Fleiri fréttir

Kiel vann Barcelona - Aron með tvö mörk

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá þýska liðinu kiel unnu góðan 30-27 sigur gegn spænska liðinu Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en staðan var 20-17 Kiel í vil í hálfleik.

Þýski handboltinn: Sigur hjá Degi og félögum

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin unnu 32-24 sigur gegn Hannover-Burgdorf í þýska handboltanum í dag en staðan í hálfleik var 15-9 Füchse Berlin í vil.

Halldór Jóhann: Virkilega dapur leikur af okkar hálfu

„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik. Þetta var bara virkilega dapur leikur af okkar hálfu. Varnarleikurinn var lengst af þokkalegur en við erum náttúrulega með einhverja 15-20 tapaða bolta í leiknum og það er náttúrulega skelfilega lélegt,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði Fram, í leikslok eftir 19-25 tap gegn nýliðum Gróttu í Framhúsinu í dag.

Benedikt: Stefnum á þann stóra

„Þetta var nokkuð sannfærandi og það er kannski eðlilegt. Það vantaði tvær landsliðsstelpur í Haukaliðið," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, eftir sigur liðsins í leik um titilinn meistarar meistaranna.

KR vann í kvennaflokki - Með forystu frá upphafi til enda

KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun.

Einar: Það féll ekkert með okkur á lokakaflanum

„Ég er mjög ósáttur með að tapa en við getum sjálfum okkur um kennt. Við vorum að spila mjög góða vörn og markvarslan fín en þó svo að sóknarleikurinn hafi einnig flotið vel þá náðum við ekki að reka endahnútinn á færin sem við vorum að skapa okkur.

Atli: Best að svara inni á vellinum

„Líkt og í tapinu gegn Val þá var varnarleikurinn frábær og markvarslan náttúrulega stórkostleg en núna fylgdu hraðaupphlaupin með og við fengum nokkur auðveld mörk.

Stjórnarformaður Arsenal vill að Wenger skili titli

„Annað, þriðja og fjórða sætið eru ekki lengur ásættanleg. Við viljum vinna eitthvað á þessu tímabili og við teljum að við séum með nægilega sterkan leikmannahóp til þess,“ segir stjórnarformaðurinn Ivan Gazidis hjá Arsenal í viðtali við Daily Star Sunday.

Van Gaal átti að leysa Ferguson af hólmi hjá United

Knattspyrnustjórinn Louis van Gaal hjá Bayern München hefur upplýst að hann hafi fundað með Peter Kenyon, þáverandi stjórnarformanni Manchester United, um að taka við knattspyrnustjórn félagsins fyrir tímabilið 2002-2003.

Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í dag

Körfuboltavertíðin hefst formlega í dag þegar Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum þar sem Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils í karla og kvenna flokki eigast við.

Teitur og félagar töpuðu naumlega fyrri úrslitaleiknum

Vancouver Whitecaps, undir stjórn Teits Þórðarsonar, tapaði naumlega 2-3 gegn Montreal Impact í fyrri leik liðanna í úrslitarimmu Norður amerísku USL-1 deildarinnar í nótt en leikið var á heimavelli Whitecaps.

Bandaríkjamenn með pálmann í höndunum

Bandaríkjamenn eru í góðri stöðu fyrir lokadaginn í Forsetabikarnum eftir þriðja keppnisdaginn og eru komnir með þriggja stiga forskot á Alþjóðaliðið.

Gilardino tryggði Heimsmeisturunum farseðilinn til Suður-Afríku

Framherjinn Alberto Gilardino skoraði dramatískt 2-2 jöfnunarmark Ítala gegn Írum í leik liðanna í 8. Riðli undankeppni HM 2010 í Dyflinni í kvöld en með jafnteflinu innsigluðu Ítalir sigur sinn í riðlinum og bókuðu farseðilinn á lokakeppnina næsta sumar.

Capello: Ég er stoltur af liði mínu

Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello var ekki sáttur með frammistöðu dómarans Damir Skomina í 1-0 tapi Englands gegn Úkraínu í undankeppni HM 2010.

Danir bókuðu farseðilinn á HM með sigri gegn Svíum

Danmörk vann dramatískan 1-0 sigur gegn Svíþjóð í hörkuleik í 1. Riðli undankeppni HM 2010 á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld en með sigrinum gulltryggðu Danir sér farseðilinn á lokakeppni HM næsta sumar.

Þýski handboltinn: Góður dagur hjá Íslendingaliðum

Rhein-Neckar Löwen vann 26-28 sigur gegn Melsungen í þýska handboltanum í kvöld en staðan í hálfleik var 15-15. Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk í leiknum fyrir RN Löwen og Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu tvö mörk hver.

N1-deild kvenna: 34 marka stórsigur hjá Valsstúlkum

Valsstúlkur byrjuðu á að sigra Íslands -og bikarmeistara Stjörnunnar í fyrstu umferð N1-deildarinnar á dögunum og þær héldu uppteknum hætti í dag í annarri umferðinni þegar þær hreinlega kjöldrógu Víkingsstúlkur 47-13 en staðan var 20-5 í hálfleik.

Kári Kristján með fjögur í tapi gegn Kolding

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson átti fínan leik þegar lið hans Amicitisa Zurich frá Sviss tapaði 35-27 gegn Kolding frá Danmörku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.

Aron: Þetta eru gífurlega góð úrslit fyrir okkur

„Þetta var bara virkilega flottur leikur hjá okkur gegn gríðarlega sterku pólsku liði á erfiðum útivelli. Þetta voru gífurlega góð úrslit fyrir okkur byggir upp hörkuleik á Ásvöllum um næstu helgi,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir 30-28 tap gegn Wisla Plock í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta.

Fyrsta tap Englendinga í undankeppninni staðreynd

Englendingar töpuðu 1-0 gegn Úkraínu í 6. Riðli undankeppni HM 2010 en þetta var fyrsta tap Englendinga í riðlinum og höfðu þeir unnið alla átta leiki sína fram að leiknum í dag.

Loksins féll vígi Rússa - Þjóðverjar komnir á HM 2010

Framherjinn Miroslav Klose skoraði eina markið í 0-1 sigri Þýskalands gegn Rússlandi í 4. Riðli undankeppni HM 2010 en með sigrinum gulltryggðu Þjóðverjar sér efsta sæti riðilsins og farseðilinn á lokakeppnina.

Walcott ekki alvarlega meiddur - klár ef Capello kallar

U-21 árs landsliðsþjálfarinn Stuart Pearce hjá Englandi hefur staðfest að meiðsli Theo Walcott, leikmanns Arsenal, séu ekki alvarleg en honum var skipta af velli í hálfleik í leik með U-21 árs landsliði Englands gegn Makedóníu.

Teitur og félagar spila fyrri úrslitaleik sinn í nótt

Skagamaðurinn Teitur Þórðarson er búinn að stýra Vancouver Whitecaps í úrslit Norður amerísku USL-deildarinnar annað árið í röð en liðið varð sem kunnugt er meistari undir hans stjórn á hans fyrsta tímabili með liðið í fyrra.

Leikið í N1-deild kvenna í dag

N1-deild kvenna heldur áfram í dag þegar önnur umferð hefst með þremur leikjum. FH tekur á móti KA/Þór í Kaplakrika en þetta er fyrsti leikur Hafnarfjarðastúlkna í deildinni þar sem þær sátu hjá þegar fyrsta umferð var leikinn fyrr í vikunni.

Ferdinand: Enginn öruggur með sæti í landsliðinu

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United og enska landsliðinu segir að baráttan um sæti í landsliðshópi Fabio Capello sé gríðarlega hörð og raunar sé enginn leikmaður sem geti verið viss um að vera með í hópnum fyrir lokakeppnina í Suður-Afríku næsta sumar.

Ronaldo: Ummæli Rooney voru pottþétt sögð í gríni

Portúgalinn Cristiano Ronaldo stendur nú í ströngu með landsliði sínu í 1. undanriðli HM 2010 en liðið er í þriðja sæti og dugir ekkert nema sigur í síðustu tveimur leikjum sínum gegn Ungverjalandi og Möltu til þess að eygja von um að komast á lokakeppnina.

Trapattoni dreymir um að leggja landa sína að velli

Landsliðsþjálfarinn Giovanni Trapattoni hjá Írlandi kveðst ekki vera að hugsa um neitt annað en að sigra þegar landar hans Ítalir koma í heimsókn til Dyflinnar í toppbaráttuleik 8. undanriðils HM 2010.

Ferguson biður Wiley afsökunar á ummælum sínum

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United lét dómarann Alan Wiley fá það óþvegið eftir 2-2 jafntefli gegn Sunderland og ásakaði hann um að vera ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi til þess að dæma leikinn.

Drogba: Myndi aldrei freistast til þess að fara til City

Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea telur að ríkidæmi Manchester City munu ekki nægja til þess að laða til sín bestu leikmenn heims en leikmenn á borð við Carlos Tevez, Emmanuel Adebayor og Gareth Barry gengu í raðir félagsins í sumar.

Golf og ruðningur ólympíuíþróttir

Golf og sjö manna ruðningur verða ólympíuíþróttir frá og með leikunum sem haldnir verða í Río de Janeiro í Brasilíu árið 2016.

Sjá næstu 50 fréttir