Fleiri fréttir

Eiður Smári fær að byrja inn á í fyrsta sinn í kvöld

Tony Pulis, stjóri Stoke City, hefur staðfest það að hann muni gera að minnsta kosti fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá því leiknum á móti Manchester United um helgina þegar Stoke nætir West Ham í enska deildarbikarnum í kvöld.

Breyttar áherslur hjá Wenger í enska deildarbikarnum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er búinn að ákveða það að breyta um áherslur í enska deildarbikarnum. Wenger segist vera hættur að nota unglingaliðið í keppninni og ætli þess í stað að nota sitt besta lið í öllum keppnum.

Chicharito-treyjurnar rjúka út á Old Trafford

Stuðningsmenn Manchester United eru búnir að finna sér nýja hetju ef marka má sölu á treyjum í verslun félagsins á Old Trafford. Javier Hernandez skoraði þrjú mörk þar af tvö þeirra sigurmörk í síðustu tveimur leikjum og treyjur með númer 14 og Chicharito á bakinu rjúka nú út eins og heitar lummur.

Wade: Þetta var bara einn leikur af 82

Það gekk lítið upp hjá Dwyane Wade þegar Miami Heat tapaði 80-88 á móti Boston Celtics í nótt í fyrsta alvöru leik liðsins síðan að Chris Bosh og LeBron James gengu til liðs við Wade í Miami.

Carlos Tevez að deyja úr heimþrá

Roque Santa Cruz, liðsfélagi Carlos Tevez hjá Manchester City, segir að argentínski framherjinn glími við mikla heimþrá þessa dagana og þess vegna sé hann ekki að njóta lífsins sem fótboltamaður.

NBA: Boston vann Miami í fyrsta leik LeBron með Miami

Nýja ofurþríeykið í Miami Heat byrjaði ekki vel í nótt þegar liðið tapaði 88-80 fyrir Boston Celtics í opnunarleik NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James lék þarna sinn fyrsta alvöru leik með Miami-liðinu eftir að hann yfirgaf Cleveland.

Santa Cruz vill fara í janúar

Framherjinn Roque Santa Cruz vill fara frá Manchester City í janúar næstkomandi. Þetta segir hann í samtali við spænska fjölmiðla í dag.

Bikarvandræði Real Madrid halda áfram

Real Madrid gerði í kvöld markalaust jafntefli við C-deildarlið Real Murcia í fyrri leik liðanna í 4. umferð spænsku bikarkeppninnar í kvöld.

Brotist inn hjá Aroni Einari

Brotist var inn á heimili knattspyrnumannsins Arons Einars Gunnarssonar í Coventry í Englandi í gær og öllu stolið þar sem verðmætt var. Þetta kom fram í viðtali hans við Valtý Björn Valtýsson í útvarpsþættinum Mín Skoðun á X-inu.

Logi stigahæstur í tapleik

Logi Gunnarsson var stigahæstur í liði Solna sem tapaði fyrir LF Basket, 92-68, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Heimsmeistarar Þjóðverja frá 1954 notuðu amfetamín

Ný rannsókn í háskólanum í Leipzig í Þýskalandi hefur sýnt fram á það að fyrstu heimsmeistarar Þjóðverja hafi fengið ólögleg lyf fyrir úrslitaleikinn á HM í Sviss 1954. Þýska liðið komu öllum á óvart með því að vinna 3-2 sigur á gríðarsterku liði Ungverja í úrslitaleiknum.

Newcastle og Everton vilja bæði fá Landon Donovan

Newcastle United ætlar að reyna að "stela" Landon Donovan af Everton í janúar en bandaríski landsliðsmaðurinn hefur áhuga á því að endurtaka leikinn frá því í fyrra og spila í ensku úrvalsdeildinni á meðan bandaríska deildin er í fríi.

Greta Mjöll með mark og 2 stoðsendingar um helgina

Northeastern Huskies, lið Gretu Mjallar Samúelsdóttur og Söndru Sifjar Magnúsdóttur, sigraði í báðum leikjum sínum í bandarísku háskóladeildinni í kvennaknattspyrnu um helgina. Greta Mjöll skoraði í fyrri leiknum og lagði upp mark í báðum. Hún er sem fyrr markahæst leikmanna Huskies og með flestar stoðsendingar, 5 talsins.

Leikur Boston og Miami í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

NBA-deildin í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum en flestra augu verða örugglega á leik Boston Celtics og Miami Heat sem fram fer í Boston. Það var engin tilviljun að NBA-deildin stillti upp þessum leik á fyrsta kvöldinu og menn eru búnir að bíða spenntir eftir þessu uppgjöri í langan tíma. Stöð2 Sport mun sýna leikinn í beinni og hefst útsendingin klukkan 11.30.

Ecclestone fékk göngugrind með væng og stýri í 80 ára afmælisgjöf

Bernie Ecclestone sem stýrir gangi mála í Formúlu 1 á 80 ára afmæli 28 október, eftir tvo daga og í tilefni af því brugðu Red Bull menn á leik og gáfu honum göngugrind með væng og stýri þar sem hann á að geta valið um Viagra, auka kraft, hjúkrunarkonu, lögfræðing, bókhaldara og aðstoðarkonu sína.

Liverpool í kapphlaupið um Ibrahim Afellay

Ibrahim Afellay miðjumaður PSV Eindhoven og hollenska landsliðsins, er eftirsóttur af stórum félögum í Evrópu og nú síðast hefur Liverpool bæst í þennan hóp. Inter, Atletico Madrid og Manchester United hafa einnig sýnt áhuga á að næla í þennan snjalla vængmann.

Krasic fékk tveggja leikja bann fyrir leikaraskap

Serbneski leikmaðurinn Milos Krasic hjá Juventus var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að fiska víti á óheiðarlegan hátt í markalausu jafntefli á móti Bologna um helgina. Ítalska knattspyrnusambandið studdist við sjónvarpsupptökur af leiknum.

Hamilton trúir á titilmöguleika sína

Lewis Hamilton hjá McLaren hefur enn trú á því að hann geti orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þó Fernando Alonso hjá Ferrari hafi náð forystu í stigamóti ökumanna með sigri í Suður Kóreu á sunnudaginn. Alonso er með 231 stig, Mark Webber hjá Red Bull 220, Hamilton 210 og Sebastian Vettel hjá Red Bull 206.

Gerrard spáir fullt af mörkum hjá Torres á næstunni

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er sannfærður um að Liverpool geti farið að hækka sig í töflunni víst að Fernando Torres sé búinn að finna skotskónna á nýjan leik. Torres skoraði sitt fyrsta mark í sex vikur þegar að hann tryggði Liverpool 2-1 sigur á Blackburn um helgina.

David James: Ég var fullur

David James hefur viðurkennt það að hafa verið fullur og nýkominn úr steggjapartíinu sínu þegar hann heyrði fyrst af því að Bristol City vildi frá hann til sín. James gerði ekki nýjan samning við Portsmouth í sumar en samdi þess í stað við Bristol-liðið sem er í b-deildinni eins og Portsmouth.

Sigmundur dæmir í Meistaradeild kvenna á morgun

Körfuboltadómarinn Sigmundur Már Herbertsson er á leið til Litháen þar sem hann dæmir leik VICI Aistes frá Litháen og SpartaK Moskvu í Meistaradeild kvenna sem fram fer í Kaunas á morgun, miðvikudaginn 27. október.

Indversk yfirtaka væntanleg hjá Blackburn Rovers

Það bendir allt til þess að enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn Rovers verði í eigu Indverja í næsta mánuði en Venky eignarhaldsfélagið er komið langt í að klára kaup sína á enska félaginu.

Mist Edvardsdóttir farin úr KR í Val

Mist Edvardsdóttir gerði í gær þriggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Vals en hún hefur leikið með KR undanfarin tvö tímabil og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins.

Reina: Liðsfélagar Torres í Liverpool hafa brugðist honum

José Reina, markvörður Liverpool og landi Fernando Torres, segir að Torres hafi ekki átt skilið þá gagnrýni sem hann hefur fengið þar sem að liðsfélagar hans í Liverpool hafa ekki hjálpað honum nógu mikið það sem af er tímabilinu.

Alexander líklega ekki með gegn Lettum

Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir Lettlandi í undankeppni EM 2012 á miðvikudagskvöldið.

Umfjöllun: Stjarnan áfram á beinu brautinni

Stjarnan vann 91-81 sigur á Njarðvík í kvöld en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Ekki er hægt að segja annað en sigurinn hafi verið sanngjarn þó spenna hafi óvænt hlaupið í leikinn í lokin.

Sjá næstu 50 fréttir