Fleiri fréttir

Arnar frá næstu vikurnar

Arnar Grétarsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Breiðabliks, verður frá næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Breiðabliks og FH í gær.

Bielefeld semur við "slökkviliðsmanninn"

Þýska úrvalsdeildarfélagið Bielefeld er í bullandi fallhættu þegar ein umferð er eftir. Félagið rak þjálfarann eftir 6-0 skell gegn Dortmun um helgina og hefur nú kallað á sérstakan kraftaverkamann til að halda liðinu uppi.

Jankovic í tveggja leikja bann

Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk að líta eftir að leikur liðsins gegn Fjölni var flautaður af.

Ummæli Lehmann vekja reiði Bayern

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Stuttgart er jafnan með munninn fyrir neðan nefið og nýjustu ummæli hans hafa gert allt vitlaust í herbúðum Bayern Munchen.

Owen verður væntanlega klár á sunnudaginn

Framherjinn Michael Owen verður að öllum líkindum í liði Newcastle á sunnudaginn þegar það spilar lokaleik sinn í ensku úrvalsdeildinni á Villa Park í Birmingham.

Bassong verður í banni í lokaleiknum

Varnarmaðurinn Sebastien Bassong hjá Newcastle verður í banni í lokaleik liðsins í úrvalsdeildinni um næstu helgi eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Fulham á dögunum.

Hughes ætlar á topp sex

Mark Hughes hefur sett sér það markmið að koma Manchester City í hóp sex bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið er sem stendur í tíunda sæti deildarinnar eftir upp og niður gengi í vetur.

Real Madrid bauð í Antonio Valencia

Umboðsmaðuri kantmannsins Antonio Valencia hjá Wigan hefur staðfest að Real Madrid hafi gert tilboð í leikmanninn. Hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar og Júróvisjón á sama tíma að ári

Laugardagurinn 22.maí 2010 verður svo sannarlega viðburðarríkur því þá fá Evrópubúar bæði að vita hvaða þjóð á besta lagið í Júróvisjón og hvaða þjóð á besta fótboltafélag álfunnar. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar og úrslitakvöld Júróvisjón fara nefnilega bæði fram þetta laugardagskvöld.

Sofnaði á varamannabekknum á meðan Real missti titilinn

Julien Faubert kom til spænska liðsins Real Madrid í vetur á láni frá West Ham en hann hefur fengið fá tækifæri með liðinu. Hann hefur hinsvegar komist í spænsku fjölmiðlanna fyrir allt annað en að standa sig vel inn á vellinum.

Denver Nuggets í vandræðum - höllin upptekin

Árangur Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefur komið mörgum á óvart og engum meira en eiganda sínum og umsjónarmönnum Pepsi Center, heimahallar liðsins. Höllin er nefnilega upptekin á mánudagskvöldið þegar Denver á að spila á móti Los Angeles Lakers í fjórða leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Sigurður búinn að velja Kýpurfarana - Fannar Freyr er eini nýliðinn

Sigurður Ingimundarson er búinn að velja tólf manna landsliðshóp sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum á Kýpur sem hefjast í byrjun næsta mánaðar. Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru hvorugir í hópnum en vonir stóðu til að þeir gætu náð mótinu.

Cannavaro kominn aftur „heim“ til Juventus

Ítalski landsliðsfyrirliðinn, Fabio Cannavaro, mun gera eins árs samning við sitt gamla félag á Ítalíu, Juventus, þegar samningur hans við Real Madrid rennur út í lok júní.

Kæra Ferrari gegn FIA dómtekin

Ferrari leggur inn formlega kæru fyrir franskan dómara í dag gagnvart FIA í París í dag. Ferrari liiðið er ósátt við nýjar reglur um rekstrarkostnað sem FIA ætlar að taka í notkun á næsta ári.

Stigahæsti leikmaður Iceland Express deildarinnar í ÍR

ÍR-ingar hafa fyllt skarð Ómars Sævarssonar með því að fá til sín Nemanja Sovic sem lék mjög vel með nýliðum Breiðabliks á síðasta tímabili. Sovic hefur spilað í fimm ár á Íslandi en hann kom fyrst hingað til Fjölnis tímabilið 2004-2005.

Það verður erfitt að fylla í skarð Laursen

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, gerir sér vel grein fyrir því að það mun reyna á hann og hans samstarfsmenn á félagsskiptamarkaðnum í sumar. O'Neill segir það verði erfitt að fylla í skarð Danans Martin Laursen sem varð á dögunum að leggja skónna á hilluna.

Lippi: Enska úrvalsdeildin getur varla talist vera ensk

Marcello Lippi, þjálfari ítalska landsliðsins, hefur fulla trú á því að hans lið geti varið heimsmeistaratitilinn í Suður-Afríku á næsta ári. Hann óttast ekki Englendinga þrátt fyrir frábæran árangur enskra liða í Meistaradeildinni í ár.

Brawn bjartsýnn fyrir Mónakó

Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins er bjartsýnn fyrir Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. Lið hans leiðir meistarakeppni ökumanna og bílasmiða, en mótið í Mónakó er það sjötta á árinu

David James þarf að fara í aðgerð á öxl

David James, markvörður Portsmouth, var ekki með í 3-1 sigri Portsmouth á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í gær og mun missa af komandi leikjum enska landsliðsins í undankeppni HM.

Jankovic fékk rautt spjald í leikslok

Grindvíkingar voru afar ósáttir við Þorvald Árnason dómara í lok leiks þeirra gegn Fjölni í kvöld. Fyrirliðinn Orri Freyr Hjaltalín hafði á orði að dómarinn hefði dæmt á móti þeim „eins og hann fengi borgað fyrir það“.

Orri Freyr: Hann dæmdi á móti okkur

„Við vorum að spila mjög fínan bolta mestan partinn af leiknum,“ sagði hundsvekktur Orri Freyr Hjaltalín eftir að lið hans Grindavík þurfti að láta í minni pokann fyrir Fjölni fyrr í kvöld.

Ásmundur: Þetta er karaktersigur

„Áttu ekki skilið það sem þú færð? Þú leggur þig fram og færð það sem þú átt skilið,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sposkur á svip eftir 3-2 sigur sinna manna á Grindavík fyrr í kvöld.

Umfjöllun: Valsmenn réðu ekkert við hraða Keflvíkinga

Keflvíkingar svöruðu því, að missa fyrirliðann og einn besta leikmann sinn, Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli, með því að vinna öruggan og stórglæsilegan 3-0 sigur á Valsmönnum á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld.

Willum Þór: Við réðum bara illa við þá

Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var rólegur í viðtölum eftir 3-0 tap á móti Keflavík í kvöld en hann var allt annað en sáttur með spilamennsku sinna manna í Keflavík í kvöld.

Guðjón Árni: Kristján sagði mér að skora í dag

Guðjón Árni Antoníusson tók við fyrirliðabandinu í Keflavíkurliðinu eftir að liðið missti Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli og hann hélt upp á það með því að koma sínu liði yfir í 3-0 sigri á Val í kvöld.

Hannes: Heppnir að fara með 0-0 í hálfleik

„Það var legið á okkur í fyrri hálfleiknum og við í raun heppnir að fá ekki á okkur mark," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, eftir markalausa jafnteflið gegn Fylki í kvöld.

Tveggja marka sigur á Sviss

Ísland vann í kvöld tveggja marka sigur á Sviss, 33-31, í æfingalandsleik í handbolta kvenna í Framhúsinu í Safamýrinni.

Sunderland enn í fallhættu

Portsmouth vann í kvöld 3-1 sigur á Sunderland í lokaleik næstsíðustu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Umfjöllun: Ekkert skorað í Laugardal

Fram og Fylkir skildu í kvöld jöfn á Laugardalsvellinum í markalausum leik. Þar með tapaði Fylkir sínum fyrstu stigum á tímabilinu.

Fylkir og Breiðablik geta bæði bætt félagsmet í kvöld

Fylkir og Breiðablik eiga bæði möguleika á að vinna sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deild karla í kvöld og vera því með full hús eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Það hefur ekki gerst hjá þessum félögum í efstu deild áður.

Júlíus: Tekur tíma að slípa liðið til

"Ég tel að sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá leiki af því það er talsvert langt síðan við spiluðum," sagði Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari þegar hann var spurður út í æfingaleikina þrjá við Svisslendinga.

Rakel Dögg: Þetta eru mikilvægir leikir

Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Kolding, er bjartsýn fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins sem í kvöld spilar fyrsta æfingaleik sinn af þremur á jafnmörgum dögum gegn Svisslendingum.

Sjá næstu 50 fréttir