Hlynur: Mér fannst ég alltaf skulda liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 17:30 „Við vorum einum leik frá því að komast í úrslitakeppnina sem er alveg grátlegt en svona er þetta bara. Þetta hafðist ekki," sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals og besti markvörðurinn í umferðum 15 til 21 í N1 deild karla. „Það er hundfúlt og mjög undarlegt fyrir Valsmenn að vera ekki með í úrslitakeppninni. Ég tek undir með Óskari Bjarna að það sé bara fáránlegt að hafa ekki Val með í úrslitakeppninni," sagði Hlynur en Valsmenn áttu góðan endasprett eftir slaka byrjun á mótinu. „Það er búið að ganga á ýmsu á þessu tímabili. Við erum búnir að lenda í þjálfaraskiptum og fórum í gegnum erfiða byrjun á mótinu. Við náum svo að vinna bikarinn sem var frábært og vorum svo komnir á mikið skrið eftir áramót. Það var komin góð mynd á liðið og við vorum síðan grátlega nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Það hefði verið ótrúlegt ef að við hefðum komist þangað," sagði Hlynur. „Það var hrikalegt að ná ekki byrjuninni á tímabilinu þannig að mér fannst ég alltaf skulda liðinu og geri enn. Mér fannst ég þurfa að leggja mig allan fram í leikjunum sem eftir voru og það gekk vel," sagði Hlynur. „Þegar Óskar Bjarni kom inn í þetta þá kom hans handbragð á varnarleikinn. Hann matar mig líka af upplýsingum um andstæðinginn og ef maður er nógu vel undirbúinn þá nær maður að standa sig í þessum leikjum," sagði Hlynur sem var til í að spá í undanúrsliteinvígin í úrslitakeppninni. „Ég held að ég verði að vera sammála flestum sem spá Akureyri og FH í úrslitin. Það eru klárlega tvö sterkustu liðin í dag. FH-ingar eru á miklu skriði núna og þetta eru þau tvö lið sem eru með langskemmtilegustu umgjörðina," segir Hlynur. „Þetta verður frábær veisla fyrir handboltaunnendur ef þessi lið komast í úrslit. Maður veit samt aldrei hvar maður hefur HK eða Framarana. Það eru bæði óúteinkanleg lið sem gætu alveg stolið þessu," sagði Hlynur en það má sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
„Við vorum einum leik frá því að komast í úrslitakeppnina sem er alveg grátlegt en svona er þetta bara. Þetta hafðist ekki," sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals og besti markvörðurinn í umferðum 15 til 21 í N1 deild karla. „Það er hundfúlt og mjög undarlegt fyrir Valsmenn að vera ekki með í úrslitakeppninni. Ég tek undir með Óskari Bjarna að það sé bara fáránlegt að hafa ekki Val með í úrslitakeppninni," sagði Hlynur en Valsmenn áttu góðan endasprett eftir slaka byrjun á mótinu. „Það er búið að ganga á ýmsu á þessu tímabili. Við erum búnir að lenda í þjálfaraskiptum og fórum í gegnum erfiða byrjun á mótinu. Við náum svo að vinna bikarinn sem var frábært og vorum svo komnir á mikið skrið eftir áramót. Það var komin góð mynd á liðið og við vorum síðan grátlega nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Það hefði verið ótrúlegt ef að við hefðum komist þangað," sagði Hlynur. „Það var hrikalegt að ná ekki byrjuninni á tímabilinu þannig að mér fannst ég alltaf skulda liðinu og geri enn. Mér fannst ég þurfa að leggja mig allan fram í leikjunum sem eftir voru og það gekk vel," sagði Hlynur. „Þegar Óskar Bjarni kom inn í þetta þá kom hans handbragð á varnarleikinn. Hann matar mig líka af upplýsingum um andstæðinginn og ef maður er nógu vel undirbúinn þá nær maður að standa sig í þessum leikjum," sagði Hlynur sem var til í að spá í undanúrsliteinvígin í úrslitakeppninni. „Ég held að ég verði að vera sammála flestum sem spá Akureyri og FH í úrslitin. Það eru klárlega tvö sterkustu liðin í dag. FH-ingar eru á miklu skriði núna og þetta eru þau tvö lið sem eru með langskemmtilegustu umgjörðina," segir Hlynur. „Þetta verður frábær veisla fyrir handboltaunnendur ef þessi lið komast í úrslit. Maður veit samt aldrei hvar maður hefur HK eða Framarana. Það eru bæði óúteinkanleg lið sem gætu alveg stolið þessu," sagði Hlynur en það má sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti