Fleiri fréttir

Fá Valskonur gull- silfur og bronsskóinn í ár?

Valskonur eru í frábærum málum í Pepsi-deild kvenna eftir leiki gærkvöldsins með sex stiga forskot á toppnum auk þess að eiga leik inni á liðið í öðru sæti sem er Breiðablik. Valsliðið hefur skorað 51 mark í 11 leikjum eða 28 mörkum meira en næsta lið og nú er svo komið að liðið á þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar.

Gestir skysports.com spá Manchester United titlinum

Manchester United mun vinna enska meistaratitilinn ef marka má gesti heimasíðu Skysports. 26 prósent spá því að United-liðið endurheimti enska titilinn en 50 þúsund atkvæði hafa borist í könnun síðunnar. Enska úrvalsdeildin fer af stað 14. ágúst.

David James í viðræður við Celtic

Skoska liðið Celtic er að leita sér að markverði eftir að Artur Boruc fór til ítalska liðsins Fiorentina. Neil Lennon, stjóri liðsins, er að vonast eftir því að hinn 39 ára gamli David James standi í marki Celtic í vetur.

Silvio Berlusconi heimtar að AC Milan spili með tvo framherja

Silvio Berlusconi hefur gefið nýjum þjálfara AC Milan, Massimiliano Allegri, skýr fyrirmæli um hvernig leikaðferð liðið eigi að spila á næsta tímabili. Berlusconi hefur nefnilega heimtað að liðið muni spila með tvo framherja á næsta tímabili.

Sunderland að kaupa Titus Bramble fyrir eina milljón punda

Wigan hefur samþykkt tilboð Sunderland í varnarmanninn Titus Bramble og er leikmaðurinn á leiðinni í læknisskoðun í Sunderland. Bramble er 28 ára gamall og mun kosta Sunderland eina milljón punda eða um 188 milljónir íslenskra króna.

Ekki meiri pressa á Vettel á heimavelli

Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli.

Engir vuvuzela-lúðrar hjá Arsenal, Liverpool og West Ham

Ensku úrvalsdeildarliðin keppast nú við að banna vuvuzela-lúðrana sem tröllriðu öllu á meðan HM í suður-Afríku stóð. Tottenham var fyrsta félagið til að banna lúðrana á heimaleikjum sínum en nú hefur bæst vel í hópinn af enskum úrvalsdeildarliðum.

Alonso vill á verðalaunapallinn

Fernando Alonso keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi og mætir m.a. sex þýskum ökumönnum sem allir vilja heilla heimamenn. En Ferrari á fjölda aðdáenda í Þýskalandi og ljóst að Alonso fær sinn stuðning líka. Alonso hefur ekki unnið mót frá því að hann fyrsta mót ársins í Barein í mars.

Schumacher spenntur að keppa á heimavelli

Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg.

KR borgaði upp samning Loga - Gaui Þórðar ekki í myndinni

Rúnar Kristinsson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá KR síðdegis í gær. Hann tók við liðinu af Loga Ólafssyni daginn eftir 3-3 jafnteflið við Hauka en fyrsti leikur hans með liðið er seinni leikurinn gegn Karpaty frá Úkraínu á morgun. Liðið flaug út í nótt en fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri Karpaty.

Lárus Orri: Ánægður að enda ferilinn þar sem hann byrjaði

Skagamenn hafa löngum sýnt að þeir eru samrýndir og tveir gamlir refir hafa rifið fram skóna og hjálpað liðinu í sumar. Stefán Þórðarson lék með liðinu í síðustu umferð gegn HK og nú er Lárus Orri Sigurðsson kominn með leikheimild með ÍA.

Greta: Æðislegt að allt sé hægt í fótboltanum

„Mér fannst við ekkert vera lélegri en þær í byrjun og svo fáum við tvö mörk á okkur og missum mann af velli. Þess vegna finnst mér frábært að við sýndum þennan baráttuanda og fáum stigin þrjú" sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir kantmaður Blikastúlka gríðarlega ánægð eftir að Blikar náðu að vinna sig úr því að vera 0-2 undir og vinna leikinn 3-2.

Elva: Ég veit ekki hvað gerðist

„Þetta er gríðarlega sárt, við komumst 2-0 yfir og við höldum sjálftrausti þrátt fyrir að fá á okkur mark fljótlega. Þetta gekk bara ekki í dag, við hættum eiginlega bara eftir annað markið og seinni hálfleikurinn var virkilega dapur," sagði Elva Friðjónsdótti, leikmaður Þórs/KA svekkt eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld.

Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð

Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar.

Cech missir af byrjun tímabilsins hjá Chelsea

Petr Cech, markmaður Chelsea, missir væntanlega af byrjun tímabilsins vegna meiðsla. Tékkinn er meiddur á hægri kálfa og verður hann líklega frá í fjórar vikur vegna meiðslanna.

Loic Remy á óskalista Liverpool?

Loic Remy er kominn á óskalista Liverpool en hann var talinn nálægt því að ganga í raðir West Ham fyrr í sumar. Remy er ekki fastamaður í franska landsliðinu en hefur þó spilað einn landsleik.

Lárus Orri í ÍA: Hjálpa glaður til ef þörf er á

Lárus Orri Sigurðsson fékk í dag félagaskipti úr Þór í ÍA. Liðin spila saman í fyrstu deild en Lárus Orri hætti þjálfun Þórs fyrr í sumar. Lárus sagði við Vísi að hann sé til taks ef meiðslum hrjáð Skagavörnin þarf á aðstoð að halda.

Nowitzki samdi við Dallas og verður ekki með Þjóðverjum á HM

Dirk Nowitzki verður ekki með þýska landsliðinu á HM í Körfubolta sem fer fram í Tyrklandi í næsta mánuði. Nowitzki er þó ekki hættur í landsliðinu því hann ætlar að spila með Þjóðverjum á EM 2011 þar sem barist verður um sæti á Ólympíuleikunum í London.

Hægt að horfa á leik Blika og Motherwell á netinu

Breiðablik og Motherwell mætast í seinni leik sínum í undankeppni Evrópudeildar karla á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn en Blikar eiga ágæta möguleika á að komast áfram í 3. umferð eftir naumt 0-1 tap í fyrri leiknum í Skotlandi.

Liverpool ræður fyrrum gítarleikara Simply Red sem nuddara

Sylvan Richardsson var eini sinni gítarleikari hljómsveitarinnar Simply Red en nú hefur hann ráðið sig sem nuddara hjá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. Richardsson mun því sjá um að gera þá Gerrard, Torres og Cole leikfæra fyrir leiki í vetur.

Margfaldir meistarar ekki með á Kiðjabergsvelli

Björgvin Sigurbergsson úr GK og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sem bæði eru fjórfaldir Íslandsmeistarar í höggleik verða ekki með í Íslandsmótinu í höggleik sem hefst á Kiðjabergsvelli á fimmtudag. Þetta kemur fram á kylfingur.is.

Hodgson: Gerrard sannfærði Joe Cole um að koma á meðan HM stóð

Roy Hodgson, nýi stjóri Liverpool, segir að Steven Gerrard hafi átt mikinn þátt í því að fá Joe Cole til þess að koma til liðsins. Hodgson segir að fyrirliðinn hafi sannfært Joe Cole um að koma norður til Bítlarborgarinnar á meðan þeir eyddu tíma saman á HM í Suður-Afríku.

Martin Jol verður áfram hjá Ajax

Martin Jol hefur tekið U-beygju á elleftu stundu og verður því ekki næsti stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham. Jol ætlar að vera áfram hjá Ajax þar sem hann gerði þriggja ára samning í maílok 2009.

Joachim Löw verður áfram þjálfari þýska landsliðsins

Joachim Löw hefur ákveðið að halda áfram sem þjálfari þýska landsliðsins í knattspyrnu og hefur gert nýjan tveggja ára samning. Aðstoðarmenn Löw, Hans -Dieter Flick og Andreas Köpke sem og liðstjórinn Oliver Bierhoff munu einnig halda áfram.

Carragher um komu Joe Cole: Liverpool gefur réttu skilaboðin

Jamie Carragher er mjög ánægður með að Joe Cole, félagi hans úr enska landsliðinu, sé kominn til Liverpool og segir að með því hafi forráðamenn félagsins gefið réttu skilaboðin um að þeim sé alvara með að koma liðinu aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir