Enski boltinn

Ferguson: Hernandez á hrósið skilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Hernandez fagnar i kvöld.
Javier Hernandez fagnar i kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að öll sú vinna sem Javier Hernandez hefur lagt á sig sé að borga sig nú.

Hernandez kom inn á sem varamaður og tryggði United 3-2 sigur á Wolves í ensku deildabikarkeppninni í kvöld með marki á 90. mínútu leiksins.

„Menn eru oft fljótir að verða að hetjum en hann á allt það hrós skilið sem hann fær þessa dagana," sagði Ferguson eftir leikinn.

„Hann er afar fagmannlegur. Hann mætir fyrstur á æfingasvæðið á hverjum degi og fer síðastur heim."

„Maður sér um leið að hann nýtir þau færi sem hann kemst í. Hann er að bæta sig á mörgum sviðum og það er vegna þess að hann æfir mjög stíft. Okkur er mjög umhagað um það og viljum að allir leikmenn bæti sig," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×