Fleiri fréttir „Myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína“ Taiwo Hassan Badmus átti frábæran leik þegar Tindastóll vann stórsigur á deildarmeisturum Vals í Subway-deild karla í kvöld. Leikurinn skipti engu máli upp á töfluna að gera en þetta var gríðarlega flottur sigur hjá Stólunum samt sem áður. 30.3.2023 22:12 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. 30.3.2023 22:07 Chelsea í undanúrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Chelsea er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur gegn ríkjandi meisturum Lyon í vítaspynrukeppni í kvöld. 30.3.2023 22:00 „Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“ „Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni. 30.3.2023 21:52 Logi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið: Ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina svona Njarðvík vann ótrúlegan þriggja stiga sigur á Keflavík 79-82. Logi Gunnarsson var ánægður með sigurinn og tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. 30.3.2023 21:35 Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 100-118 | Garðbæingar laumuðu sér í úrslitakeppnina Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 18 stiga sigur er liðið heimsótti fallna KR-inga í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 100-118. Á sama tíma vann hitt fallna lið deildarinnar, ÍR, eins stigs sigur gegn Hetti og Stjarnan er því á leið í úrslitakeppnina. 30.3.2023 21:00 Stærstu liðin voru á eftir Gísla: „Er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir“ Gísli Þorgeir Kristjánsson segir að það sé mikið öryggi í því að skrifa undir nýjan samning við Magdeburg til ársins 2028. 30.3.2023 20:00 Gummersbach hafði betur í Íslendingaslag Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann sterkan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Rúnar Sigtryggsson og lærisveina hans í Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30-34. 30.3.2023 19:00 Sveindís og stöllur í undanúrslit Meistaradeildarinnar Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu með 1-1 jafntefli gegn franska stórliðinu Paris Saint-Germain. 30.3.2023 18:43 Bjarki og félagar flugu inn í átta liða úrslit Bjarki Már Elísson og félagar hans í ungverska stórliðinu Telekom Veszprém eru komnir í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir góðan fimm marka sigur gegn Pick Szeged í dag, 38-33. 30.3.2023 18:21 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30.3.2023 18:01 Hver á að taka við landsliðinu? Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? 30.3.2023 17:00 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30.3.2023 16:06 Sjáðu nýjan heimsmethafa fara á 255 km hraða niður brekku Frakkinn Simon Billy er heimsmeistari í hraðabruni, það er hver nær bestum hraða niður skíðabruni. 30.3.2023 16:00 Dóttir Loga Gunnars að spila í meistaraflokki á sama tíma og hann Logi Gunnarsson er enn að spila í efstu deild þátt að hann sé á 42. aldursári. Það þýðir að fjölskyldan náði merkilegum tímamótum í þessari viku. 30.3.2023 15:31 Snéri aftur inn á handboltavöllinn aðeins 24 dögum eftir fæðingu Norska handboltakonan Camilla Herrem var mætt aftur inn á handboltavöllinn í gær með liði sínu Sola. 30.3.2023 15:00 Golfvöllur hannaður af Tiger Woods fær PGA-mót Mexíkóskur golfvöllur sem Tiger Woods hannaði á sínum tíma fær að halda World Wide Technology golfmótið í ár. 30.3.2023 14:31 Annie Mist ný inn og Sara fór upp um 225 sæti á heimslistanum í CrossFit CrossFit samtökin hafa nú uppfært heimslistann sinn eftir að fjórðungsúrslitunum lauk á dögunum en þetta er fyrsta árið sem slíkur listi er settur saman. 30.3.2023 14:00 Öskruðu á hvort annað í leikhléi Njarðvíkur: „Vont að horfa á þetta“ Fólki var heitt í hamsi í leikhléi sem Njarðvík tók í leiknum gegn Val í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld, eins og sjá mátti í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. 30.3.2023 13:31 Tímabilið hugsanlega búið hjá Stefáni Tímabilinu er mögulega lokið hjá handboltamanninum Stefáni Rafni Sigurmannssyni hjá Haukum. 30.3.2023 12:57 Hólmfríður Dóra á palli með þeirri bestu Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, fremsta skíðakona landsins, vann til bronsverðlauna á alþjóðlegu FIS-móti í bruni sem fram fór í Petzen í Austurríki. Mótið er liður í meistaramóti Slóveníu. 30.3.2023 12:31 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30.3.2023 11:45 „Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30.3.2023 11:31 Albert um FH: „Held að Heimir sé ekki alveg sannfærður um varnarleikinn“ Albert Ingason telur að þrátt fyrir endurkomu Heimis Guðjónssonar séu væntingar FH fyrir þetta tímabil nokkuð hóflegar. Liðinu er spáð 7. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. 30.3.2023 11:00 Vildu ekki hýsa Ísraelsmenn og missa HM Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót tuttugu ára landsliða fari ekki fram í Indónesíu í ár eins og var búið að ákveða. 30.3.2023 10:31 Syðri Brú að verða uppseld Það eru ekki mörg veiðisvæði þar sem aðeins ein stöng er leyfð, gott hús fylgir með og veiðivonin góð allt tímabilið. 30.3.2023 10:11 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30.3.2023 10:09 Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30.3.2023 10:00 Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30.3.2023 09:31 Lokaumferð Subway: Sætin sem liðin geta endað í eftir kvöldið Tuttugasta og önnur umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld og þótt að það sé ljóst hverjir vinna deildina og hverjir falla úr deildinni þá er enn barist um mikilvæg sæti í lokaumferðinni. 30.3.2023 09:00 Ætla að banna veðmálaauglýsingar framan á búningum Félögin í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa náð samkomulagi um það að banna veðmálaauglýsingar framan á búningum liða. 30.3.2023 08:44 Anníe Mist segir að hollur og góður matur þurfi ekki að vera leiðinlegur Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir leggur áherslu á það að fólk eigi í heilbrigðu sambandi við mat og hún gefur aðdáendum sínum sýn inn í hvernig hún hugsar hlutina. 30.3.2023 08:31 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30.3.2023 08:00 Luis Enrique vill komast í ensku úrvalsdeildina Fyrrum þjálfari Barcelona og spænska landsliðsins rennir hýru auga til ensku úrvalsdeildarinnar nú þegar hann leitar sér að nýju framtíðarstarfi. 30.3.2023 07:30 „Ef við ætlum að bæta við og verða betri þá verðum við að fá fleiri að borðinu“ Eftir 17 ára farsælt starf hefur Hannes S. Jónsson sagt af sér sem formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Guðbjörg Norðfjörð er nýr formaður KKÍ og Hannes verður áfram framkvæmdastjóri. 30.3.2023 07:14 Dagskráin í dag: Barist um Suðurnesin og Pavel mætir á Hlíðarenda Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Við bjóðum upp á körfubolta, rafíþróttir og golf. 30.3.2023 06:01 Lánasjóður Roman Abramovich: „Lánaði Vitesse rúmlega 17 milljarða“ Roman Abramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, „lánaði“ hollenska úrvalsdeildarfélaginu Vitesse allt að 117 milljónir evra [17,4 milljarða íslenskra króna]. Þetta kemur fram í skjölum sem miðillinn The Guardian hefur nú undir höndum. Var „lánunum“ haldið leyndum en hollenska knattspyrnusambandið skoðaði tvívegis eignarhald Vitesse meðan Roman átti Chelsea. 29.3.2023 23:31 Seinni bylgjan um ótrúlegt gengi ÍBV: „Þær voru orðnar þyrstar“ Í síðasta þætti Seinni bylgjunnar var farið var yfir ótrúlegt gengi ÍBV að undanförnu í Olís-deild kvenna í handbolta sem og Powerade-bikarnum sem liðið sigraði fyrir ekki svo löngu. Nú síðast varð liðið deildarmeistari í Olís og virðist vera nær óstöðvandi þegar það styttist í úrslitakeppni. 29.3.2023 23:01 Finnst þetta vera vanmetinn titill Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. 29.3.2023 22:30 Rúnar um undanúrslitin: „Það verður stríð um Reykjanesbæ sem enginn má missa af“ „Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val. 29.3.2023 22:01 Haukar upp í annað sætið eftir stórsigur á Breiðabliki Haukar ljúka leik í Subway-deild kvenna í körfubolta í 2. sæti eftir stórsigur á Breiðabliki í kvöld. Á sama tíma tapaði Valur heima fyrir Njarðvík. Þá vann ÍR aðeins sinn þriðja sigur á leiktíðinni þegar Grindavík kom í heimsókn. 29.3.2023 21:46 Bayern úr leik eftir tap í Lundúnum Íslendingalið Bayern München er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 tap fyrir Arsenal í 8-liða úrslitum keppninnar. Bayern leiddi 1-0 eftir fyrri leikinn en tvö mörk í fyrri hálfleik breyttu gangi einvígisins. 29.3.2023 21:25 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 73-79 | Ótrúlegur viðsnúningur á Hlíðarenda Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa nú unnið sjö leiki í röð eftir frábæran sigur á Val að Hlíðarenda í lokaumferð Subway-deildar kvenna. Valur leiddi framan af en ótrúlegur viðsnúningur undir lok leiks sneri taflinu við. 29.3.2023 21:05 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 90 - 64 | Innsigluðu deildarmeistaratitilinn með þægilegum sigri Keflavík og Fjölnir mættust í lokaumferð Subway deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu nokkuð þægilegan sigur 90-64. Keflvíkingar enduðu í efsta sæti deildarinnar og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir leik. 29.3.2023 20:55 Viktor Gísli og félagar í Nantes úr leik eftir tap í vítakeppni Franska handknattleiksfélagið Nantes féll í kvöld úr leik í umspilinu um sæti í 8-liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu. Tapið verður ekki súrara en einvígið fór alla leið í vítakeppni. Því miður fór Wisła Płock með sigur af hólmi þar eftir að skora úr öllum fimm vítaköstum sínum. 29.3.2023 20:45 Sjá næstu 50 fréttir
„Myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína“ Taiwo Hassan Badmus átti frábæran leik þegar Tindastóll vann stórsigur á deildarmeisturum Vals í Subway-deild karla í kvöld. Leikurinn skipti engu máli upp á töfluna að gera en þetta var gríðarlega flottur sigur hjá Stólunum samt sem áður. 30.3.2023 22:12
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. 30.3.2023 22:07
Chelsea í undanúrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Chelsea er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur gegn ríkjandi meisturum Lyon í vítaspynrukeppni í kvöld. 30.3.2023 22:00
„Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“ „Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni. 30.3.2023 21:52
Logi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið: Ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina svona Njarðvík vann ótrúlegan þriggja stiga sigur á Keflavík 79-82. Logi Gunnarsson var ánægður með sigurinn og tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. 30.3.2023 21:35
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 100-118 | Garðbæingar laumuðu sér í úrslitakeppnina Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 18 stiga sigur er liðið heimsótti fallna KR-inga í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 100-118. Á sama tíma vann hitt fallna lið deildarinnar, ÍR, eins stigs sigur gegn Hetti og Stjarnan er því á leið í úrslitakeppnina. 30.3.2023 21:00
Stærstu liðin voru á eftir Gísla: „Er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir“ Gísli Þorgeir Kristjánsson segir að það sé mikið öryggi í því að skrifa undir nýjan samning við Magdeburg til ársins 2028. 30.3.2023 20:00
Gummersbach hafði betur í Íslendingaslag Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann sterkan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Rúnar Sigtryggsson og lærisveina hans í Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30-34. 30.3.2023 19:00
Sveindís og stöllur í undanúrslit Meistaradeildarinnar Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu með 1-1 jafntefli gegn franska stórliðinu Paris Saint-Germain. 30.3.2023 18:43
Bjarki og félagar flugu inn í átta liða úrslit Bjarki Már Elísson og félagar hans í ungverska stórliðinu Telekom Veszprém eru komnir í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir góðan fimm marka sigur gegn Pick Szeged í dag, 38-33. 30.3.2023 18:21
Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30.3.2023 18:01
Hver á að taka við landsliðinu? Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? 30.3.2023 17:00
Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30.3.2023 16:06
Sjáðu nýjan heimsmethafa fara á 255 km hraða niður brekku Frakkinn Simon Billy er heimsmeistari í hraðabruni, það er hver nær bestum hraða niður skíðabruni. 30.3.2023 16:00
Dóttir Loga Gunnars að spila í meistaraflokki á sama tíma og hann Logi Gunnarsson er enn að spila í efstu deild þátt að hann sé á 42. aldursári. Það þýðir að fjölskyldan náði merkilegum tímamótum í þessari viku. 30.3.2023 15:31
Snéri aftur inn á handboltavöllinn aðeins 24 dögum eftir fæðingu Norska handboltakonan Camilla Herrem var mætt aftur inn á handboltavöllinn í gær með liði sínu Sola. 30.3.2023 15:00
Golfvöllur hannaður af Tiger Woods fær PGA-mót Mexíkóskur golfvöllur sem Tiger Woods hannaði á sínum tíma fær að halda World Wide Technology golfmótið í ár. 30.3.2023 14:31
Annie Mist ný inn og Sara fór upp um 225 sæti á heimslistanum í CrossFit CrossFit samtökin hafa nú uppfært heimslistann sinn eftir að fjórðungsúrslitunum lauk á dögunum en þetta er fyrsta árið sem slíkur listi er settur saman. 30.3.2023 14:00
Öskruðu á hvort annað í leikhléi Njarðvíkur: „Vont að horfa á þetta“ Fólki var heitt í hamsi í leikhléi sem Njarðvík tók í leiknum gegn Val í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld, eins og sjá mátti í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. 30.3.2023 13:31
Tímabilið hugsanlega búið hjá Stefáni Tímabilinu er mögulega lokið hjá handboltamanninum Stefáni Rafni Sigurmannssyni hjá Haukum. 30.3.2023 12:57
Hólmfríður Dóra á palli með þeirri bestu Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, fremsta skíðakona landsins, vann til bronsverðlauna á alþjóðlegu FIS-móti í bruni sem fram fór í Petzen í Austurríki. Mótið er liður í meistaramóti Slóveníu. 30.3.2023 12:31
FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30.3.2023 11:45
„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30.3.2023 11:31
Albert um FH: „Held að Heimir sé ekki alveg sannfærður um varnarleikinn“ Albert Ingason telur að þrátt fyrir endurkomu Heimis Guðjónssonar séu væntingar FH fyrir þetta tímabil nokkuð hóflegar. Liðinu er spáð 7. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. 30.3.2023 11:00
Vildu ekki hýsa Ísraelsmenn og missa HM Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót tuttugu ára landsliða fari ekki fram í Indónesíu í ár eins og var búið að ákveða. 30.3.2023 10:31
Syðri Brú að verða uppseld Það eru ekki mörg veiðisvæði þar sem aðeins ein stöng er leyfð, gott hús fylgir með og veiðivonin góð allt tímabilið. 30.3.2023 10:11
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30.3.2023 10:09
Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30.3.2023 10:00
Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30.3.2023 09:31
Lokaumferð Subway: Sætin sem liðin geta endað í eftir kvöldið Tuttugasta og önnur umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld og þótt að það sé ljóst hverjir vinna deildina og hverjir falla úr deildinni þá er enn barist um mikilvæg sæti í lokaumferðinni. 30.3.2023 09:00
Ætla að banna veðmálaauglýsingar framan á búningum Félögin í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa náð samkomulagi um það að banna veðmálaauglýsingar framan á búningum liða. 30.3.2023 08:44
Anníe Mist segir að hollur og góður matur þurfi ekki að vera leiðinlegur Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir leggur áherslu á það að fólk eigi í heilbrigðu sambandi við mat og hún gefur aðdáendum sínum sýn inn í hvernig hún hugsar hlutina. 30.3.2023 08:31
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30.3.2023 08:00
Luis Enrique vill komast í ensku úrvalsdeildina Fyrrum þjálfari Barcelona og spænska landsliðsins rennir hýru auga til ensku úrvalsdeildarinnar nú þegar hann leitar sér að nýju framtíðarstarfi. 30.3.2023 07:30
„Ef við ætlum að bæta við og verða betri þá verðum við að fá fleiri að borðinu“ Eftir 17 ára farsælt starf hefur Hannes S. Jónsson sagt af sér sem formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Guðbjörg Norðfjörð er nýr formaður KKÍ og Hannes verður áfram framkvæmdastjóri. 30.3.2023 07:14
Dagskráin í dag: Barist um Suðurnesin og Pavel mætir á Hlíðarenda Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Við bjóðum upp á körfubolta, rafíþróttir og golf. 30.3.2023 06:01
Lánasjóður Roman Abramovich: „Lánaði Vitesse rúmlega 17 milljarða“ Roman Abramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, „lánaði“ hollenska úrvalsdeildarfélaginu Vitesse allt að 117 milljónir evra [17,4 milljarða íslenskra króna]. Þetta kemur fram í skjölum sem miðillinn The Guardian hefur nú undir höndum. Var „lánunum“ haldið leyndum en hollenska knattspyrnusambandið skoðaði tvívegis eignarhald Vitesse meðan Roman átti Chelsea. 29.3.2023 23:31
Seinni bylgjan um ótrúlegt gengi ÍBV: „Þær voru orðnar þyrstar“ Í síðasta þætti Seinni bylgjunnar var farið var yfir ótrúlegt gengi ÍBV að undanförnu í Olís-deild kvenna í handbolta sem og Powerade-bikarnum sem liðið sigraði fyrir ekki svo löngu. Nú síðast varð liðið deildarmeistari í Olís og virðist vera nær óstöðvandi þegar það styttist í úrslitakeppni. 29.3.2023 23:01
Finnst þetta vera vanmetinn titill Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. 29.3.2023 22:30
Rúnar um undanúrslitin: „Það verður stríð um Reykjanesbæ sem enginn má missa af“ „Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val. 29.3.2023 22:01
Haukar upp í annað sætið eftir stórsigur á Breiðabliki Haukar ljúka leik í Subway-deild kvenna í körfubolta í 2. sæti eftir stórsigur á Breiðabliki í kvöld. Á sama tíma tapaði Valur heima fyrir Njarðvík. Þá vann ÍR aðeins sinn þriðja sigur á leiktíðinni þegar Grindavík kom í heimsókn. 29.3.2023 21:46
Bayern úr leik eftir tap í Lundúnum Íslendingalið Bayern München er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 tap fyrir Arsenal í 8-liða úrslitum keppninnar. Bayern leiddi 1-0 eftir fyrri leikinn en tvö mörk í fyrri hálfleik breyttu gangi einvígisins. 29.3.2023 21:25
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 73-79 | Ótrúlegur viðsnúningur á Hlíðarenda Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa nú unnið sjö leiki í röð eftir frábæran sigur á Val að Hlíðarenda í lokaumferð Subway-deildar kvenna. Valur leiddi framan af en ótrúlegur viðsnúningur undir lok leiks sneri taflinu við. 29.3.2023 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 90 - 64 | Innsigluðu deildarmeistaratitilinn með þægilegum sigri Keflavík og Fjölnir mættust í lokaumferð Subway deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu nokkuð þægilegan sigur 90-64. Keflvíkingar enduðu í efsta sæti deildarinnar og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir leik. 29.3.2023 20:55
Viktor Gísli og félagar í Nantes úr leik eftir tap í vítakeppni Franska handknattleiksfélagið Nantes féll í kvöld úr leik í umspilinu um sæti í 8-liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu. Tapið verður ekki súrara en einvígið fór alla leið í vítakeppni. Því miður fór Wisła Płock með sigur af hólmi þar eftir að skora úr öllum fimm vítaköstum sínum. 29.3.2023 20:45