Fleiri fréttir

Tinna Íslandsmeistari í golfi í fyrsta skipti

Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er nýr Íslandsmeistari í golfi en hún fylgdi eftir góðum þriðja hring hjá sér og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með flottum lokahring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjabergi í dag.

Ancelotti segir Mourinho að gleyma Ashley Cole

Carlo Ancelotti, þjálfari Chelsea, hefur sagt Jose Mourinho að hætta að hugsa um Ashley Cole. Þessi 29 ára vinstri bakvörður er ofarlega á óskalista Mourinho hjá Real Madrid.

Bandaríkjaferð Portsmouth varð að martröð

Hrakfarir Portsmouth ætla engan enda að taka en æfingaferð liðsins í Bandaríkjunum hefur snúist út í martröð. Frestun á flugi, þrumuveður og týndar töskur hafa heldur betur sett strik í reikninginn.

West Ham vonast til að fá Beckham til liðs við sig

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham vill fá David Beckham til sín. Hamrarnir vilja ekki einungis fá hann sem leikmann heldur einnig sendiboða félagsins í þeirri von að fá Ólympíuleikvanginn í Lundúnum.

Umfjöllun: Danien Justin Warlem breytti leiknum fyrir Eyjamenn

Eyjamenn eru komnir á toppinn í nokkra klukkutíma að minnsta kosti eftir 3-1 sigur á Valsmönnum á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Suður-Afríkumaðurinn Danien Justin Warlem kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti leiknum fyrir Eyjamenn en Tryggvi Guðmundsson var með tvennu í leiknum.

Tvöfalt hjá Ferrari - Felipe Massa hleypti Fernando Alonso fram úr

Fernando Alonso og Felipe Massa tryggðu Ferrari tvöfaldan sigur í þýska kappakstrinum í formúlu eitt sem fram fór á Hockenheim-brautinni í dag. Lewis Hamilton er með fjórtán stiga forskot í keppni ökumanna eftir að hafa endaði í fjórða sætinu í ár.

Rajon Rondo um Miami: Eina liðið sem ég hef áhyggjur af er LA

Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, skilur ekkert í því af hverju menn eru að spá því að Miami Heat vinni NBA-meistaratitilinn á næsta ári. Veðmangarar voru fljótir að setja Miami í efsta sætið eftir að ljóst var að LeBron James, Chris Bosh og Dwyane Wade munu allir spila með liðinu.

David Ngog er staðráðinn í að standa sig hjá Liverpool

David Ngog, framherji Liverpool, er ákveðinn í að vera áfram hjá félaginu og að bæta sig sem leikmaður. David Ngog skoraði átta mörk á síðasta tímabili en framtíð hans er óljós eftir að Roy Hodgson settist í stjórastól félagsins.

Háspenna á Hockenheim í dag

Það verður mikil spenna meðal Þjóðverja á Hockenheim brautinni í dag, þar sem landi þeirra Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum á brautinni við Hockenheim.

Sunderland nældi sér í argentínskan bakvörð

Sunderland styrkti vörnina sína í gær þegar Steve Bruce keypti argentínska bakvörðinn Marcos Angeleri frá Estudiantes de La Plata. Angeleri gerði þriggja ára samning en kauðverðið var ekki gefið upp.

Raul og Guti eru báðir farnir frá Real Madrid

Spænsku blöðin AS og Marca sögðu frá því í gær að Raul og Guti muni tilkynna það í næstu viku að þeir hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid. Raul mun tilkynna það á morgun að hann hafi samið við Schalke en Guti er á leið til tyrkneska liðsins Besiktas.

Rástímar lokahrings Íslandsmótsins í höggleik í dag

Lokahringur Íslandsmótsins á Kiðjabergsvelli fer fram í dag og annað kvöld verða krýndir nýir Íslandsmeistarar. Það er mjög jöfn og spennandi keppni í bæði karla og kvennaflokki og það verður því mikil golfveisla í Grímsnesinu í dag.

Yaya Toure hafnaði Manchester United

Manchester City keypti Yaya Toure frá Barcelona fyrir 25 milljónir punda í sumar en nú er komið í ljós að Toure vildi frekar spila með bróður sinum hjá City en að fara til Manchester United.

Ólafía Þórunn: Sautján ára og búin að vera efst allt mótið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefur staðið sig frábærlega á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli og er með eins högg forskot fyrir lokahringinn. Ólafía sýndi mikinn styrk í lokin á þriðja hringnum í dag þegar hún lék þrjár síðustu holurnar á tveimur höggum undir pari og náði aftur forustunni í mótinu.

Sigmundur Einar: Frábært að fá fugl á lokaholunni

Sigmundur Einar Másson tryggði sér eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik eftir spennandi þriðja hring í Kiðjaberginu í gær. Sigmundur Einar var einnig með forustu fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir fjórum árum síðan.

Þórsarar tóku annað sætið af Leikni - ósigraðir fyrir norðan

Sveinn Elías Jónsson skoraði eina markið í toppleik Þórs og Leiknis í 1. deild karla í kvöld en leikurinn frá fram á Þórsvellinum á Akureyri. Þórsliðið hefur verið geysisterkt fyrir norðan í sumar og það var engin breyting á því í kvöld.

Mikil spenna fyrir lokadaginn - Sigmundur Einar með forustu

Sigmundur Einar Másson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er með eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Kiðjabergsvellinum. Það er mikil spenna í mótinu enda þrír næstu menn aðeins einu höggi á eftir Sigmundi.

Örvar endaði hringinn á sex fuglum í röð og jafnaði vallarmetið

Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar átti ótrúlegan þriðja hring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjaberginu í dag. Örvar lék holurnar átján á 68 höggum eða þremur höggum undir pari og jafnaði með því vallarmet Birgis Leifs Hafþórssonar frá því á fyrsta degi.

Grótta burstaði KA og komst upp úr fallsætinu

Magnús Bernhard Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Gróttu í 4-1 sigri á KA í fallbaráttuslag í 1. deild karla í dag. Grótta fór upp fyrir Fjarðabyggð og Njarðvík með þessum glæsilega sigri.

Carvalho dreymir um að komast til Real Madrid

Ricardo Carvalho hefur biðlað til Real Madrid um að kaupa hann frá Chelsea. Portúgalski miðvörðurinn vill endilega komast aftur til Jose Mourinho sem kom með Carvalho með sér frá Porto til Chelsea árið 2004.

Tinna jafnaði vallarmetið en Ólafía heldur forustunni

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili lék best á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Tinna lék þriðja hringinn á pari í dag, jafnaði vallarmetið og vann upp fimm högg á Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR. Ólafía hélt samt eins höggs forskoti fyrir lokadaginn en Ólafía hefur verið efst allt mótið.

Rakel: Áttum að vera búnar að skora úr okkar færum

Rakel Hönnudóttir og félagar í Þór/KA-liðinu tókst ekki að verða fyrsta kvennaliðið frá Akureyri til þess að komast í bikarúrslitaleikinn þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Val á Vodafone-vellinum í dag.

Drogba þurfti að fara í náraaðgerð - tæpur fyrir fyrsta leik

Didier Drogba, framherji Chelsea og markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, fór í náraaðgerð eftir HM í Suður-Afríku. Hann er tæpur fyrir fyrsta leik Chelsea á komandi tímabili og bætist því í hóp þeirra Petr Cech og Alex sem verða líklega ekki með í byrjun móts.

Manchester City tapaði fyrsta æfingaleiknum fyrir tímabilið

Undirbúningstímabilið byrjaði ekki vel fyrir Manchester City því liðið tapaði 2-0 í nótt fyrir portúgalska liðinu Sporting Lisbon í æfingaleik í New Jersey í Bandaríkjunum. Leikurinn var hluti af æfingamóti þar sem Tottenham og New York Red Bulls taka einnig þátt í.

Sjá næstu 50 fréttir