Rosberg: Erfið byrjun á tímabilinu 13. apríl 2011 09:32 Nico Rosberg hjá Mercedes. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Nico Rosberg og Michael Schumacher mæta á Sjanghæ Formúlu 1 brautina í Kína um helgina og keppa í þriðja Formúlu 1 móti ársins. Rosberg varð í þriðja sæti í mótinu í Sjanghæ í fyrra. „Brautin í Sjanghæ er skemmtilegt viðfangsefni og ég á góðar minningar frá því í mótinu í fyrra, þar sem ég var í þriðja sæti á verðlaunapallinum", sagði Rosberg um mótið á sunnudaginn í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Byrjunin á tímabilinu í ár hefur verið erfið, en ég hlakka til að snúa gangi mála okkur í hag um helgina. Ég kann vel við að aka brautina og hefur verið fljótur á henni. Við hefðum getað náð ofar í tímatökum í Malasíu, þannig að ég veit að það býr meira í bílnum, þegar allt virkar sem skyldi. Við vinnum hörðum höndum að því að láta það gerast." Schumacher varð aðeins ellefti á ráslínu í Malasíu og hefur ekki gengið vel í tímatökum á árinu og hefur ekki komist í stigasæti í keppni, né heldur Rosberg. „Ég hlakka til mótsins í Sjanghæ og verkefnisins. Við höfum smá tíma til undirbúnings eftir mótið um síðustu helgi. Við erum að læra og mætum með opnum hug til leiks í næsta mót. Erum með metnað til að gera betur en í fyrstu mótunum. Aðdáendur okkar í Kína eru áhugasamir og veita stuðning og við munum gera okkar besta til að sýna okkar besta", sagði Schumacher. Formúla Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher mæta á Sjanghæ Formúlu 1 brautina í Kína um helgina og keppa í þriðja Formúlu 1 móti ársins. Rosberg varð í þriðja sæti í mótinu í Sjanghæ í fyrra. „Brautin í Sjanghæ er skemmtilegt viðfangsefni og ég á góðar minningar frá því í mótinu í fyrra, þar sem ég var í þriðja sæti á verðlaunapallinum", sagði Rosberg um mótið á sunnudaginn í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Byrjunin á tímabilinu í ár hefur verið erfið, en ég hlakka til að snúa gangi mála okkur í hag um helgina. Ég kann vel við að aka brautina og hefur verið fljótur á henni. Við hefðum getað náð ofar í tímatökum í Malasíu, þannig að ég veit að það býr meira í bílnum, þegar allt virkar sem skyldi. Við vinnum hörðum höndum að því að láta það gerast." Schumacher varð aðeins ellefti á ráslínu í Malasíu og hefur ekki gengið vel í tímatökum á árinu og hefur ekki komist í stigasæti í keppni, né heldur Rosberg. „Ég hlakka til mótsins í Sjanghæ og verkefnisins. Við höfum smá tíma til undirbúnings eftir mótið um síðustu helgi. Við erum að læra og mætum með opnum hug til leiks í næsta mót. Erum með metnað til að gera betur en í fyrstu mótunum. Aðdáendur okkar í Kína eru áhugasamir og veita stuðning og við munum gera okkar besta til að sýna okkar besta", sagði Schumacher.
Formúla Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira