Golf

Golfvöllur hannaður af Tiger Woods fær PGA-mót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
El Cardonal golfvöllurinn er fyrsti golfvöllurinn sem Tiger Woods hannaði.
El Cardonal golfvöllurinn er fyrsti golfvöllurinn sem Tiger Woods hannaði. Getty/ Keyur Khamar

Mexíkóskur golfvöllur sem Tiger Woods hannaði á sínum tíma fær að halda World Wide Technology golfmótið í ár.

El Cardonal golfvöllurinn er í Diamante Cabo San Lucas í Mexíkó en Woods byggði hönnun hans á velli sem hans ólst upp á í suður Kaliforníu.

Völlurinn er par 72 völlur og samtals 7300 jardar á lengd. Hann er staddur við Kyrrahafið og opnaði árið 2014.

Tiger Woods hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum en hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla og eftir að hann slasaðist mjög illa á fæti eftir að hafa keyrt bílinn sinn út af veginum.

World Wide Technology mótið fór áður fram í Mayakoba í Mexíkó en samningurinn rann út í fyrra.

Árið 2007 varð þetta fyrsta PGA-mótið sem var haldið fyrir utan Bandaríkjanna eða Kanada.

2023 mótið mun fara fram í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×