McLaren stjórinn afskrifar ekki Ferrari og Mercedes liðin í titilslagnum 20. júlí 2010 14:18 Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Mynd: Getty Images McLaren liðið telur sig vera með toppbíl í höndunum, en Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri liðsins segir að stöðug þróunarvinna sé lykilatriði í meistarabaráttunni og bakvið sigur í einstökum mótum. "Ég tel að við séum með bíl sem getur unnið mót og það þarf þolgóðan bíl og hraðskreiðan til að vinna", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. Ökumenn McLaren, Lewis Hamilton og Jenson Button eru efstir í stigamóti ökumanna og lið McLaren er efst í stigamóti bílasmiða. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. "Vissulega væri gott að vera enn fljótari og enn þolbetri, en ég tel okkur vera í þokkalegri stöðu. En við verðum að halda áfram þróunarvinnunni ef við eigum að vinna titlanna í ár:" McLaren ætlar að prófa nýja útgáfu af útblásturskerfi sem virkar betur með loftdreifinum aftan á bílnum, en sá gamli. Búnaðurinn verður prófaður á föstudagsæfingum keppnisliða og skoðað hvernig hann kemur út. Liðið prófaði sama búnað á Silverstone brautinni, en afréð að nota hann ekki nema á æfingum. Whitmarsh telur Ferrari liðið enn inn í myndinni varðandi meistaraslaginn, þó liðið hafi ekki unnið mót síðan í Barein. "Reynslan segir mér að afskrifa ekki Ferrari. Liðið er sterkt og hafi tæknilega kunnáttu til staðar, fjármagn og fyrrum meistara innan borðs, auk annars toppökumanns. Þá er Mercedes með fyrrum meistara og gíðan ökumann í Nico. Það er ekki hægt að afskrifa þá. Við verðum að bæta bílinn og gera eins vel og við getum. Red Bull er helsti keppinauturinn, en ég vil ekki afskrifa hina", sagði Whitmarsh. Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
McLaren liðið telur sig vera með toppbíl í höndunum, en Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri liðsins segir að stöðug þróunarvinna sé lykilatriði í meistarabaráttunni og bakvið sigur í einstökum mótum. "Ég tel að við séum með bíl sem getur unnið mót og það þarf þolgóðan bíl og hraðskreiðan til að vinna", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. Ökumenn McLaren, Lewis Hamilton og Jenson Button eru efstir í stigamóti ökumanna og lið McLaren er efst í stigamóti bílasmiða. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. "Vissulega væri gott að vera enn fljótari og enn þolbetri, en ég tel okkur vera í þokkalegri stöðu. En við verðum að halda áfram þróunarvinnunni ef við eigum að vinna titlanna í ár:" McLaren ætlar að prófa nýja útgáfu af útblásturskerfi sem virkar betur með loftdreifinum aftan á bílnum, en sá gamli. Búnaðurinn verður prófaður á föstudagsæfingum keppnisliða og skoðað hvernig hann kemur út. Liðið prófaði sama búnað á Silverstone brautinni, en afréð að nota hann ekki nema á æfingum. Whitmarsh telur Ferrari liðið enn inn í myndinni varðandi meistaraslaginn, þó liðið hafi ekki unnið mót síðan í Barein. "Reynslan segir mér að afskrifa ekki Ferrari. Liðið er sterkt og hafi tæknilega kunnáttu til staðar, fjármagn og fyrrum meistara innan borðs, auk annars toppökumanns. Þá er Mercedes með fyrrum meistara og gíðan ökumann í Nico. Það er ekki hægt að afskrifa þá. Við verðum að bæta bílinn og gera eins vel og við getum. Red Bull er helsti keppinauturinn, en ég vil ekki afskrifa hina", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira