro

Landsliðskonan Edda Garðarsdóttir skoraði annað marka sænska liðsins Örebro sem vann góðan sigur á Hammarby, 2-1, í sænska boltanum í dag.

Arnór lyfti bikarnum á Parken

Þeir Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson urðu í dag danskir meistarar í handknattleik með liði sínu AGK. Kaupmannahafnarliðið lagði þá Bjerringbro-Silkeborg, 30-21, í öðrum úrslitaleik liðanna og rimmuna þar með 2-0. 36 þúsund manns voru á Parken í dag og settu heimsmet í aðsókn á handboltaleik í heiminum.

Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar

Það fer víst ekki á milli mála að laxinn er að mæta í árnar á suður og vesturlandi, þá líklega helst á leiðinni í þær ár sem eru þekktar fyrir snemmgengna stofna í samanburði við ár á svipuðum slóðum.

Mancini: Getum orðið meistarar án Tevez

Carlos Tevez hefur lýst því yfir að hann vilji komast frá Man. City en stjóri liðsins, Roberto Mancini, segir að félagið muni geta barist á toppnum þó svo Tevez fari.

Mark Webber fremstur á ráslínu í fyrsta skipti á árinu

Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Hann varð 0.200 úr sekúndu á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji 0.980 á eftir Webber.

Haraldur á förum frá Fram - Magnús áfram í markinu

Línumaðurinn Haraldur Þorvarðarson er á förum frá Fram eftir að hafa spilað með liðinu um árabil. Samningur Haralds við félagið er runninn út. Fram bauð honum nýjan og lakari samning sem hann ku ekki vera sáttur við.

Rio: Ferguson mýkri með árunum en alltaf jafn metnaðarfullur

Rio Ferdinand, leikmaður Man. Utd, segir að stjóri félagsins, Sir Alex Ferguson, hafi mýkst með árunum en engu að síður jafn metnaðarfullur og hann hafi alltaf verið. Ferdinand hefur verið hjá félaginu síðan 2002 er hann var keyptur frá Leeds.

De Gea færist nær Man. Utd

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins goal.com þá mun Man. Utd semja við spænska markvörðinn David de Gea á næstu tveimur vikum.

KSÍ sektar FH

Ákveðið var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að sekta FH um 15.000 kr. vegna framkomu forráðamanns félagsins. Sektin er í samræmi við grein 13.9.4 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Vettel rétt á undan Webber á lokaæfingunni fyrir tímatökuna

Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Katalóníu brautinni á Spáni í morgun, en tímatakan fer fram í hádeginu og verður hún sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.

Breyttir tímar hjá Skagamönnum í fótboltanum

Skagamenn hafa byrjað 1. deild karla af krafti með því að vinna tvo fyrstu leiki sína. Þeir fylgdu eftir 3-0 útisigri á HK í fyrstu umferð með því að vinna 1-0 sigur á Þrótti í fyrsta heimaleiknum í fyrrakvöld.

Hermdi eftir Ronaldinho og datt

Brasilíski töframaðurinn Ronaldinho mætti í argentínskan skemmtiþátt um helgina þar sem hann sýndi kúnstir með boltann.

Jesper Nielsen: Enginn kampavíns-handbolti hjá AG í vetur

Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG, segist ekki vera voðalega hrifinn af spilamennsku síns liðs á þessu tímabili. AG getur tryggt sér tvöfaldan sigur og danska meistaratitilinn með sigri á Bjerringbro-Silkeborg fyrir framan 35 þúsund manns á Parken á morgun.

Fjölnismenn upp að hlið Skagamanna á toppnum

Fjölnir komst upp að hlið Skagamanna á toppi 1. deildar karla eftir 2-0 sigur á Víkingum úr Ólafsvík í Grafarvoginum í kvöld en bæði Fjölnir og ÍA hafa unnið tvö fyrstu leiki sína í deildinni.

Björgvin Páll einum sigri frá því svissneska meistaratitlinum

Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í kvöld þegar Kadetten vann 26-23 sigur á Pfadi Winterthur í öðrum úrslitaleik liðanna um svissneska meistaratitilinn. Kadetten er því komið í 2-0 í úrslitaeinvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til að verða svissneskur meistari annað árið í röð.

Enn ein Blikastúlkan með slitið krossband

Óheppnin virðist elta Blikastúlkur þegar kemur að krossbandaslitum því það lítur út fyrir að Hildur Sif Hauksdóttir sé sjötti leikmaður kvennaliðs Breiðabliks á þremur árum sem slítur krossband í hné.

KA-menn unnu ÍR-inga örugglega í Boganum

KA-menn tryggðu sér sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í fótbolta í sumar þegar þeir unnu ÍR-inga 2-0 í Boganum í kvöld. Leikurinn var spilaður innanhúss vegna slæmra veður- og vallaraðstæðna fyrir norðan.

Beckham spilar í kveðjuleik Neville

LA Galaxy hefur nú loksins staðfest að David Beckham fái að spila kveðjuleik Gary Neville á þriðjudag. Becks og Gary eru perluvinir og Becks lagði því mikla áherslu á að komast í leikinn.

Elmander á leið til Galatasaray

Owen Coyle, stjóri Bolton, býst ekki við því að geta haldið Svíanum Johan Elmander hjá félaginu. Samningur Svíans er að renna út og hann er á leið til Tyrklands.

Setti stjörnuleikmann sinn í skammarkrókinn

Russell Westbrook, er leikstjórnandi og annar stjörnuleikmanna NBA-liðsins Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta. Hann fékk þó óvenjulítið að vera í nótt þegar liðið jafnaði einvígi sitt í 1-1 á móti Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Stjörnulaust Barcelona-lið í síðasta deildarleiknum

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, ætlar ekki að taka neina áhættu með stjörnuleikmenn sína fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United eftir rúma viku og hefur því ákveðið að hvíla sjö stjörnuleikmenn í síðasta deildarleiknum á morgun.

Loksins fékk Nemana Vidic verðlaun

Sir Alex Ferguson hjá Manchester United var í dag valinn knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni og fyrirliði liðsins, Nemana Vidic var kosinn leikmaður ársins.

Sjá næstu 50 fréttir