Fleiri fréttir

Meistaradeildarævintýri Tottenham á enda

Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna.

Roberto Carlos fékk 368 milljóna króna bíl í afmælisgjöf

Brasilíumaðurinn Roberto Carlos spilar þessa dagana með rússneska liðinu FC Anzhi Makhachkala og nýtur þar góðs af gjafmildi hins óhemju ríka olíubaróns Suleiman Kerimov, eiganda félagsins. Roberto Carlos fékk afar myndalega afmælisgjöf frá eigandanum þegar leikmaðurinn hélt upp á 38 ára afmælið sitt á dögunum.

Spánverjar afþökkðu boðið í Suður-Ameríkukeppnina

Heims- og Evrópumeistarar Spánverja verða ekki með í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta í sumar eftir að þeir afþökkuðu boðið um að taka sæti Japana í keppninni. Stjórn spænska sambandsins vildi ekki taka boðinu þar sem að það var ekki pláss fyrir keppnina á dagatalinu.

Usmanov ætlar ekki að selja sinn hluta í Arsenal

Milljarðamæringurinn Alisher Usmanov sem á 27 prósent í enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal ætlar ekki að selja Bandaríkjamanninum Stan Kroenke sinn hlut í félaginu. Stan Kroenke á nú 63 prósent í Arsenal og hefði eignast allt félagið ef að Rússin hefði verið til að selja honum sinn hluta.

Rooney: Ég fattaði ekki hvað ég var búinn að gera

Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur sætt sig við það að hafa fengið tveggja leikja bann fyrir að blóta í sjónvarpsvél um leið og hann fagnaði þrennu sinni á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Mourinho: Tottenham verður að skora sex mörk til að slá út Real

„Ég er mjög stoltur af því að við erum enn taplausir í Meistaradeildinni," sagði José Mourinho, þjálfari Real Madrid á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid vann fyrri leikinn 4-0 og aðeins stórslys kemur í veg fyrir að liðið komist í undanúrslitin á móti erkifjendum sínum í Barcelona.

Harry Redknapp: Kraftaverkin gerast

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, neitar að gefa upp vonina að Tottenham komist áfram í Meistaradeildinni þrátt fyrir að liðið hafi tapað 0-4 í fyrri leiknum á móti Real Madrid. Seinni leikur liðanna fer fram á White Hart Lane í kvöld.

Ferguson flýgur til Þýskalands í dag

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vill ekkert staðfesta það að félagið sé búið að ganga frá kaupum á David de Gea, markverði Atletico Madrid. Edwin van der Sar leggur skóna á hilluna í vor og margir bíða spenntir eftir því hver verði eftirmaður hans í marki félagsins.

Verður krökkunum hans Baldurs bongó bannað að tromma í kvöld?

Baldur Orri Rafnsson, tónlistarkennari í Grundarfirði, betur þekktur sem „Baldur bongó“, hefur boðað komu sína á þriðja leik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda og með sigri tryggir Valur sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

Wilshere: Arsenal á mitt hjarta

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, gefur lítið fyrir þær fréttir að hann sé á leiðinni til Manchester City í sumar. Þessi 19 ára strákur hefur slegið í gegn á Emirates á þessu tímabili og er orðinn byrjunarliðsmaður í enska landsliðinu.

Sir Alex: Sá ekki hvernig þeir gátu byrjað með Torres á bekknum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagðist hafa verið nokkuð viss um það að Fernando Torres yrði í byrjunarliði Chelsea í seinni leiknum á móti United í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. United tryggði sér sæti í undanúrslitunum með 2-1 sigri á Old Trafford í gær þar sem Torres var tekinn útaf í hálfleik.

Giggs: Seinna markið kom á hárréttum tíma

Ryan Giggs átti stóran þátt í því að Manchester United sló Chelsea út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst í undanúrslitin. Giggs lagði upp öll þrjú mörk United í leikjum þremur, sigurmarkið fyrir Wayne Rooney í fyrri leiknum og svo mörkin þeirra Javier Hernandez og Ji-Sung Park í gærkvöldi.

Rosberg: Erfið byrjun á tímabilinu

Nico Rosberg og Michael Schumacher mæta á Sjanghæ Formúlu 1 brautina í Kína um helgina og keppa í þriðja Formúlu 1 móti ársins. Rosberg varð í þriðja sæti í mótinu í Sjanghæ í fyrra.

NBA: Chicago og San Antonio jöfn á toppnum fyrir síðasta leik

Chicago Bulls komst upp að hlið San Antonio Spurs á toppi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir að Bulls-liðið vann New York Knicks og San Antonio tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Verði liðin áfram jöfn eftir síðustu leikina í kvöld verður dregið um hvort liðið fær heimavallarrétt mætist þau í úrslitunum þar sem að innbyrðisárangur þeirra er jafn. Chicago tekur á móti New Jersey Nets í lokaleik sínum í nótt en San Antonio fer í heimsókn til Phoenix.

Heidfeld ánægður með bronsið

Nick Heidfeld tryggði Renault bronsið í kappakstrinum í Malasíu á sunnudaginn og lið hans náði þriðja sæti einnig í fyrsta móti ársins með Vitaly Petrov. Heidfeld er staðgengill Robert Kubica.

McCarthy farinn frá West Ham

Benni McCarthy hefur fengið sig lausann frá West Ham en samningur hans átti að renna út nú í sumar. Þessi 33 ára gamli sóknarmaður náði aldrei að skora fyrir félagið.

Brighton í ensku B-deildina

Brighton & Hove Albion tryggði sér í kvöld sæti í ensku B-deildinni með 4-3 sigri á Dagenham & Redbrigde. Knattspyrnustjóri liðsins er Gus Poyet.

Ancelotti: Þurfum að bíða eftir Torres

Carlo Ancelotti segir að Manchester United hafi átt skilið að fara áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en United vann í kvöld 2-1 sigur á Chelsea í fjórðungsúrslitum keppninnar og 3-1 samanlagt.

Ferguson: Spiluðum vel gegn góðu liði

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi verið erfitt að spila gegn sterku liði Chelsea í kvöld en þá áttust liðin við í síðari viðureign þeirra í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Giggs: Áttum þetta skilið

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, átti góðan leik í kvöld en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í 2-1 sigri á Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Aron hafði betur gegn Hermanni

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry unnu 3-0 útisigur á Portsmouth, liði Hermanns Hreiðarssonar, í ensku B-deildinni í kvöld.

Öruggur sigur Kiel

Kiel vann í kvöld öruggan sigur á Lemgo á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 33-26.

Ólafur: Ég veit ekki hvernig við ætlum að toppa forsetann

Ólafur Guðmundsson var einn af þremur leikmönnum FH sem fengu verðlaun þegar umferðir 15 til 21 í N1 deild karla voru gerðar upp í dag. Ólafur hefur verið lykilmaður í FH-liðinu sem náði í 13 af 14 mögulegum stigum í þriðju umferðinni.

Sundsvall komið í 2-0

Sundsvall Dragons tók í kvöld 2-0 forystu í rimmu sinni gegn Södertälje Kings í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Barcelona kláraði skylduverkið

Barcelona er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu með 1-0 sigri á Shakhtar Donetsk á útivelli og því samanlagt, 6-1.

Hlynur: Mér fannst ég alltaf skulda liðinu

„Við vorum einum leik frá því að komast í úrslitakeppnina sem er alveg grátlegt en svona er þetta bara. Þetta hafðist ekki," sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals og besti markvörðurinn í umferðum 15 til 21 í N1 deild karla.

Þjálfari Gylfa hættir eftir tímabilið

Marco Pezzaiuoli, þjálfari Hoffenheim, mun ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili en framkvæmdastjóri félagsins gaf þetta út í dag. Pezzaiuoli tók við liðinu af Ralf Rangnick á miðju tímabili en undir hans stjórn hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum.

Tottenham bannar níðsöng um Adebayor

Stuðningsmenn Tottenham verða undir ströngu eftirliti á morgun þegar liðið leikur gegn spænska liðinu Real Madrid í síðari leiknum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Tottenham tapaði fyrri leiknum 4-0 og þar skoraði Emmanuel Adebayor fyrrum leikmaður Arsenal tvívegis og það kunnu stuðningsmenn Tottenham ekki að meta.

Einar Andri: Liðið er hægt og rólega að ná heilsu

Einar Andri Einarsson var í dag valinn besti þjálfari umferða 15 til 21 í N1 deild karla en hann hlaut verðlaunin ásamt Kristjáni Arasyni. Þeir félagar hafa stýrt FH-liðinu saman í vetur og eru að koma upp með liðið á hárréttum tíma. FH fékk 13 af 14 mögulegum stigum í þriðju umferðinni.

Button: Barðist til sigurs til síðasta hrings

Jenson Button er annar í stigamótinu, 24 stigum á eftir Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, eftir tvö fyrstu mótin. Vettel hefur unnið bæði mót ársins, en Button varð í öðru sæti á eftir honum á sunnudaginn í keppni í Malasíu.

Ancelotti: Sigur hjá Chelsea er mikilvægari en mark hjá Torres

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ætlar að reyna að brydda upp á einhverjum nýungum í kvöld þegar Chelsea sækir Manchester United heim í seinni leik liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. United vann fyrri leikinn 1-0 á Brúnni.

FH-ingar sópuðu til sín verðlaunum - Ásbjörn valinn bestur

FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina.

Fylkismenn búnir að finna arftaka Guðrúnar Óskar

Heiða Ingólfsdóttir, sem stóð sig frábærlega með ÍBV í N1 deild kvenna í handbolta, hefur gert þriggja ára samning við Fylki. Heiða leysir þar með af Guðrúnu Ósk Maríasdóttur sem er á leiðinni til Fram.

Mancini: Ég á alla sökina á tapinu á móti Liverpool

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, kennir sjálfum sér um tapið á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en Liverpool vann öruggan 3-0 sigur þar sem öll mörkin komu á fyrstu 35 mínútum leiksins.

Sjá næstu 50 fréttir